Uppfært klukkan 13.20: Filman er úr safni feðganna Ósvaldar og Vilhjálms Knudsen og sennilegra að Vilhjálmur hafi tekið upp efnið. Filman er varðveitt hjá Kvikmyndasafni Íslands en það var starfsmaður safnsins sem fann filmuna og lét Liverpool vita af henni.
Á samfélagsmiðlum Liverpool segir að um sé að ræða myndefni frá Reykjavík, fyrir sextíu árum, sem nýverið hafi fundist. Fyrsti markaskorari enska stórveldisins í Evrópukeppni, Gordon Wallace, varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að sjá klippurnar meðal fyrstu manna:
„Ég beið í sextíu ár eftir því að sjá þetta,“ segir Wallace en hann skoraði tvö mörk í 5-0 sigri Liverpool á Laugardalsvelli. Myndbandið má sjá hér að neðan.
Reykjavik, 1964 📍
— Liverpool FC (@LFC) September 17, 2024
Unseen footage of how our European story began, with memories from the man who scored our opener… 💭 pic.twitter.com/vpuM7u6Ita
„Við drógumst gegn Reykjavík, Íslandi. Fallegt land. Svo stóðum við okkur nokkuð vel þarna,“ segir Wallace.
„Þeir voru áhugamannalið má segja, svo það var búist við því að við myndum vinna,“ bætti hann við.
Liverpool endaði á að vinna einvígið við KR samanlagt 11-1 og komst í undanúrslit á sínu fyrsta tímabili í Evrópukeppni.
Liðið hefur síðan orðið Evrópumeistari sex sinnum, síðast árið 2019, en einnig unnið UEFA-bikarinn, forvera Evrópudeildarinnar, þrisvar.