Húsið hefur verið töluvert endurnýjað með tilliti til upprunalegs stíls þess, en jafnframt bætt við nútímalegum þægindum.
Dökkur viður, ljósir tónar og björt rými eru í aðalhlutverki á þessu fallega heimili sem er staðsett á vinsælum stað í Vesturbænum.
Stofa, borðstofa og eldhús er samliggjandi í rúmgóðu rými með góðum gluggum. Þaðan er útgengt á svalir og skjólsælan garð í suður.
Eldhúsið er búið hvítri sérsmíðaðri innréttingu með góðu skápa- og vinnuplássi og viðarplötu á borðum.
Í húsinu eru sjö svefnherbergi og þrjú baðherbergi, þar af aukaíbúð á neðstu hæðinni.
Ásett verð eignarinnar er 255 milljónir. Nánar á fasteignavef Vísis



