Rodri hótar verkfalli ef ekkert lagast Sindri Sverrisson skrifar 17. september 2024 17:02 Rodri segir leikmenn ekki geta sýnt sínar bestu hliðar þurfi þeir að spila sextíu leiki á ári. Getty/Carl Recine Spænski miðjumaðurinn Rodri segir að knattspyrnumenn séu að fá sig fullsadda af leikjaálaginu sem enn heldur áfram að aukast. Lið hans Manchester City spilar sjö leiki á aðeins þremur vikum og þá taka við landsleikir. City tekur á móti Inter annað kvöld í Meistaradeild Evrópu og á svo stórleikinn við Arsenal á sunnudaginn. Tveimur dögum síðar er svo leikur við Watford í enska deildabikarnum og þannig mætti áfram telja. Englandsmeistararnir spila líkt og önnur lið að lágmarki tveimur leikjum meira fram að 16-liða úrslitunum í Meistaradeildinni í ár, vegna breytinganna á fyrirkomulaginu þar, og þá fjölgar leikjum hjá liðinu einnig vegna stækkunar HM félagsliða. Rodri er svo landsliðsmaður Spánar sem fór alla leið í úrslit og varð Evrópumeistari í Þýskalandi í sumar. „Ég held að við séum nálægt því,“ svaraði Rodri þegar hann var spurður hvort að leikmenn gætu verið á leið í verkfall vegna fjölgunar leikja. „Það er skiljanlegt og þið getið spurt hvaða leikmann sem er, hann myndi segja það sama. Ef þetta heldur svona áfram þá höfum við engan annan kost, en við skulum sjá til,“ sagði Rodri. Rodri says players are close to going on strike.This would be in protest at an increase in games ⬇️ pic.twitter.com/p3onACJF7F— BBC Sport (@BBCSport) September 17, 2024 Á síðustu tveimur leiktíðum hefur City spilað alls 120 leiki ef allt er talið. Samt fjölgar leikjum í ár og við bætast svo landsleikir eins og fyrr segir. Álagið er einfaldlega of mikið, að mati miðjumannsins magnaða: „Reynslan segir mér að 60-70 leikir er of mikið. Ég held að á milli 40-50 leikir sé passlegt svo að leikmenn geti verið upp á sitt besta. Annars mun það bitna á leik þeirra,“ sagði Rodri. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Sjá meira
City tekur á móti Inter annað kvöld í Meistaradeild Evrópu og á svo stórleikinn við Arsenal á sunnudaginn. Tveimur dögum síðar er svo leikur við Watford í enska deildabikarnum og þannig mætti áfram telja. Englandsmeistararnir spila líkt og önnur lið að lágmarki tveimur leikjum meira fram að 16-liða úrslitunum í Meistaradeildinni í ár, vegna breytinganna á fyrirkomulaginu þar, og þá fjölgar leikjum hjá liðinu einnig vegna stækkunar HM félagsliða. Rodri er svo landsliðsmaður Spánar sem fór alla leið í úrslit og varð Evrópumeistari í Þýskalandi í sumar. „Ég held að við séum nálægt því,“ svaraði Rodri þegar hann var spurður hvort að leikmenn gætu verið á leið í verkfall vegna fjölgunar leikja. „Það er skiljanlegt og þið getið spurt hvaða leikmann sem er, hann myndi segja það sama. Ef þetta heldur svona áfram þá höfum við engan annan kost, en við skulum sjá til,“ sagði Rodri. Rodri says players are close to going on strike.This would be in protest at an increase in games ⬇️ pic.twitter.com/p3onACJF7F— BBC Sport (@BBCSport) September 17, 2024 Á síðustu tveimur leiktíðum hefur City spilað alls 120 leiki ef allt er talið. Samt fjölgar leikjum í ár og við bætast svo landsleikir eins og fyrr segir. Álagið er einfaldlega of mikið, að mati miðjumannsins magnaða: „Reynslan segir mér að 60-70 leikir er of mikið. Ég held að á milli 40-50 leikir sé passlegt svo að leikmenn geti verið upp á sitt besta. Annars mun það bitna á leik þeirra,“ sagði Rodri.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Sjá meira