Sótti 410 milljónir og margfaldaði starfsmannafjöldann Árni Sæberg skrifar 18. september 2024 13:57 Starfsmenn Porcelain Fortress í starfsmannaferð til Gloucester, Massachusetts. Porcelain Fortress Íslenska leikjafyrirtækið Porcelain Fortress tryggði sér á dögunum þriggja milljóna dollara fjárfestingu, eða um 410 milljóna króna, fyrir þróun á ótilkynntum leik fyrirtækisins. Á árinu hefur starfsmönnum fjölgað úr fjórum í fjórtán. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að á bak við fjárfestinguna séu Behold Ventures, Brunnur og Crowberry Capital. Porcelain Fortress hafi áður gefið út tölvuleikinn No Time to Relax sem selst hafi í um 350 þúsund eintökum. Söluhæsti mánuður leiksins hafi í ágúst á þessu ári, fimm árum eftir að leikurinn kom á markað. Leikurinn hafi verið þýddur á tíu tungumálum, þar á meðal íslensku. Nýr forstjóri meðal tíu nýráðinna Samhliða auknu fjármagni hafi teymi Porcelain Fortress stækkað til muna á árinu, úr fjórum starfsgildum í fjórtán. Meðal stöðugilda sem ráðið hafi verið í sé nýr forstjóri, listrænn stjórnandi, forritarar, leikjahönnuður, og textasmiður. Þrátt fyrir að enn sé margt á huldu um nýjasta verkefni Porcelain Fortress sé Ingólfur Ævarsson, forstjóri fyrirtækisins, spenntur fyrir næstu mánuðum. Ingólfur, sem hafi hafið störf hjá fyrirtækinu fyrr á árinu, sé leikjabransanum vel kunnur, enda búi hann yfir sextán ára reynslu hjá CCP og 1939 Games. „Teymið okkar sannaði það með útgáfu No Time to Relax að við getum skapað skemmtilega leiki uppfulla af spennandi og hlægilegum augnablikum. Það voru þessi augnablik sem vöktu athygli áhrifavalda og tölvuleikjastreymara sem eru lykillinn að því að koma leikjum á borð við þennan á framfæri á markaðnum í dag,“ er haft eftir honum. Byr í segl fyrirtækisins Stefna Porcelain Fortress hafi frá upphafi verið að framleiða sígilda leiki með nútímatækni og haft er eftir Ingólfi að fjárfestingin sé mikilæ byr í segl fyrirtækisins til að halda því áfram. „Fyrri leikur okkar hefur nú þegar fengið tugmilljón áhorf á streymisveitum og verða samfélagsmiðlar hornsteinn í framleiðslu á nýja leiknum okkar. Þá hefur fyrirtækið verið styrkt af Tækniþróunarsjóði allt frá stofnun til dagsins í dag og ef ekki væri fyrir þann stuðning væri fyrirtækið ekki að fagna þessum áfanga.“ Spennandi tækifæri á markaði Í stjórn Porcelain Fortress sitji Brynjólfur Erlingsson hjá Behold Ventures, Sigurður Arnljótsson hjá Brunnur Ventures, Helga Valfells hjá Crowberry Capital, og Guðrún Helga Brynleifsdóttir. „Porcelain Fortress hefur sýnt mikla seiglu í gegnum árin og hefur ástríða teymisins fyrir því sem það vinnur að heillað okkur. Fyrsti leikurinn þeirra skilar enn töluverðum tekjum og sjáum við spennandi tækifæri á markaðnum sem þau sækja á,“ er haft eftir Sigurði. Búast megi við frekari upplýsingum um nýjasta verkefni Porcelain Fortress á næstunni. Leikjavísir Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að á bak við fjárfestinguna séu Behold Ventures, Brunnur og Crowberry Capital. Porcelain Fortress hafi áður gefið út tölvuleikinn No Time to Relax sem selst hafi í um 350 þúsund eintökum. Söluhæsti mánuður leiksins hafi í ágúst á þessu ári, fimm árum eftir að leikurinn kom á markað. Leikurinn hafi verið þýddur á tíu tungumálum, þar á meðal íslensku. Nýr forstjóri meðal tíu nýráðinna Samhliða auknu fjármagni hafi teymi Porcelain Fortress stækkað til muna á árinu, úr fjórum starfsgildum í fjórtán. Meðal stöðugilda sem ráðið hafi verið í sé nýr forstjóri, listrænn stjórnandi, forritarar, leikjahönnuður, og textasmiður. Þrátt fyrir að enn sé margt á huldu um nýjasta verkefni Porcelain Fortress sé Ingólfur Ævarsson, forstjóri fyrirtækisins, spenntur fyrir næstu mánuðum. Ingólfur, sem hafi hafið störf hjá fyrirtækinu fyrr á árinu, sé leikjabransanum vel kunnur, enda búi hann yfir sextán ára reynslu hjá CCP og 1939 Games. „Teymið okkar sannaði það með útgáfu No Time to Relax að við getum skapað skemmtilega leiki uppfulla af spennandi og hlægilegum augnablikum. Það voru þessi augnablik sem vöktu athygli áhrifavalda og tölvuleikjastreymara sem eru lykillinn að því að koma leikjum á borð við þennan á framfæri á markaðnum í dag,“ er haft eftir honum. Byr í segl fyrirtækisins Stefna Porcelain Fortress hafi frá upphafi verið að framleiða sígilda leiki með nútímatækni og haft er eftir Ingólfi að fjárfestingin sé mikilæ byr í segl fyrirtækisins til að halda því áfram. „Fyrri leikur okkar hefur nú þegar fengið tugmilljón áhorf á streymisveitum og verða samfélagsmiðlar hornsteinn í framleiðslu á nýja leiknum okkar. Þá hefur fyrirtækið verið styrkt af Tækniþróunarsjóði allt frá stofnun til dagsins í dag og ef ekki væri fyrir þann stuðning væri fyrirtækið ekki að fagna þessum áfanga.“ Spennandi tækifæri á markaði Í stjórn Porcelain Fortress sitji Brynjólfur Erlingsson hjá Behold Ventures, Sigurður Arnljótsson hjá Brunnur Ventures, Helga Valfells hjá Crowberry Capital, og Guðrún Helga Brynleifsdóttir. „Porcelain Fortress hefur sýnt mikla seiglu í gegnum árin og hefur ástríða teymisins fyrir því sem það vinnur að heillað okkur. Fyrsti leikurinn þeirra skilar enn töluverðum tekjum og sjáum við spennandi tækifæri á markaðnum sem þau sækja á,“ er haft eftir Sigurði. Búast megi við frekari upplýsingum um nýjasta verkefni Porcelain Fortress á næstunni.
Leikjavísir Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira