Beðið eftir orkumálaráðherra Eggert Valur Guðmundsson og Gunnar Aron Ólason skrifa 23. september 2024 12:00 Í maí 2024 hófst vinna sveitarstjórnar Rangárþings ytra við að leita svara við matsspurningum um hagræn áhrif vindorkuvers við Vaðöldu (Búrfellslund). Spurningarnar voru sendar til Landsvirkjunar, Fjármálaráðuneytisins, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins, og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Tilgangur spurninganna var m.a. að fá ítarlegar upplýsingar um hagræn áhrif vindorkuversins á nærsamfélagið, í samræmi við stefnu aðalskipulags sveitarfélagsins og vindorkustefnu þess. Landsvirkjun og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun svöruðu spurningunum fljótlega, eða í júní 2024, Fjármálaráðuneytið hafði svarað strax daginn eftir að fyrirspurnin barst, eða þann 24. maí. En Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur ekki enn svarað spurningunum núna þegar langt er liðið á septembermánuð. Spurningarnar sem sendar voru á Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið voru eftirfarandi: 1. Eru til gögn hjá ráðuneytinu er varða nýtingu orkunnar sem hlýst af Búrfellslundi (Vaðölduver)? 2. Verður orkan úr Búrfellslundi nýtt til orkuskipta eða nýrra orkufrekra verkefna? 3. Getur ráðuneytið skilgreint hvaða hagrænu áhrif yrðu fyrir sveitarfélagið Rangárþing ytra ef tillögur starfshóps um skattlagningu orkuvinnslu næðu fram að ganga? Sbr. skýrslu starfshópsins með viðaukum. 4. Hvað felst í samningi um þróun grænnar atvinnuuppbyggingar í sveitarfélaginu Ölfusi sem skrifað var undir 9. júní 2023 sbr.; https://www.stjornarradid.is/gogn/rit-og-skyrslur/stakt-rit/2023/06/09/Aform-um-graena-atvinnuuppbyggingu-i-Sveitarfelaginu-Olfusi/ Seinagangur ráðuneytisins tefur framvindu mála Þessi seinkun á svörum frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu veldur því að mikilvægar ákvarðanir um vindorkuverkefnið gætu tafist. Þrátt fyrir að framkvæmdaleyfi hafi verið samþykkt að hluta, vantar enn mat á heildaráhrifum verkefnisins á nærsamfélagið, þar á meðal þau efnahagslegu. Sveitarfélagið hefur sett fram stefnu um að tryggja jafnvægi milli umhverfisverndar og efnahagslegrar uppbyggingar, en slíkt jafnvægi verður aðeins tryggt ef upplýsingar frá öllum aðilum liggja fyrir. Það er því brýnt að Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið bregðist skjótt við og sendi svör við matsspurningunum svo að sveitarfélagið geti lokið þessari mikilvægu vinnu. Svörin eru grundvöllur þess að hægt sé að meta umfang verkefnisins og hvernig það muni gagnast samfélaginu til lengri tíma litið. Nærsamfélagið á skilið að fá skýra mynd af áhrifum og ávinningi þessara orkumannvirkja. Eggert Valur Guðmundsson er oddviti sveitarstjórnar Rangárþings ytra og Gunnar Aron Ólason formaður Skipulagsnefndar Rangárþings ytra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rangárþing ytra Orkumál Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Í maí 2024 hófst vinna sveitarstjórnar Rangárþings ytra við að leita svara við matsspurningum um hagræn áhrif vindorkuvers við Vaðöldu (Búrfellslund). Spurningarnar voru sendar til Landsvirkjunar, Fjármálaráðuneytisins, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins, og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Tilgangur spurninganna var m.a. að fá ítarlegar upplýsingar um hagræn áhrif vindorkuversins á nærsamfélagið, í samræmi við stefnu aðalskipulags sveitarfélagsins og vindorkustefnu þess. Landsvirkjun og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun svöruðu spurningunum fljótlega, eða í júní 2024, Fjármálaráðuneytið hafði svarað strax daginn eftir að fyrirspurnin barst, eða þann 24. maí. En Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur ekki enn svarað spurningunum núna þegar langt er liðið á septembermánuð. Spurningarnar sem sendar voru á Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið voru eftirfarandi: 1. Eru til gögn hjá ráðuneytinu er varða nýtingu orkunnar sem hlýst af Búrfellslundi (Vaðölduver)? 2. Verður orkan úr Búrfellslundi nýtt til orkuskipta eða nýrra orkufrekra verkefna? 3. Getur ráðuneytið skilgreint hvaða hagrænu áhrif yrðu fyrir sveitarfélagið Rangárþing ytra ef tillögur starfshóps um skattlagningu orkuvinnslu næðu fram að ganga? Sbr. skýrslu starfshópsins með viðaukum. 4. Hvað felst í samningi um þróun grænnar atvinnuuppbyggingar í sveitarfélaginu Ölfusi sem skrifað var undir 9. júní 2023 sbr.; https://www.stjornarradid.is/gogn/rit-og-skyrslur/stakt-rit/2023/06/09/Aform-um-graena-atvinnuuppbyggingu-i-Sveitarfelaginu-Olfusi/ Seinagangur ráðuneytisins tefur framvindu mála Þessi seinkun á svörum frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu veldur því að mikilvægar ákvarðanir um vindorkuverkefnið gætu tafist. Þrátt fyrir að framkvæmdaleyfi hafi verið samþykkt að hluta, vantar enn mat á heildaráhrifum verkefnisins á nærsamfélagið, þar á meðal þau efnahagslegu. Sveitarfélagið hefur sett fram stefnu um að tryggja jafnvægi milli umhverfisverndar og efnahagslegrar uppbyggingar, en slíkt jafnvægi verður aðeins tryggt ef upplýsingar frá öllum aðilum liggja fyrir. Það er því brýnt að Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið bregðist skjótt við og sendi svör við matsspurningunum svo að sveitarfélagið geti lokið þessari mikilvægu vinnu. Svörin eru grundvöllur þess að hægt sé að meta umfang verkefnisins og hvernig það muni gagnast samfélaginu til lengri tíma litið. Nærsamfélagið á skilið að fá skýra mynd af áhrifum og ávinningi þessara orkumannvirkja. Eggert Valur Guðmundsson er oddviti sveitarstjórnar Rangárþings ytra og Gunnar Aron Ólason formaður Skipulagsnefndar Rangárþings ytra.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun