Spá 7,5 prósent stýrivöxtum í lok 2025 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. september 2024 14:16 Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Greining Íslandsbanka spáir því að stýrivextir verði komnir í 8,25 prósent um mitt næsta ár, 7,5 prósent í lok árs 2025 og niður í 5,5 prósent í lok árs 2026. Þetta kemur fram nýrri þjóðhagsspá bankans. Stýrivexti eru í dag 9,25 prósent og hafa verið óbreyttir í meira en ár. Í spánni segir að eftir mikinn hagvaxtarkipp árin 2021-2022 hafi dregið umtalsvert úr vextinum eftir því sem leið á árið 2023. „Loðnubrestur setti sterkan svip á þróunina en mótbyr í öðrum útflutningi hafði einnig áhrif ásamt því að einkaneysla skrapp saman. Hljóðar spá okkar nú upp á 0,3% hagvöxt í ár en árið markar í raun hagsveifluskil þótt líklega verði ekki samdráttur á ársgrundvelli.“ Útlit sé fyrir 1,2% hagvöxt árið 2025 þar sem einkaneysla og útflutningur sæki í sig veðrið. Krónan styrki sig „En á móti er útlit fyrir nánast óbreytta fjárfestingu milli ára. Árið 2026 er útlit fyrir 2,5% hagvöxt en hraðari vaxtartaktur skýrist ekki síst af auknum fjárfestingarhug fyrirtækja með lækkandi vaxtastigi og hraðari kaupmáttarvexti heimila eftir því sem verðbólga hjaðnar.“ Eftir bakslag í vexti ferðaþjónustu og lítilsháttar samdrátt í útflutningi á fiski og áli í ár sé útlit fyrir tímabundinn viðskiptahalla. „Á næstu tveimur árum er hins vegar von á hóflegum vexti í útflutningi bæði vöru og þjónustu. Vöxturinn byggir meðal annars á auknum útflutningi eldisfisks, vexti í botnfiskafla, minni áhrifum af skerðingu orku á álútflutning og auknum útflutningi á lyfjum og hátæknivörum. Við spáum því að viðskiptahalli verði 1,1% af VLF í ár en jafnvægi komist á utanríkisviðskipti árin 2025 og 2026. Batnandi viðskiptajöfnuður og innflæði í fjárfestingar koma til með að styðja við gengi krónu á spátímanum og horfur eru á 2% hærra gengi krónu í lok spátímans en það var í lok ágúst 2024.“ Verðbólga helmingist á tveimur árum Vegurinn í átt að verðbólgumarkmiði hafi verið holóttur en verðbólga þó hjaðnað þokkalega það sem af sé þessu ári. Útlit sé fyrir hraustlegri hjöðnun er líði á spátímann. „Stöðugra verðlag erlendis, minni eftirspurnarþrýstingur og hófsamir kjarasamningar stuðla ekki síst að þeirri hjöðnun. Verðbólga mun mælast 6% að jafnaði á þessu ári en hjaðna niður í 3% á spátímanum. Útlit er fyrir að verðbólga komist inn fyrir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans á fyrri hluta næsta árs.“ Þrálát verðbólga og seigla í hagkerfinu hafi tafið fyrir vaxtalækkun en hægfara vaxtalækkunarferli gæti þó hafist á lokafjórðungi þessa árs. Því er spáð að stýrivextir verði 9,0 prósent um áramótin. „Vaxtalækkunarferlinu mun trúlega ljúka með stýrivexti nærri 5,5%, sem við teljum líklega nærri jafnvægisvöxtum um þessar mundir.“ Íslandsbanki Verðlag Seðlabankinn Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Í spánni segir að eftir mikinn hagvaxtarkipp árin 2021-2022 hafi dregið umtalsvert úr vextinum eftir því sem leið á árið 2023. „Loðnubrestur setti sterkan svip á þróunina en mótbyr í öðrum útflutningi hafði einnig áhrif ásamt því að einkaneysla skrapp saman. Hljóðar spá okkar nú upp á 0,3% hagvöxt í ár en árið markar í raun hagsveifluskil þótt líklega verði ekki samdráttur á ársgrundvelli.“ Útlit sé fyrir 1,2% hagvöxt árið 2025 þar sem einkaneysla og útflutningur sæki í sig veðrið. Krónan styrki sig „En á móti er útlit fyrir nánast óbreytta fjárfestingu milli ára. Árið 2026 er útlit fyrir 2,5% hagvöxt en hraðari vaxtartaktur skýrist ekki síst af auknum fjárfestingarhug fyrirtækja með lækkandi vaxtastigi og hraðari kaupmáttarvexti heimila eftir því sem verðbólga hjaðnar.“ Eftir bakslag í vexti ferðaþjónustu og lítilsháttar samdrátt í útflutningi á fiski og áli í ár sé útlit fyrir tímabundinn viðskiptahalla. „Á næstu tveimur árum er hins vegar von á hóflegum vexti í útflutningi bæði vöru og þjónustu. Vöxturinn byggir meðal annars á auknum útflutningi eldisfisks, vexti í botnfiskafla, minni áhrifum af skerðingu orku á álútflutning og auknum útflutningi á lyfjum og hátæknivörum. Við spáum því að viðskiptahalli verði 1,1% af VLF í ár en jafnvægi komist á utanríkisviðskipti árin 2025 og 2026. Batnandi viðskiptajöfnuður og innflæði í fjárfestingar koma til með að styðja við gengi krónu á spátímanum og horfur eru á 2% hærra gengi krónu í lok spátímans en það var í lok ágúst 2024.“ Verðbólga helmingist á tveimur árum Vegurinn í átt að verðbólgumarkmiði hafi verið holóttur en verðbólga þó hjaðnað þokkalega það sem af sé þessu ári. Útlit sé fyrir hraustlegri hjöðnun er líði á spátímann. „Stöðugra verðlag erlendis, minni eftirspurnarþrýstingur og hófsamir kjarasamningar stuðla ekki síst að þeirri hjöðnun. Verðbólga mun mælast 6% að jafnaði á þessu ári en hjaðna niður í 3% á spátímanum. Útlit er fyrir að verðbólga komist inn fyrir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans á fyrri hluta næsta árs.“ Þrálát verðbólga og seigla í hagkerfinu hafi tafið fyrir vaxtalækkun en hægfara vaxtalækkunarferli gæti þó hafist á lokafjórðungi þessa árs. Því er spáð að stýrivextir verði 9,0 prósent um áramótin. „Vaxtalækkunarferlinu mun trúlega ljúka með stýrivexti nærri 5,5%, sem við teljum líklega nærri jafnvægisvöxtum um þessar mundir.“
Íslandsbanki Verðlag Seðlabankinn Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira