Eyddi Instagram eftir kynferðisleg skilaboð Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2024 09:31 Emanuela Rusta fékk sig fullsadda af óviðeigandi skilaboðum á Instagram. Getty/Gualter Fatia Hin þrítuga Emanuela Rusta frá Albaníu hefur náð langt sem fótboltadómari, og meðal annars dæmt í Meistaradeild kvenna, en fyrirsagnir fjölmiðla um það hversu kynþokkafull hún sé hafa haft mikil áhrif á einkalíf hennar. Rusta hefur nú eytt Instagram-reikningi sínum vegna fjölda óviðeigandi, kynferðislegra skilaboða sem hún hefur fengið, í kjölfar þess að hafa meðal annars verið kölluð „sexý dómarinn“ í fjölmiðlum. „Þeir ættu frekar að einbeita sér að því sem ég geri í mínu starfi,“ sagði Rusta í viðtali við AFP og bætti við: „Maður þarf að berjast mikið fyrir því að verða samþykktur. Maður þarf að mölbrjóta glerþakið.“ Rusta komst í sögubækurnar þegar hún varð fyrsta konan til að dæma í efstu deild Albaníu og einnig fyrsti alþjóðlegi dómari þjóðarinnar til að dæma í Meistaradeild kvenna. Þar dæmdi hún til að mynda leik Sporting Lissabon og Real Madrid í síðustu viku, og Rusta var reyndar einnig með flautuna þegar Breiðablik vann KÍ 7-0 í Litháen fyrir þremur árum. Emanuela Rusta hefur meðal annars dæmt í Meistaradeild kvenna og í efstu deild karla heima í Albaníu.Getty/Gualter Fatia „Dómgæsla snýst ekki um kyn heldur hvað þú kannt og getur. Að taka góðar ákvarðanir. Maður þarf að þekkja reglur leiksins fullkomlega en einnig að vera í góðu líkamlegu ástandi og hafa stórkostlega einbeitingu,“ sagði Rusta sem sjálf æfði körfubolta á yngri árum en kynntist fótbolta betur þegar hún lærði íþróttafræði. Konur hafa brotið niður múra í dómgæslu á undanförnum árum. Til að mynda hin þýska Bibiana Steinhaus-Webb sem árið 2017 varð fyrst kvenna til að dæma í einni af fimm bestu deildum Evrópu. Hin franska Stephanie Frappart, sem reyndar er kannski ekki svo vinsæl hjá Íslendingum eftir tapið gegn Portúgal í HM-umspili, er líklega fremst kvendómara í dag. Hún varð fyrsta konan til að dæma á HM þegar hún dæmdi á mótinu í Katar 2022. Rusta er staðráðin í að halda áfram að brjóta niður múra. „Albanska knattspyrnusambandið hefur alltaf lagt áherslu á að styðja við oknur svo það er engin tilviljun hvert ég er komin, og þetta er engin endastöð. Ég vona að það sé ekki langt að bíða þess að fjórar konur dæmi saman leik á bestu mótum karlanna. Þó að þetta sé karllægur heimur þá finn ég fyrir virðingu og að það sé tekið eftir því sem ég geri vel á vellinum,“ sagði Rusta. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Fótbolti Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira
Rusta hefur nú eytt Instagram-reikningi sínum vegna fjölda óviðeigandi, kynferðislegra skilaboða sem hún hefur fengið, í kjölfar þess að hafa meðal annars verið kölluð „sexý dómarinn“ í fjölmiðlum. „Þeir ættu frekar að einbeita sér að því sem ég geri í mínu starfi,“ sagði Rusta í viðtali við AFP og bætti við: „Maður þarf að berjast mikið fyrir því að verða samþykktur. Maður þarf að mölbrjóta glerþakið.“ Rusta komst í sögubækurnar þegar hún varð fyrsta konan til að dæma í efstu deild Albaníu og einnig fyrsti alþjóðlegi dómari þjóðarinnar til að dæma í Meistaradeild kvenna. Þar dæmdi hún til að mynda leik Sporting Lissabon og Real Madrid í síðustu viku, og Rusta var reyndar einnig með flautuna þegar Breiðablik vann KÍ 7-0 í Litháen fyrir þremur árum. Emanuela Rusta hefur meðal annars dæmt í Meistaradeild kvenna og í efstu deild karla heima í Albaníu.Getty/Gualter Fatia „Dómgæsla snýst ekki um kyn heldur hvað þú kannt og getur. Að taka góðar ákvarðanir. Maður þarf að þekkja reglur leiksins fullkomlega en einnig að vera í góðu líkamlegu ástandi og hafa stórkostlega einbeitingu,“ sagði Rusta sem sjálf æfði körfubolta á yngri árum en kynntist fótbolta betur þegar hún lærði íþróttafræði. Konur hafa brotið niður múra í dómgæslu á undanförnum árum. Til að mynda hin þýska Bibiana Steinhaus-Webb sem árið 2017 varð fyrst kvenna til að dæma í einni af fimm bestu deildum Evrópu. Hin franska Stephanie Frappart, sem reyndar er kannski ekki svo vinsæl hjá Íslendingum eftir tapið gegn Portúgal í HM-umspili, er líklega fremst kvendómara í dag. Hún varð fyrsta konan til að dæma á HM þegar hún dæmdi á mótinu í Katar 2022. Rusta er staðráðin í að halda áfram að brjóta niður múra. „Albanska knattspyrnusambandið hefur alltaf lagt áherslu á að styðja við oknur svo það er engin tilviljun hvert ég er komin, og þetta er engin endastöð. Ég vona að það sé ekki langt að bíða þess að fjórar konur dæmi saman leik á bestu mótum karlanna. Þó að þetta sé karllægur heimur þá finn ég fyrir virðingu og að það sé tekið eftir því sem ég geri vel á vellinum,“ sagði Rusta.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Fótbolti Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira