Skoðun

Milljónir úr launa­umslögum til vopna­kaupa

Ástþór Magnússon skrifar

Íslenskir alþingismenn virðast æstir í að fjármagna stríðsvélina á meðan þeir skera niður velferðarþjónustu Íslendinga. Nú á að seilast í launaseðla starfsmanna Íslenskra fyrirtækja og taka frá hverjum starfsmannahóp milljónir króna til vopnakaupa. Tugi milljóna úr vösum starfsmanna stærri fyrirtækja.

Hver fjölskylda greiði 400 þúsund krónur til stríðsreksturs

Hver fjölskylda með fjóra vinnandi einstaklinga á að greiða yfir hundrað þúsund krónur til bandarískra vopnaframleiðenda. Enginn sleppur, þetta verður rifið af launþegum að þeim forspurðum. Lítil og stór fyrirtæki, sjómenn og allur almenningur í landinu hvort sem þeir starfa hárgreiðslu, ferðaþjónustu eða annað þurfa að greiða stríðsskattinn nema við grípum í taumana núna. Framlagið á að vera yfir 100 þúsund á hvern kjósanda á kjörtímabilinu.

7 milljarðar á ári til hernaðar

Sama dag og Halla Tómasdóttir nýkjörinn forseti Íslands setti Alþingi lagði ríkisstjórnin fram fjárlagafrumvarp með nær 7 milljörðum til hernaðar á næsta ári að mestu fyrir Úkraínu. Á sama tíma er spennustigið að aukast og Rússar hóta að ráðast á þau ríki sem senda vopn.

Gegn yfirlýstri stefnu forseta Íslands

Forseti Íslands hefur lýst andstöðu við þessar hugmyndir og segir hægt að semja um aðrar lausnir en vopnakaup. Segir samhljóm meðal þjóðarinnar að vilja ekki taka þátt í slíku athæfi:

„Það er ekki sjálfsagt að kaupa vopn, það er ekki sjálfsagt og Íslend­ing­ar úti um allt land hafa tekið und­ir með mér. Besta öryggisstefnan að vera alltaf landið sem velur frið og hættulegasta stefnan sem við getum valið sem þjóð er að að taka þátt í þessum átökum. Við getum verið litla þjóðin sem lyftir grettistaki í heiminum með því að velja frið" sagði Halla Tómasdóttir í fyrr á þessu ári.

Þú getur stöðvað þetta brjálæði

Á vefnum www.austurvollur.is getur þú tekið þátt í átaki til stuðnings forseta Íslands að vísa vopnakaupum í þjóðaratkvæðagreiðslu

Höfundur er stofnandi Friðar 2000.




Skoðun

Skoðun

Sögu­legt tæki­færi

Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar

Sjá meira


×