Um bókun 35, EES samninginn, Evrópusambandið og Bretland Jón Frímann Jónsson skrifar 25. september 2024 11:02 Núna eru andstæðingar ESB og EES samningins og EFTA komnir með nýtt mál til að æsa sig yfir. Þetta er bókun 35 eins og málið er kallað. Þetta uppþot hjá andstæðingum ESB er og verður aldrei neitt annað tóm tunna sem glymur hátt í. Þarna er ekkert að hafa. Ástæðan fyrir því að þetta fólk er að æsa sig yfir þessu er einfaldlega sú staðreynd að þetta fólk skildi við raunveruleikann að borði og sæng fyrir löngu síðan. Síðan er einnig mikil vanþekking á EES Samninginum og Evrópusambandinu hjá þessu fólk og það hefur engan áhuga á því að kynna sér málið. Það vill frekar halda fram rangfærslu heldur að læra raunveruleikann. Í einföldu máli. Þá er lagafrumvarpið um bókun 35 komið til vegna dóms í Hæstarétti Íslands og varðar réttindi íslendinga yfir landamæri, þetta eru fleira en eitt dómsmál sem ná yfir síðustu 20 árin og mögulega lengur. Þetta kemur fram í greinargerð frumvarpsins. Síðan eru íslendingar loksins að færa lagasetninguna í samræmi við framkvæmda eins og hún er í Noregi með EES samninginn. Einnig sem ESA hefur krafist þess að íslendingar setji bókun 35 í lög á Íslandi, annars verði höfðað mál fyrir EFTA dómstólnum. Það er efnisleg staðreynd að andstæðingar ESB á Íslandi skilja ekki hugtakið fullveldi. Þó svo að þeir hafi voðalega gaman að því að nota þetta orð til þess að hræða fólk til þess að taka undir þeirra málflutning. Þó svo að þessi málflutningur sé ekkert annað en upplýsingaóreiða og blekkingar. EES samningurinn Það er aðeins farið að bera á því að andstæðingar ESB á Íslandi séu farnir að fullyrða að fríverslunarsamningar séu betri en EES samningurinn. Þetta er þvæla og verður aldrei neitt annað. Að ganga úr EES og síðan EFTA, sem er það sem þetta fólk vill á endanum er jafngildi þess að leggja íslenskan efnahag endanlega í rúst. Afnema frjálsa för íslendinga til Evrópu. Þetta mundi í raun gera Ísland að öðru Bretlandi, sem eftir úrgöngu úr Evrópusambandinu er að falla. Þar er landbúnaðurinn í rúst, þar sem breskir bændur geta illa flutt út vörur til Evrópusambandsins, þar sem þriðju ríki þurfa að uppfylla fullt af skilyrðum og leyfum áður en þau geta flutt inn matvöru inn á innri markað Evrópusambandsins. Fríverslunarsamningar eru alltaf verri kostur en aðild að Evrópusambandinu og núverandi EES samningur sem er hluti af EFTA aðild Íslands. Fríverslunarsamningar eru ekki fyrir fólk, þeir eru fyrir fyrirtæki og útflutning á þeirra vörum. Fari íslendingar úr EES samningum. Þá yrðu íslendingar að fara úr Schengen samstarfinu og fara í línuna fyrir ríki sem eru utan við ESB ríkin og þá yrði jafnvel krafist þess að íslendingar mundu þurfa að sækja um vegabréfaheimild fyrir sumarfrí til Spánar og fleiri ríkja í Evrópu. Flutningar Íslendinga til ESB yrðu einnig háðir sömu takmörkunum. Ef íslendingar vilja sjá hvernig þetta virkar í raun. Þá þurfa íslendingar ekki að leita lengra en til Bretlands sem er dæmi um það hvað gerist þegar ríki fjarlægir réttindi sem það fær með því að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi í Evrópu. Evrópusambandið Það eru ákveðnir einstaklingar sem dæla út greinum gegn Evrópusambandinu í fjölmiðla á Íslandi. Eins og allur áróður. Þá hafa þessar greinar eitthvað að sannleika en í heildina, þá eru þessar greinar ekkert annað. Þetta hefur verið umræðan á Íslandi lengi. Íslendingar hafa hinsvegar mjög mikla og góða reynslu að því að lifa utan við Evrópusambandið. Stýrivextir eru 9,25% á Íslandi. Íslendingar neyðast til þess að taka húsnæðislán sem ekki er hægt að borga niður í gegnum verðbólgu hvetjandi verðtryggingu sem er á öllu mögulegu, beint eða óbeint. Andstæðingar ESB á Íslandi tala mikið um áhrifaleysi innan Evrópusambandsins ef Ísland yrði aðili. Þetta er auðvitað rangt. Þar sem inngöngu Íslands í Evrópusambandið mundu áhrif Íslands aukast þúsundfalt frá því sem er núna í dag. Þar sem Ísland í dag er svo gott sem áhrifalaust smáríki í Evrópu og stærri ríki eru mjög góð að segja bara já við Ísland og síðan gjörsamlega sleppa hugmyndum stjórnvalda á Íslandi algjörlega. Alveg sama hvaða hugmyndir er verið að ræða um. Ísland í dag er í raun áhrifalaust smáríki. Af einhverjum ástæðum. Þá liggur andstæðingum ESB mikið á að auka áhrifaleysi Íslands, ásamt einangrun Íslands. Gamla bændaveldið sem hefur verið böl Íslands í 700 ár er fjarri því að vera dautt og er núna á móti Evrópusambandinu og það sést vel í Bændablaðinu. Um Bretland og Evrópusambandið Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu þann 31. Janúar 2020 hefur ekki verið neitt annað stór mistök af hálfu Bretlands. Eins og ég nefni hérna að ofan. Þá geta bændur í Bretlandi ekki flutt út vörur sínar til Evrópusambandsins vegna tolla, krafa Evrópusambandsins á þriðju ríki, sem fæstir bændur í Bretlandi uppfylla í dag. Þetta er þó bara byrjunin á vandamálum Breta. Í dag geta þeir ekki farið til Spánar nema í 90 daga af hverjum 180 dögum á hverju ári. Ef þeir ætla sér að vera lengur, þá þurfa þær að sækja um Schengen vegabréfaheimild til Spánar til þess að fá að vera þar lengur. Þeir geta ekki unnið á Spáni án heimildar frá Spænska ríkinu. Þegar Bretland var í Evrópusambandinu, þá bara fóru Bretar til Spánar, skráðu sig inn í Spán, fundu sér vinnu og ekkert vesen. Breska ríkið hefur stöðugt frestað því að koma á athugum á innfluttum matvælum til Bretlands. Þar sem innviðir og mannskapur eru ekki til staðar í slíkar athuganir. Ástæða þess að þessum athugum er sleppt er til þess að koma í veg fyrir skort á matvælum innan Bretlands. Hagfræðingar segja að lífsgæði í Bretlandi eru orðin verri en fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Efnahagur Bretlands heldur áfram að dragast saman. Þó einhverjir mánuðir hafa haft efnahagslegan vöxt. Það er aðeins hægt að fara upp þegar komið er á botninn í efnahagnum býst ég við. Þetta kann þó að vera tímabundinn efnahagslegur vöxtur í Bretlandi. Í mjög stuttu máli. Þá hefur útganga Bretlands úr Evrópusambandinu verið hörmung fyrir almenning á Bretlandi. Verið efnahagsleg hörmung og sér ekki fyrir endann á því. Við þessu var varað en lygar og blekkingar andstæðinga ESB og með miklum stuðningi frá Rússlandi komu Bretlandi úr Evrópusambandinu. Höfundur er rithöfundur og búsettur í Danmörku og Evrópusambandinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Núna eru andstæðingar ESB og EES samningins og EFTA komnir með nýtt mál til að æsa sig yfir. Þetta er bókun 35 eins og málið er kallað. Þetta uppþot hjá andstæðingum ESB er og verður aldrei neitt annað tóm tunna sem glymur hátt í. Þarna er ekkert að hafa. Ástæðan fyrir því að þetta fólk er að æsa sig yfir þessu er einfaldlega sú staðreynd að þetta fólk skildi við raunveruleikann að borði og sæng fyrir löngu síðan. Síðan er einnig mikil vanþekking á EES Samninginum og Evrópusambandinu hjá þessu fólk og það hefur engan áhuga á því að kynna sér málið. Það vill frekar halda fram rangfærslu heldur að læra raunveruleikann. Í einföldu máli. Þá er lagafrumvarpið um bókun 35 komið til vegna dóms í Hæstarétti Íslands og varðar réttindi íslendinga yfir landamæri, þetta eru fleira en eitt dómsmál sem ná yfir síðustu 20 árin og mögulega lengur. Þetta kemur fram í greinargerð frumvarpsins. Síðan eru íslendingar loksins að færa lagasetninguna í samræmi við framkvæmda eins og hún er í Noregi með EES samninginn. Einnig sem ESA hefur krafist þess að íslendingar setji bókun 35 í lög á Íslandi, annars verði höfðað mál fyrir EFTA dómstólnum. Það er efnisleg staðreynd að andstæðingar ESB á Íslandi skilja ekki hugtakið fullveldi. Þó svo að þeir hafi voðalega gaman að því að nota þetta orð til þess að hræða fólk til þess að taka undir þeirra málflutning. Þó svo að þessi málflutningur sé ekkert annað en upplýsingaóreiða og blekkingar. EES samningurinn Það er aðeins farið að bera á því að andstæðingar ESB á Íslandi séu farnir að fullyrða að fríverslunarsamningar séu betri en EES samningurinn. Þetta er þvæla og verður aldrei neitt annað. Að ganga úr EES og síðan EFTA, sem er það sem þetta fólk vill á endanum er jafngildi þess að leggja íslenskan efnahag endanlega í rúst. Afnema frjálsa för íslendinga til Evrópu. Þetta mundi í raun gera Ísland að öðru Bretlandi, sem eftir úrgöngu úr Evrópusambandinu er að falla. Þar er landbúnaðurinn í rúst, þar sem breskir bændur geta illa flutt út vörur til Evrópusambandsins, þar sem þriðju ríki þurfa að uppfylla fullt af skilyrðum og leyfum áður en þau geta flutt inn matvöru inn á innri markað Evrópusambandsins. Fríverslunarsamningar eru alltaf verri kostur en aðild að Evrópusambandinu og núverandi EES samningur sem er hluti af EFTA aðild Íslands. Fríverslunarsamningar eru ekki fyrir fólk, þeir eru fyrir fyrirtæki og útflutning á þeirra vörum. Fari íslendingar úr EES samningum. Þá yrðu íslendingar að fara úr Schengen samstarfinu og fara í línuna fyrir ríki sem eru utan við ESB ríkin og þá yrði jafnvel krafist þess að íslendingar mundu þurfa að sækja um vegabréfaheimild fyrir sumarfrí til Spánar og fleiri ríkja í Evrópu. Flutningar Íslendinga til ESB yrðu einnig háðir sömu takmörkunum. Ef íslendingar vilja sjá hvernig þetta virkar í raun. Þá þurfa íslendingar ekki að leita lengra en til Bretlands sem er dæmi um það hvað gerist þegar ríki fjarlægir réttindi sem það fær með því að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi í Evrópu. Evrópusambandið Það eru ákveðnir einstaklingar sem dæla út greinum gegn Evrópusambandinu í fjölmiðla á Íslandi. Eins og allur áróður. Þá hafa þessar greinar eitthvað að sannleika en í heildina, þá eru þessar greinar ekkert annað. Þetta hefur verið umræðan á Íslandi lengi. Íslendingar hafa hinsvegar mjög mikla og góða reynslu að því að lifa utan við Evrópusambandið. Stýrivextir eru 9,25% á Íslandi. Íslendingar neyðast til þess að taka húsnæðislán sem ekki er hægt að borga niður í gegnum verðbólgu hvetjandi verðtryggingu sem er á öllu mögulegu, beint eða óbeint. Andstæðingar ESB á Íslandi tala mikið um áhrifaleysi innan Evrópusambandsins ef Ísland yrði aðili. Þetta er auðvitað rangt. Þar sem inngöngu Íslands í Evrópusambandið mundu áhrif Íslands aukast þúsundfalt frá því sem er núna í dag. Þar sem Ísland í dag er svo gott sem áhrifalaust smáríki í Evrópu og stærri ríki eru mjög góð að segja bara já við Ísland og síðan gjörsamlega sleppa hugmyndum stjórnvalda á Íslandi algjörlega. Alveg sama hvaða hugmyndir er verið að ræða um. Ísland í dag er í raun áhrifalaust smáríki. Af einhverjum ástæðum. Þá liggur andstæðingum ESB mikið á að auka áhrifaleysi Íslands, ásamt einangrun Íslands. Gamla bændaveldið sem hefur verið böl Íslands í 700 ár er fjarri því að vera dautt og er núna á móti Evrópusambandinu og það sést vel í Bændablaðinu. Um Bretland og Evrópusambandið Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu þann 31. Janúar 2020 hefur ekki verið neitt annað stór mistök af hálfu Bretlands. Eins og ég nefni hérna að ofan. Þá geta bændur í Bretlandi ekki flutt út vörur sínar til Evrópusambandsins vegna tolla, krafa Evrópusambandsins á þriðju ríki, sem fæstir bændur í Bretlandi uppfylla í dag. Þetta er þó bara byrjunin á vandamálum Breta. Í dag geta þeir ekki farið til Spánar nema í 90 daga af hverjum 180 dögum á hverju ári. Ef þeir ætla sér að vera lengur, þá þurfa þær að sækja um Schengen vegabréfaheimild til Spánar til þess að fá að vera þar lengur. Þeir geta ekki unnið á Spáni án heimildar frá Spænska ríkinu. Þegar Bretland var í Evrópusambandinu, þá bara fóru Bretar til Spánar, skráðu sig inn í Spán, fundu sér vinnu og ekkert vesen. Breska ríkið hefur stöðugt frestað því að koma á athugum á innfluttum matvælum til Bretlands. Þar sem innviðir og mannskapur eru ekki til staðar í slíkar athuganir. Ástæða þess að þessum athugum er sleppt er til þess að koma í veg fyrir skort á matvælum innan Bretlands. Hagfræðingar segja að lífsgæði í Bretlandi eru orðin verri en fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Efnahagur Bretlands heldur áfram að dragast saman. Þó einhverjir mánuðir hafa haft efnahagslegan vöxt. Það er aðeins hægt að fara upp þegar komið er á botninn í efnahagnum býst ég við. Þetta kann þó að vera tímabundinn efnahagslegur vöxtur í Bretlandi. Í mjög stuttu máli. Þá hefur útganga Bretlands úr Evrópusambandinu verið hörmung fyrir almenning á Bretlandi. Verið efnahagsleg hörmung og sér ekki fyrir endann á því. Við þessu var varað en lygar og blekkingar andstæðinga ESB og með miklum stuðningi frá Rússlandi komu Bretlandi úr Evrópusambandinu. Höfundur er rithöfundur og búsettur í Danmörku og Evrópusambandinu.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun