Það á ekki að vera dekur að geta sótt sér sálfræðiþjónustu Ólafía Sigurjónsdóttir skrifar 25. september 2024 11:30 Það skortir ekki sálfræðinga - það þarf að semja um niðurgreiðslu á þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Á Landspítala, í geðheilsuteymum og í heilsugæslu vinna sálfræðingar gríðargott starf og þörf er á fleiri stöðugildum sálfræðinga til að hægt sé að gera enn betur. En það nægir ekki. Sjálfstætt starfandi sálfræðingar eru mikilvægur hlekkur í geðheilbrigðisþjónustunni en hlutverk þeirra er ekki viðurkennt af ríkinu. Nú þegar herðir að fólki fjárhagslega eru færri sem geta “leyft sér” að sækja sálfræðimeðferð sem það greiðir sjálft að fullu. Á Íslandi er það nefnilega þannig að sálfræðimeðferð er munaður, dekur sem ekki næstum allir sem á þurfa að halda geta sótt. Stéttaskiptingin er nístandi ljós í því hverjir geta sótt sér þessa þjónustu og hverjir ekki. Sálfræðimeðferð þjónar margs konar tilgangi. Markviss meðferð til að vinna með t.d. þunglyndi, sjálfsvígshugsanir, kvíðaraskanir og áfallastreitu en einnig ráðgjöf til aðstandenda og foreldra, sambandsráðgjöf, ráðgjöf og stuðningur í krísum vegna t.d. missis, skilnaðar eða atvinnumissis. Sálfræðimeðferð er einnig gríðarlega sterkt inngrip sem forvörn, en oft er hægt að hafa mikil áhrif á framgang og afleiðingar geðraskana, hegðunarvanda og tilfinningavanda ef gripið er snemma inn í. En þá skiptir aðgengið öllu máli. Í sálfræðimeðferð lærir fólk að þekkja sjálft sig og vandann sem glímt er við. Í meðferðinni öðlast viðkomandi nýja þekkingu og færni í gegnum samtöl og æfingar, bæði með sálfræðingnum og á milli tíma. Smám saman lærir fólk að tileinka sér ný viðbrögð og færni til að takast á við krefjandi aðstæður eða erfiðar hugsanir og tilfinningar. Þetta nám sem verður til í sálfræðimeðferð þegar vel er að henni staðið verður ekki tekið af fólki. Sálfræðimeðferð er því eins og nám í skóla, fjárfesting til framtíðar, eitthvað sem undirbýr fólk undir nýjar áskoranir í lífinu. Það er átakanlegt að hugsa til alls unga fólksins sem ekki hefur aðgang að sálfræðimeðferð af því að foreldrar þeirra hafa einfaldlega ekki efni á því. Og eins til allra þeirra foreldra sem sitja ein í vanlíðan sinni án þess að hafa aðgang að ráðgjöf og meðferð sem gæti bæði gagnast þeim og komið í veg fyrir að vanlíðan þeirra hafi áhrif á uppeldi og líðan barna þeirra. Íslenskir sálfræðingar eru vannýtt auðlind. Við erum til reiðu búin að veita þá meðferð sem við höfum þjálfun, reynslu og menntun til að veita á okkar mismunandi sérsviðum. Samningurinn sem nú er í boði fyrir sjálfstætt starfandi sálfræðinga er meingallaður sem sést á því hve fáir sálfræðingar hafa getað unnið eftir honum og hve fáum skjólstæðingum hann nýtist til að niðurgreiða meðferð. Samningurinn var settur fram einhliða af sjúkratryggingum án samstarfs við sálfræðinga og er á engan hátt sambærilegur samningum við aðrar fagstéttir. Það er í höndum ríkisins að sýna frumkvæði að því að semja við sálfræðinga og tryggja þannig að þjálfun, reynsla og þekking sjálfstætt starfandi sálfræðinga nýtist samfélaginu í heild, ekki bara sumum. Höfundur er sálfræðingur á Kvíðaklíníkinni og situr í stjórn Sálfræðingafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Sjá meira
Það skortir ekki sálfræðinga - það þarf að semja um niðurgreiðslu á þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Á Landspítala, í geðheilsuteymum og í heilsugæslu vinna sálfræðingar gríðargott starf og þörf er á fleiri stöðugildum sálfræðinga til að hægt sé að gera enn betur. En það nægir ekki. Sjálfstætt starfandi sálfræðingar eru mikilvægur hlekkur í geðheilbrigðisþjónustunni en hlutverk þeirra er ekki viðurkennt af ríkinu. Nú þegar herðir að fólki fjárhagslega eru færri sem geta “leyft sér” að sækja sálfræðimeðferð sem það greiðir sjálft að fullu. Á Íslandi er það nefnilega þannig að sálfræðimeðferð er munaður, dekur sem ekki næstum allir sem á þurfa að halda geta sótt. Stéttaskiptingin er nístandi ljós í því hverjir geta sótt sér þessa þjónustu og hverjir ekki. Sálfræðimeðferð þjónar margs konar tilgangi. Markviss meðferð til að vinna með t.d. þunglyndi, sjálfsvígshugsanir, kvíðaraskanir og áfallastreitu en einnig ráðgjöf til aðstandenda og foreldra, sambandsráðgjöf, ráðgjöf og stuðningur í krísum vegna t.d. missis, skilnaðar eða atvinnumissis. Sálfræðimeðferð er einnig gríðarlega sterkt inngrip sem forvörn, en oft er hægt að hafa mikil áhrif á framgang og afleiðingar geðraskana, hegðunarvanda og tilfinningavanda ef gripið er snemma inn í. En þá skiptir aðgengið öllu máli. Í sálfræðimeðferð lærir fólk að þekkja sjálft sig og vandann sem glímt er við. Í meðferðinni öðlast viðkomandi nýja þekkingu og færni í gegnum samtöl og æfingar, bæði með sálfræðingnum og á milli tíma. Smám saman lærir fólk að tileinka sér ný viðbrögð og færni til að takast á við krefjandi aðstæður eða erfiðar hugsanir og tilfinningar. Þetta nám sem verður til í sálfræðimeðferð þegar vel er að henni staðið verður ekki tekið af fólki. Sálfræðimeðferð er því eins og nám í skóla, fjárfesting til framtíðar, eitthvað sem undirbýr fólk undir nýjar áskoranir í lífinu. Það er átakanlegt að hugsa til alls unga fólksins sem ekki hefur aðgang að sálfræðimeðferð af því að foreldrar þeirra hafa einfaldlega ekki efni á því. Og eins til allra þeirra foreldra sem sitja ein í vanlíðan sinni án þess að hafa aðgang að ráðgjöf og meðferð sem gæti bæði gagnast þeim og komið í veg fyrir að vanlíðan þeirra hafi áhrif á uppeldi og líðan barna þeirra. Íslenskir sálfræðingar eru vannýtt auðlind. Við erum til reiðu búin að veita þá meðferð sem við höfum þjálfun, reynslu og menntun til að veita á okkar mismunandi sérsviðum. Samningurinn sem nú er í boði fyrir sjálfstætt starfandi sálfræðinga er meingallaður sem sést á því hve fáir sálfræðingar hafa getað unnið eftir honum og hve fáum skjólstæðingum hann nýtist til að niðurgreiða meðferð. Samningurinn var settur fram einhliða af sjúkratryggingum án samstarfs við sálfræðinga og er á engan hátt sambærilegur samningum við aðrar fagstéttir. Það er í höndum ríkisins að sýna frumkvæði að því að semja við sálfræðinga og tryggja þannig að þjálfun, reynsla og þekking sjálfstætt starfandi sálfræðinga nýtist samfélaginu í heild, ekki bara sumum. Höfundur er sálfræðingur á Kvíðaklíníkinni og situr í stjórn Sálfræðingafélags Íslands.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun