Íslenska er ekki eina málið Lilja Magnúsdóttir skrifar 25. september 2024 13:31 Íslenska er eitt þeirra tungumála sem íbúar á Íslandi eiga að móðurmáli og opinbert mál á Íslandi En hér á landi býr einnig fjöldi fólks sem á sér annað móðurmál en íslensku. Ég er íslenskukennari og hef lengi kennt fólki íslensku sem annað mál og veit af reynslu að það tekur langan tíma að læra tungumálið. Börn og unglingar eiga erfitt með að afla sér þekkingar ef þau skilja hvorki textann í kennslubókunum né það sem kennarinn er að segja, þess vegna hef ég kennt mínum nemendum að afla sér þekkingar á móðurmáli sínu, jafnframt því að lesa námsefnið á íslensku meðan þau skilja takmarkað í því máli. Nemandi sem er vel læs á einu tungumáli getur sótt sér þekkingu sem hann þarf á að halda með hjálp þeirrar tækni sem börn á Íslandi hafa aðgang að. Hann getur líka skrifað góðar ritgerðir á móðurmáli sínu og notað forrit til að færa textann yfir á íslensku. Þetta er ekki svindl. Þetta er að nýta þau verkfæri sem við höfum. Nemandi sem fær kennslubók í eðlisfræði í 9. bekk getur séð hvað á að læra og leitað að efni til að lesa á móðurmálinu. Kennari og foreldrar gætu samt þurft að aðstoða nemandann við að finna námsefni sem hentar, myndbönd, lesefni og fleira, á neti eða í bókum. Eftir að hafa lesið um afstæðiskenninguna, algebru, þyngdarlögmálið eða frönsku byltinguna á móðurmáli sínu er mun auðveldara að fylgjast með í tímum og reyna að átta sig á því sem stendur í íslensku kennslubókinni. Bónusinn við þessa leið er að nemandi eykur líka færni í móðurmálinu og foreldrar fylgjast betur með námi barna sinna. Við verðum líka að taka tillit til þess á prófum að nemendur geta ekki allir gert grein fyrir þeirri þekkingu sem þeir hafa aflað sér á íslensku en þeir gætu gert grein fyrir því sem þeir kunna á öðru máli. Stundum þarf aðstoð túlks en í sumum tilvikum má nota þýðingarvélar ef tungumálið er kennaranum framandi. Við verðum alltaf að vera meðvituð um hvort við erum að prófa íslenskukunnáttu eða þekkingu í námsgreininni. Engir tveir nemendur eru eins og það sem hentar einum hentar ekki öðrum. Við verðum að leita lausna með hverjum og einum nemenda sem kemur úr öðru málumhverfi. Það eru kennarar að gera í dag og það munu kennarar alltaf gera. Ein leiðin er að nýta móðurmál nemendanna sem leið að aukinni þekkingu og á sama tíma sem leið að íslenskunni. Móðurmálið fylgir fjölskyldum svo nemendur þurfa að fá þjálfun á því máli ekki síður en nýja málinu. Fjölskyldur flytja á milli landa til náms eða í leit að tækifærum. Þannig er nútíminn. Það er mikilvægt fyrir fólk sem flytur milli landa að viðhalda móðurmáli sínu og þjálfa það áfram, bæði til þess að það eigi sér traustan tungumálagrunn en líka vegna þess að nám í nýju tungumáli byggir á grunni móðurmálsins Við höfum sem þjóð valið að íslenska sé opinbert mál á Íslandi og viljum að hún haldi áfram að þjóna sem slík. Vonandi tekur íslensk þjóð nógu vel á móti innflytjendum til að sem flestir þeirra vilji setjast hér að til frambúðar og velji að læra okkar ylhýra og yndislega mál. Höfundur er íslenskukennari og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Íslensk tunga Innflytjendamál Grunnskólar Mest lesið Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Íslenska er eitt þeirra tungumála sem íbúar á Íslandi eiga að móðurmáli og opinbert mál á Íslandi En hér á landi býr einnig fjöldi fólks sem á sér annað móðurmál en íslensku. Ég er íslenskukennari og hef lengi kennt fólki íslensku sem annað mál og veit af reynslu að það tekur langan tíma að læra tungumálið. Börn og unglingar eiga erfitt með að afla sér þekkingar ef þau skilja hvorki textann í kennslubókunum né það sem kennarinn er að segja, þess vegna hef ég kennt mínum nemendum að afla sér þekkingar á móðurmáli sínu, jafnframt því að lesa námsefnið á íslensku meðan þau skilja takmarkað í því máli. Nemandi sem er vel læs á einu tungumáli getur sótt sér þekkingu sem hann þarf á að halda með hjálp þeirrar tækni sem börn á Íslandi hafa aðgang að. Hann getur líka skrifað góðar ritgerðir á móðurmáli sínu og notað forrit til að færa textann yfir á íslensku. Þetta er ekki svindl. Þetta er að nýta þau verkfæri sem við höfum. Nemandi sem fær kennslubók í eðlisfræði í 9. bekk getur séð hvað á að læra og leitað að efni til að lesa á móðurmálinu. Kennari og foreldrar gætu samt þurft að aðstoða nemandann við að finna námsefni sem hentar, myndbönd, lesefni og fleira, á neti eða í bókum. Eftir að hafa lesið um afstæðiskenninguna, algebru, þyngdarlögmálið eða frönsku byltinguna á móðurmáli sínu er mun auðveldara að fylgjast með í tímum og reyna að átta sig á því sem stendur í íslensku kennslubókinni. Bónusinn við þessa leið er að nemandi eykur líka færni í móðurmálinu og foreldrar fylgjast betur með námi barna sinna. Við verðum líka að taka tillit til þess á prófum að nemendur geta ekki allir gert grein fyrir þeirri þekkingu sem þeir hafa aflað sér á íslensku en þeir gætu gert grein fyrir því sem þeir kunna á öðru máli. Stundum þarf aðstoð túlks en í sumum tilvikum má nota þýðingarvélar ef tungumálið er kennaranum framandi. Við verðum alltaf að vera meðvituð um hvort við erum að prófa íslenskukunnáttu eða þekkingu í námsgreininni. Engir tveir nemendur eru eins og það sem hentar einum hentar ekki öðrum. Við verðum að leita lausna með hverjum og einum nemenda sem kemur úr öðru málumhverfi. Það eru kennarar að gera í dag og það munu kennarar alltaf gera. Ein leiðin er að nýta móðurmál nemendanna sem leið að aukinni þekkingu og á sama tíma sem leið að íslenskunni. Móðurmálið fylgir fjölskyldum svo nemendur þurfa að fá þjálfun á því máli ekki síður en nýja málinu. Fjölskyldur flytja á milli landa til náms eða í leit að tækifærum. Þannig er nútíminn. Það er mikilvægt fyrir fólk sem flytur milli landa að viðhalda móðurmáli sínu og þjálfa það áfram, bæði til þess að það eigi sér traustan tungumálagrunn en líka vegna þess að nám í nýju tungumáli byggir á grunni móðurmálsins Við höfum sem þjóð valið að íslenska sé opinbert mál á Íslandi og viljum að hún haldi áfram að þjóna sem slík. Vonandi tekur íslensk þjóð nógu vel á móti innflytjendum til að sem flestir þeirra vilji setjast hér að til frambúðar og velji að læra okkar ylhýra og yndislega mál. Höfundur er íslenskukennari og rithöfundur.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun