Vinna að þriggja vikna vopnahléi á milli Ísrael og Hezbollah Lovísa Arnardóttir skrifar 25. september 2024 23:05 sagði Jean-Noël Barrot, utanríkisráðherra Frakklands, greindi frá því á fundi öryggisráðsins að Frakkar og Bandaríkjamenn væru að vinna saman. Vísir/EPA Frakkar og Bandaríkjamenn vinna nú að því í sameiningu að semja um 21 daga vopnahlé á milli Hezbollah samtakanna og Ísrael. 72 létust í árásum Ísraela á Líbanon í dag og hundruð særðust. Alls eru um 600 látin í árásunum. Fyrr í dag var greint frá því að mögulega ætlaði Ísrael í landhernað í Líbanon. „Það er möguleiki á diplómatískri lausn. Síðustu daga höfum við unnið með bandarískum félögum okkar að tímabundnu vopnahléi í 21 dag sem myndi gefa færi á samningaviðræðum,“ sagði Jean-Noël Barrot, utanríkisráðherra Frakklands, á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í kvöld. Guterres var harðorður í ávarpi sínu.Vísir/EPA Hann sagði að planið yrði brátt gert opinbert og að treyst væri á að báðir aðilar myndu samþykkja það án tafar til að vernda almenna borgara og svo hægt verði að hefja diplómatískar samningaviðræður. Barrot er á leið til Líbanon við lok þessarar viku. „Þetta er krefjandi leið, en þetta er möguleg leið,“ sagði Barrot. Hann varaði jafnframt við því í ávarpi sínu að staða Líbanon sé afar veik nú þegar. Verði stríð þar sé ekki tryggt að hægt sé að byggja það upp aftur. Stígi frá brúninni Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar í kvöld um stöðuna í Líbanon. Antonio Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna sagði í ávarpi sínu að allt væri að fara til helvítis í Líbanon og að landið sé á barmi. Hann kallaði eftir því í ávarpi sínu að íbúar í suðurhluta Líbanon og norðurhluta Ísrael geti snúið aftur heim. Hann sagði mánudaginn þann blóðugasta í langan tíma í Líbanon. Hann kallaði eftir því að drápin væri stöðvuð og eyðileggingin. „Stígið frá brúninni,“ sagði Guterres í ræðu sinni. „Fólkið í Líbanon, fólkið í Ísrael og fólkið í heiminum hefur ekki efni á því að Líbanon verði annað Gasa,“ sagði Guterres. Ávarpar SÞ á föstudag Fjallað er um fundinn á vef breska miðilsins Guardian. Þar kemur fram að sendifulltrúi Ísrael hafi sagði Ísrael vilja diplómatíska lausn en ef það tækist ekki myndi Ísrael nota allar aðrar leiðir sem þeir hafi. Þá sagði hann forsætisráðherra Ísrael, Benjamín Netanjahú, á leið á fundinn og að hann muni ávarpa Sameinuðu þjóðirnar á föstudag. Fundurinn er enn í gangi og hægt að horfa á hann hér að neðan. Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Frakkland Bandaríkin Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
„Það er möguleiki á diplómatískri lausn. Síðustu daga höfum við unnið með bandarískum félögum okkar að tímabundnu vopnahléi í 21 dag sem myndi gefa færi á samningaviðræðum,“ sagði Jean-Noël Barrot, utanríkisráðherra Frakklands, á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í kvöld. Guterres var harðorður í ávarpi sínu.Vísir/EPA Hann sagði að planið yrði brátt gert opinbert og að treyst væri á að báðir aðilar myndu samþykkja það án tafar til að vernda almenna borgara og svo hægt verði að hefja diplómatískar samningaviðræður. Barrot er á leið til Líbanon við lok þessarar viku. „Þetta er krefjandi leið, en þetta er möguleg leið,“ sagði Barrot. Hann varaði jafnframt við því í ávarpi sínu að staða Líbanon sé afar veik nú þegar. Verði stríð þar sé ekki tryggt að hægt sé að byggja það upp aftur. Stígi frá brúninni Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar í kvöld um stöðuna í Líbanon. Antonio Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna sagði í ávarpi sínu að allt væri að fara til helvítis í Líbanon og að landið sé á barmi. Hann kallaði eftir því í ávarpi sínu að íbúar í suðurhluta Líbanon og norðurhluta Ísrael geti snúið aftur heim. Hann sagði mánudaginn þann blóðugasta í langan tíma í Líbanon. Hann kallaði eftir því að drápin væri stöðvuð og eyðileggingin. „Stígið frá brúninni,“ sagði Guterres í ræðu sinni. „Fólkið í Líbanon, fólkið í Ísrael og fólkið í heiminum hefur ekki efni á því að Líbanon verði annað Gasa,“ sagði Guterres. Ávarpar SÞ á föstudag Fjallað er um fundinn á vef breska miðilsins Guardian. Þar kemur fram að sendifulltrúi Ísrael hafi sagði Ísrael vilja diplómatíska lausn en ef það tækist ekki myndi Ísrael nota allar aðrar leiðir sem þeir hafi. Þá sagði hann forsætisráðherra Ísrael, Benjamín Netanjahú, á leið á fundinn og að hann muni ávarpa Sameinuðu þjóðirnar á föstudag. Fundurinn er enn í gangi og hægt að horfa á hann hér að neðan.
Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Frakkland Bandaríkin Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira