Rannsökum og ræðum menntakerfið Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 26. september 2024 10:02 Í skólum landsins endurspeglast styrkleikar jafnt sem veikleikar íslensks samfélags. Það eru blikur á lofti í íslensku menntakerfi, og margir hafa lýst áhyggjum af stöðu mála. Mikilvægt er að greina sóknarfærin, fjalla opinskátt um bæði kosti og galla kerfisins – og gæta þess að henda ekki barninu út með baðvatninu. Það skiptir miklu að stjórnvöld styðjist við rannsóknir á sviði menntavísinda og leiði fræða- og fagsamfélagið saman með markvissum hætti. Menntarannsóknir hafa eflst mjög hér á landi undanfarin ár, og eitt sem einkennir slíkar rannsóknir er að þær eru alla jafna unnar í þéttri samvinnu við fagsamfélagið, stjórnendur, kennara og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi. Hvað er til ráða? Ástæða er til að hafa áhyggjur af hrakandi námsárangri og læsi íslenskra ungmenna. Sé rýnt í PISA skýrslur undanfarinna ára má sjá ákveðið stef í tillögum fræðafólks háskólans sem fjalla um niðurstöður og setja þær í samhengi við íslenskan veruleika. Íslenskan á undir högg að sækja, það þarf að stórefla útgáfu á vönduðu námsefni, nýta fjölbreytta kennsluhætti, byggja upp viðeigandi aðstöðu til náttúrufræðikennslu, fjölga kennurum með sérhæfingu í stærðfræðikennslu og stórauka bókasafnskost grunn- og framhaldsskóla. Bent hefur verið á mikilvægi þess að þróa nýja gerð samræmds námsmats. Ennfremur er lykilatriði að tryggja markvissa starfsþróun og símenntun kennara. Þá hafa sérfræðingar um árabil bent á að fjölga þurfi fagfólki innan skólanna sem vinna skipulega með vináttutengsl, samskipti og líðan nemenda. Allt þetta nám, formlega og óformlega, leggur grunninn að farsæld barnanna okkar og styrkir grunnstoðir samfélagsins. Hæfni til framtíðar Íslenskt menntakerfi býr yfir mikilvægum styrkleikum, þar á meðal góðu aðgengi að menntun, allt frá leikskóla upp í háskóla. Skapandi greinar, s.s. list- og verkgreinar, eru ennþá skyldugreinar í íslenskum grunnskólum og flest sveitarfélög hafa lagt auknar áherslur á skipulagt frístunda- og tómstundastarf. Tækifæri og sveigjanleiki er einnig styrkleiki íslenska menntakerfisins því í grunninn er gert ráð fyrir því að ungt fólk þroskist og að áhugasvið þeirra og hæfni geti breyst. Litið er á menntun sem ævilangt ferli, ekki er óalgengt að fólk á öllum aldri sæki sér framhaldsmenntun og skapi sér ný atvinnutækifæri. Síðustu árin hafa miklar stefnubreytingar orðið hjá Alþjóðlegu efnahagsstofnuninni (OECD) sem skipuleggur hið margrædda PISA próf. Stofnunin gaf út nýja menntastefnu árið 2018 þar sem þjóðir eru hvattar til að skipuleggja menntakerfi sem fóstra það sem kalla má „umbreytandi hæfni“ (e. transformative skills) í heimi þar sem gervigreind styður við lausn lífsverkefna okkar (OECD, 2018). Auk þess að kenna ungmennum að þekkja og skilja hugtök, menningu og samfélag, og kunna að nýta sér tæknina, ættu menntakerfi heims að styðja markvisst við líkamlega og andlega heilsu ungmenna. Þar að auki þroska með þeim ábyrgðartilfinningu, kenna þeim að ígrunda siðferðilegar áskoranir samtímans og stuðla að virkri þátttöku allra (OECD, 2019). Gæðamat á skólum þarf að taka mið af þessum heildstæðum markmiðum menntunar. Sama gildir um menntarannsóknir sem eru ákaflega fjölbreyttar, bæði í viðfangsefnum og aðferðafræði. Menntakvika fer fram dagana 26. og 27. september Í þessari viku fer fram árleg ráðstefna Menntavísindasviðs Háskóla Íslands þar sem menntamálin verða í deiglunni og kynntar nýjustu rannsóknir og þróunarverkefni tengd menntun og þróun skóla- og frístundastarfs. Meðal annars verður fjallað um ímyndunaraflið og nýsköpun í námi, gæði kennslu og læsi, listir og sköpun, farsæld og líðan barna, íþrótta- og tómstundastarf, heilsueflingu og virka þátttöku allra. Auk Háskóla Íslands, þá eru bakhjarlar ráðstefnunnar meðal annars Háskólinn á Akureyri, Kennarasamband Íslands, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, og Þroskaþjálfafélag Íslands. Opnunarmálstofa Menntakviku ber heitið Framtíð menntunar á tímum gervigreindar og fer fram í Hátíðarsal Háskóla Íslands í Aðalbyggingu fimmtudaginn kl. 13.00. Fjallað verður um hvernig gervigreind er að umbreyta námsumhverfinu og hvaða tækifæri og áskoranir fylgja þessari þróun. Þá verður einnig spurt hvað sé ábyrg notkun gervigreindar og hvaða mannlegu eiginleika verði að leggja rækt við á tímum örrar tækniþróunar. Á föstudeginum 27. september verða síðan haldin 210 erindi í 55 málstofum. Ég hvet alla áhugasama að nýta tækifærið til að kynna sér nýjustu rannsóknir og þróun á sviði menntunar, mæta á Menntakviku eða fylgjast með á netinu á www.menntakvika.hi.is. Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Heimildir: OECD. (2018). The future of education and skills: Education 2030: The future we want. https://www.oecd.org/education/2030-project/about/documents/E2030%20Position%20Paper%20(05.04.2018).pdf OECD. (2019). Learning compass 2030. https://www.oecd.org/education/2030-project/ teaching-and-learning/learning/learning-compass-2030/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skóla- og menntamál Háskólar Mest lesið Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Hilmar Þór Sigurjónsson Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir Skoðun Ósanngjörn byrði á landsbyggðarfólk Ingibjörg Ísaksen Skoðun Samræmd próf gegn stéttaskiptingu Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Bókun 35, 38 og tækifæri fyrir ungt fólk í Brussel Gunnar H. Garðarsson Skoðun Orð skulu standa Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Dúabíllinn og kraftur sköpunar Einar Mikael Sverrisson Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir skrifar Skoðun Bókun 35, 38 og tækifæri fyrir ungt fólk í Brussel Gunnar H. Garðarsson skrifar Skoðun Orð skulu standa Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Dúabíllinn og kraftur sköpunar Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Enginn er betri en þú – enginn er snjallari en þú Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Hilmar Þór Sigurjónsson skrifar Skoðun Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Samræmd próf gegn stéttaskiptingu Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Sameinandi afl í skotgröfunum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ósanngjörn byrði á landsbyggðarfólk Ingibjörg Ísaksen skrifar Skoðun VR og eldra fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Sjá meira
Í skólum landsins endurspeglast styrkleikar jafnt sem veikleikar íslensks samfélags. Það eru blikur á lofti í íslensku menntakerfi, og margir hafa lýst áhyggjum af stöðu mála. Mikilvægt er að greina sóknarfærin, fjalla opinskátt um bæði kosti og galla kerfisins – og gæta þess að henda ekki barninu út með baðvatninu. Það skiptir miklu að stjórnvöld styðjist við rannsóknir á sviði menntavísinda og leiði fræða- og fagsamfélagið saman með markvissum hætti. Menntarannsóknir hafa eflst mjög hér á landi undanfarin ár, og eitt sem einkennir slíkar rannsóknir er að þær eru alla jafna unnar í þéttri samvinnu við fagsamfélagið, stjórnendur, kennara og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi. Hvað er til ráða? Ástæða er til að hafa áhyggjur af hrakandi námsárangri og læsi íslenskra ungmenna. Sé rýnt í PISA skýrslur undanfarinna ára má sjá ákveðið stef í tillögum fræðafólks háskólans sem fjalla um niðurstöður og setja þær í samhengi við íslenskan veruleika. Íslenskan á undir högg að sækja, það þarf að stórefla útgáfu á vönduðu námsefni, nýta fjölbreytta kennsluhætti, byggja upp viðeigandi aðstöðu til náttúrufræðikennslu, fjölga kennurum með sérhæfingu í stærðfræðikennslu og stórauka bókasafnskost grunn- og framhaldsskóla. Bent hefur verið á mikilvægi þess að þróa nýja gerð samræmds námsmats. Ennfremur er lykilatriði að tryggja markvissa starfsþróun og símenntun kennara. Þá hafa sérfræðingar um árabil bent á að fjölga þurfi fagfólki innan skólanna sem vinna skipulega með vináttutengsl, samskipti og líðan nemenda. Allt þetta nám, formlega og óformlega, leggur grunninn að farsæld barnanna okkar og styrkir grunnstoðir samfélagsins. Hæfni til framtíðar Íslenskt menntakerfi býr yfir mikilvægum styrkleikum, þar á meðal góðu aðgengi að menntun, allt frá leikskóla upp í háskóla. Skapandi greinar, s.s. list- og verkgreinar, eru ennþá skyldugreinar í íslenskum grunnskólum og flest sveitarfélög hafa lagt auknar áherslur á skipulagt frístunda- og tómstundastarf. Tækifæri og sveigjanleiki er einnig styrkleiki íslenska menntakerfisins því í grunninn er gert ráð fyrir því að ungt fólk þroskist og að áhugasvið þeirra og hæfni geti breyst. Litið er á menntun sem ævilangt ferli, ekki er óalgengt að fólk á öllum aldri sæki sér framhaldsmenntun og skapi sér ný atvinnutækifæri. Síðustu árin hafa miklar stefnubreytingar orðið hjá Alþjóðlegu efnahagsstofnuninni (OECD) sem skipuleggur hið margrædda PISA próf. Stofnunin gaf út nýja menntastefnu árið 2018 þar sem þjóðir eru hvattar til að skipuleggja menntakerfi sem fóstra það sem kalla má „umbreytandi hæfni“ (e. transformative skills) í heimi þar sem gervigreind styður við lausn lífsverkefna okkar (OECD, 2018). Auk þess að kenna ungmennum að þekkja og skilja hugtök, menningu og samfélag, og kunna að nýta sér tæknina, ættu menntakerfi heims að styðja markvisst við líkamlega og andlega heilsu ungmenna. Þar að auki þroska með þeim ábyrgðartilfinningu, kenna þeim að ígrunda siðferðilegar áskoranir samtímans og stuðla að virkri þátttöku allra (OECD, 2019). Gæðamat á skólum þarf að taka mið af þessum heildstæðum markmiðum menntunar. Sama gildir um menntarannsóknir sem eru ákaflega fjölbreyttar, bæði í viðfangsefnum og aðferðafræði. Menntakvika fer fram dagana 26. og 27. september Í þessari viku fer fram árleg ráðstefna Menntavísindasviðs Háskóla Íslands þar sem menntamálin verða í deiglunni og kynntar nýjustu rannsóknir og þróunarverkefni tengd menntun og þróun skóla- og frístundastarfs. Meðal annars verður fjallað um ímyndunaraflið og nýsköpun í námi, gæði kennslu og læsi, listir og sköpun, farsæld og líðan barna, íþrótta- og tómstundastarf, heilsueflingu og virka þátttöku allra. Auk Háskóla Íslands, þá eru bakhjarlar ráðstefnunnar meðal annars Háskólinn á Akureyri, Kennarasamband Íslands, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, og Þroskaþjálfafélag Íslands. Opnunarmálstofa Menntakviku ber heitið Framtíð menntunar á tímum gervigreindar og fer fram í Hátíðarsal Háskóla Íslands í Aðalbyggingu fimmtudaginn kl. 13.00. Fjallað verður um hvernig gervigreind er að umbreyta námsumhverfinu og hvaða tækifæri og áskoranir fylgja þessari þróun. Þá verður einnig spurt hvað sé ábyrg notkun gervigreindar og hvaða mannlegu eiginleika verði að leggja rækt við á tímum örrar tækniþróunar. Á föstudeginum 27. september verða síðan haldin 210 erindi í 55 málstofum. Ég hvet alla áhugasama að nýta tækifærið til að kynna sér nýjustu rannsóknir og þróun á sviði menntunar, mæta á Menntakviku eða fylgjast með á netinu á www.menntakvika.hi.is. Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Heimildir: OECD. (2018). The future of education and skills: Education 2030: The future we want. https://www.oecd.org/education/2030-project/about/documents/E2030%20Position%20Paper%20(05.04.2018).pdf OECD. (2019). Learning compass 2030. https://www.oecd.org/education/2030-project/ teaching-and-learning/learning/learning-compass-2030/
Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun