Fortnite er aðalleikurinn Þórarinn Þórarinsson skrifar 26. september 2024 14:38 Félagarnir úr Breiðabliki sigruðu í tvíliðaleik yngri flokks í Fortnite á Ungmennamóti RÍSÍ um helgina. „Þetta var frekar tæpt sko,“ segir Filip Kosta um 1. sætið sem þeir Tómas Hrafn Gunnarsson, félagi hans úr Breiðabliki, náðu í tvíliðaleik í Fortnite í flokki 8-12 ára á ungmennamótinu sem haldið var í Arena um helgina. Strákarnir kepptu báða dagana og eru sammála um að mikið stuð hafi verið á mótinu og mjög gaman þótt taugarnar hafi verið orðnar þandar undir það síðasta. „Maður verður ógeðslega stressaður þegar þetta er orðið tæpt,“ segir Filip og Tómas tekur heils hugar undir. Allt hafðist þetta líka hjá þeim á endanum og Filip segir aðspurður að þeir séu býsna góðir saman. Þeir séu samstilltir og þekki vel inn á spilamennsku hvor annars. Þegar félagarnir eru spurðir út í nánustu framtíðaráform stendur heldur ekki á svörum. Þeir ætla að halda áfram að æfa saman, verða enn betri í Fortnite og að sjálfsögðu halda áfram að keppa saman. Filip segist vera búinn að æfa í eitthvað í kringum tvö ár með Breiðabliki og hann hélt heiðri síns félags svo sannarlega á lofti á mótinu þar sem hann stóð einnig uppi sem sigurvegari í einliðaleik í sama aldursflokki í Fortnite. Hann staðfestir síðan afdráttarlaust, kannski eins og við mátti búast, að Fortnite er aðalleikurinn hans en nefnir þó einnig Rocket League sérstaklega. „Þannig að ég keppti bara í Fortnite en ég spila sko alveg svaka marga aðra leiki,“ heldur Filip áfram og Tómas skýtur inn í: „Sama hér.“ Filip og Tómas voru mættir hressir á æfingu strax eftir góða helgi á Ungmennamótinu. En hvað er það við Fortnite sem gerir hann svona skemmtilegan? „Bara hvernig maður getur byggt og þannig og líka hvað það eru margir að spila leikinn. Svo er skemmtilegt að keppa á mótum.“ Er samt ekki svolítið erfitt að byggja í leiknum? „Kannski stundum en maður getur sleppt því. Maður þarf ekki endilega að byggja en stundum verður maður eiginlega að gera það.“ Filip segist aðspurður fylgjast með keppninni í Fortnite í ELKO-Deildinni og hann væri alveg til í að keppa þar. „Já, ég hef bara ekki haft tíma til að keppa í henni.“ Strákarnir benda síðan á að þetta snúist um miklu meira en bara að spila tölvuleiki því mikið líf og félagsskapur séu í kringum æfingarnar og rafíþróttirnar þar sem þeir geti líka kynnst öðrum krökkum. „Það er til dæmis einn sem æfir í FH sem ég hitti þegar við kepptum á móti og við erum búnir að spila frekar oft saman,“ segir Filip. Rafíþróttir Tengdar fréttir Mikið fjör á fjölmennu ungmennamóti „Þetta var mikið fjör og rosalega skemmtilegt,“ segir Atli Már Guðfinnsson, verkefnastjóri hjá Rafíþróttasambandi Íslands, um KIA Ungmennamótið sem fór fram í Arena, þjóðarleikvangi rafíþrótta á Íslandi, um helgina. 25. september 2024 09:20 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Strákarnir kepptu báða dagana og eru sammála um að mikið stuð hafi verið á mótinu og mjög gaman þótt taugarnar hafi verið orðnar þandar undir það síðasta. „Maður verður ógeðslega stressaður þegar þetta er orðið tæpt,“ segir Filip og Tómas tekur heils hugar undir. Allt hafðist þetta líka hjá þeim á endanum og Filip segir aðspurður að þeir séu býsna góðir saman. Þeir séu samstilltir og þekki vel inn á spilamennsku hvor annars. Þegar félagarnir eru spurðir út í nánustu framtíðaráform stendur heldur ekki á svörum. Þeir ætla að halda áfram að æfa saman, verða enn betri í Fortnite og að sjálfsögðu halda áfram að keppa saman. Filip segist vera búinn að æfa í eitthvað í kringum tvö ár með Breiðabliki og hann hélt heiðri síns félags svo sannarlega á lofti á mótinu þar sem hann stóð einnig uppi sem sigurvegari í einliðaleik í sama aldursflokki í Fortnite. Hann staðfestir síðan afdráttarlaust, kannski eins og við mátti búast, að Fortnite er aðalleikurinn hans en nefnir þó einnig Rocket League sérstaklega. „Þannig að ég keppti bara í Fortnite en ég spila sko alveg svaka marga aðra leiki,“ heldur Filip áfram og Tómas skýtur inn í: „Sama hér.“ Filip og Tómas voru mættir hressir á æfingu strax eftir góða helgi á Ungmennamótinu. En hvað er það við Fortnite sem gerir hann svona skemmtilegan? „Bara hvernig maður getur byggt og þannig og líka hvað það eru margir að spila leikinn. Svo er skemmtilegt að keppa á mótum.“ Er samt ekki svolítið erfitt að byggja í leiknum? „Kannski stundum en maður getur sleppt því. Maður þarf ekki endilega að byggja en stundum verður maður eiginlega að gera það.“ Filip segist aðspurður fylgjast með keppninni í Fortnite í ELKO-Deildinni og hann væri alveg til í að keppa þar. „Já, ég hef bara ekki haft tíma til að keppa í henni.“ Strákarnir benda síðan á að þetta snúist um miklu meira en bara að spila tölvuleiki því mikið líf og félagsskapur séu í kringum æfingarnar og rafíþróttirnar þar sem þeir geti líka kynnst öðrum krökkum. „Það er til dæmis einn sem æfir í FH sem ég hitti þegar við kepptum á móti og við erum búnir að spila frekar oft saman,“ segir Filip.
Rafíþróttir Tengdar fréttir Mikið fjör á fjölmennu ungmennamóti „Þetta var mikið fjör og rosalega skemmtilegt,“ segir Atli Már Guðfinnsson, verkefnastjóri hjá Rafíþróttasambandi Íslands, um KIA Ungmennamótið sem fór fram í Arena, þjóðarleikvangi rafíþrótta á Íslandi, um helgina. 25. september 2024 09:20 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Mikið fjör á fjölmennu ungmennamóti „Þetta var mikið fjör og rosalega skemmtilegt,“ segir Atli Már Guðfinnsson, verkefnastjóri hjá Rafíþróttasambandi Íslands, um KIA Ungmennamótið sem fór fram í Arena, þjóðarleikvangi rafíþrótta á Íslandi, um helgina. 25. september 2024 09:20