Áfanginn var tryggður eftir 4-1 tap gegn Detroit Tigers. Alls hefur liðið nú spilað 160 leiki á tímabilinu, unnið 39 og tapað 121.
„Þetta er ekki tímabilið sem við vildum,“ sagði Grady Sizemore eftir tapið gegn Detroit. Sizemore var tímabundið ráðinn þjálfari liðsins eftir að Pedro Grifol var rekinn í ágúst.
„Þetta er augljóslega ömurlegt,“ sagði kastarinn Garrett Crochet eftir tapið.
Um síðustu helgi jafnaði liðið met New York Mets frá 1962 þegar það tapaði sínum 120. leik á tímabilinu. Ótrúlegt en satt þá mætti gríðarlegur fjöldi á næstu leiki liðsins til að sjá það verða tryggja nafnbótina „lélegasta lið sögunnar.“
White Sox unnu hins þrjá leiki í röð gegn Los Angeles Angels en tapaði á endanum fyrir Detroit og tryggði sér með nafnbótina.
Look right here, we’re just going to wipe away your memory… pic.twitter.com/DaPWBU9LWI
— Chicago White Sox (@whitesox) September 28, 2024
Liðið er nú lélegasa lið í sögu þeirrar MLB-deildar sem við þekkjum í dag. Árið 1899 töpuðu Cleveland Spiders 134 af 154 leikjum sínum en árið eftir var það sem miðað er við þegar talað er um MLB-deildina í dag.