Bankar gegn þjóð Bjarni Jónsson skrifar 29. september 2024 09:35 Mörgum var brugðið þegar Arion banki tilkynnti að eigendur bankans hefðu ákveðið að hækka ávöxtunarkröfu sína og því yrði bankinn að hækka vexti íbúðalána, þrátt fyrir óbreytta stýrivexti. Með öðrum orðum, sækja meira fé í vasa viðskiptavina sinna. Sama gerði Íslandsbanki og nú Landsbankinn sem er í eigu þjóðarinnar. Methagnaður stóru bankanna Í fyrra skiluðu stóru bankarnir þrír 83,5 milljarða hagnaði, þeim mesta frá hruni sem voru að uppistöðu vaxtatekjur. Hagnaður Arion banka á árinu 2023 nam 25,7 milljörðum króna og var eigendum greiddur um þrettán milljarða króna arður. Í júní var hagnaður bankans vegna fyrri hluta ársins kominn í 9,9 milljarða. Þjóð í greipum fákeppni á bankamarkaði Á sama tíma berst þorri viðskiptavina bankans, sem hefur þar húsnæðislán, í bökkum vegna verðbólgu og hárra vaxta. Hjá mörgum losna samningar um óverðtryggð húsnæðislán um næstu mánaðarmót sem mun valda stökkbreytingu á afborgunum með tilheyrandi forsendubresti og greiðsluerfiðleikum. Margir til viðbótar munu verða neyddir í verðtryggð lán á afarkostum til að halda niðri greiðslubyrði og komast af. Þetta eru gríðarlega miklar hækkanir á skömmum tíma án réttlætingar. Á þjóð í greipum fákeppni á bankamarkaði. Nú væri gott að við ættum ennþá fleiri og öflugri sparisjóði, en stóru viðskiptabankarnir komust upp með að drepa þá flesta af sér og yfirtaka. Banki í eigu þjóðarinnar Arion banki steig fyrstur fram gegn viðskiptavinum sínum, næst kom Íslandsbanki sem enn er að hluta í eigu allra landsmanna. Að endingu kom að Landsbankanum, sem er í sameiginlegri eigu þjóðarinnar. Slóst þjóðin þannig í hóp þeirra eigenda bankanna sem hækka arðsemiskröfu sína og vexti til að hafa meira fé af fólki sem ekki getur leitað annað og sætir sameiginlegum afarkostum stóru bankanna. Þeir sem fara með hlut þjóðarinnar bera hér ábyrgð. Þingnefnd rannsaki stóru viðskiptabankana Þessar vaxtahækkanir hjá stóru bönkunum með litlu millibili vekja upp ýmsar spurningar og tímabært að þingið láti sig þetta varða. Hér þarf samkeppniseftirlitið einnig að stíga inn og efnahags- og viðskiptaráðherra. Þá þurfa stjórnvöld að hysja upp um sig við innleiðingu EES tilskipana um neytendavernd og fjármálaþjónustu, en á engu sviði er frammistaðan verri en þar. Afarkostir Þjóðin stendur frammi fyrir afarkostum og hefur ekkert annað að leita, þegar stóru bankarnir þrír, þar á meðal þeirra eigin banki, Landsbankinn, hækka vexti útlána á sama tíma án þess að aðstæður hafi breyst aðrar en að bankarnir vilji taka meira til sín og skila enn meiri hagnaði til eigenda sinna. Á sama tíma berst stór hluti lántakenda sem aldrei fyrr í bökkum að láta enda ná saman vegna stökkbreyttra hækkana afborgana húsnæðislána. Þessi framganga nú er ekki bara vafasöm heldur vart siðleg. Það er svo sérstaklega gagnrýnivert að banka í eigu þjóðarinnar skuli vera beitt með þessum hætti gegn eigendum sínu Höfundur er Alþingismaður og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Jónsson Fjármálafyrirtæki Vinstri græn Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Sjá meira
Mörgum var brugðið þegar Arion banki tilkynnti að eigendur bankans hefðu ákveðið að hækka ávöxtunarkröfu sína og því yrði bankinn að hækka vexti íbúðalána, þrátt fyrir óbreytta stýrivexti. Með öðrum orðum, sækja meira fé í vasa viðskiptavina sinna. Sama gerði Íslandsbanki og nú Landsbankinn sem er í eigu þjóðarinnar. Methagnaður stóru bankanna Í fyrra skiluðu stóru bankarnir þrír 83,5 milljarða hagnaði, þeim mesta frá hruni sem voru að uppistöðu vaxtatekjur. Hagnaður Arion banka á árinu 2023 nam 25,7 milljörðum króna og var eigendum greiddur um þrettán milljarða króna arður. Í júní var hagnaður bankans vegna fyrri hluta ársins kominn í 9,9 milljarða. Þjóð í greipum fákeppni á bankamarkaði Á sama tíma berst þorri viðskiptavina bankans, sem hefur þar húsnæðislán, í bökkum vegna verðbólgu og hárra vaxta. Hjá mörgum losna samningar um óverðtryggð húsnæðislán um næstu mánaðarmót sem mun valda stökkbreytingu á afborgunum með tilheyrandi forsendubresti og greiðsluerfiðleikum. Margir til viðbótar munu verða neyddir í verðtryggð lán á afarkostum til að halda niðri greiðslubyrði og komast af. Þetta eru gríðarlega miklar hækkanir á skömmum tíma án réttlætingar. Á þjóð í greipum fákeppni á bankamarkaði. Nú væri gott að við ættum ennþá fleiri og öflugri sparisjóði, en stóru viðskiptabankarnir komust upp með að drepa þá flesta af sér og yfirtaka. Banki í eigu þjóðarinnar Arion banki steig fyrstur fram gegn viðskiptavinum sínum, næst kom Íslandsbanki sem enn er að hluta í eigu allra landsmanna. Að endingu kom að Landsbankanum, sem er í sameiginlegri eigu þjóðarinnar. Slóst þjóðin þannig í hóp þeirra eigenda bankanna sem hækka arðsemiskröfu sína og vexti til að hafa meira fé af fólki sem ekki getur leitað annað og sætir sameiginlegum afarkostum stóru bankanna. Þeir sem fara með hlut þjóðarinnar bera hér ábyrgð. Þingnefnd rannsaki stóru viðskiptabankana Þessar vaxtahækkanir hjá stóru bönkunum með litlu millibili vekja upp ýmsar spurningar og tímabært að þingið láti sig þetta varða. Hér þarf samkeppniseftirlitið einnig að stíga inn og efnahags- og viðskiptaráðherra. Þá þurfa stjórnvöld að hysja upp um sig við innleiðingu EES tilskipana um neytendavernd og fjármálaþjónustu, en á engu sviði er frammistaðan verri en þar. Afarkostir Þjóðin stendur frammi fyrir afarkostum og hefur ekkert annað að leita, þegar stóru bankarnir þrír, þar á meðal þeirra eigin banki, Landsbankinn, hækka vexti útlána á sama tíma án þess að aðstæður hafi breyst aðrar en að bankarnir vilji taka meira til sín og skila enn meiri hagnaði til eigenda sinna. Á sama tíma berst stór hluti lántakenda sem aldrei fyrr í bökkum að láta enda ná saman vegna stökkbreyttra hækkana afborgana húsnæðislána. Þessi framganga nú er ekki bara vafasöm heldur vart siðleg. Það er svo sérstaklega gagnrýnivert að banka í eigu þjóðarinnar skuli vera beitt með þessum hætti gegn eigendum sínu Höfundur er Alþingismaður og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar