Lægsta raforkuverð heimila í Evrópu Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar 1. október 2024 10:01 Raforkukostnaður heimila á Íslandi árið 2023 var sá lægsti í Evrópu að teknu tilliti til verðlags. Til þess að aukin samkeppni um raforku hafi þau áhrif að raforkuverð heimila fjórfaldist, líkt og varpað hefur verið fram í umræðu hér á landi, þyrfti raforkuverð í smásölu að ellefufaldast. Íslensk heimili, sem búa við lokað, 100% endurnýjanlegt raforkukerfi, njóta verndar frá skammtímasveiflum í raforkuverði, sem hafa valdið t.d. frændum okkar á hinum Norðurlöndunum vandræðum. Skipulagður viðskiptavettvangur raforku tók til starfa á vormánuðum 2024 og hafa niðurstöður markaðsviðskipta með raforku á Íslandi nú verið opinberar öllum í um hálft ár. Það er mikið framfaraskref að allir geti nú séð verð á raforku í heildsölu. Áhyggjur hafa vaknað um að raforkumarkaðir leiði til mikillar hækkunar á raforkuverði til heimila á Íslandi. Það eru eðlilegar áhyggjur, bæði út frá reynslu nágrannaþjóða og vegna þess að ekkert regluverk er í gildi sem verndar heimili frá verðsamkeppni við stórnotendur raforku. Því er möguleiki að samkeppni um raforku, sérstaklega þar sem nýtt framboð raforku er nú takmarkað, leiði til þess að raforkuverð hækki. Raforkan sjálf 30% af reikningnum Mikilvægt er þó að slíkar hækkanir séu skoðaðar í samhengi og að haft sé í huga að kostnaður heimila við raforku skiptist í þrjá flokka: Í fyrsta lagi er það kostnaður við raforkuna sjálfa, í öðru lagi kostnaður við flutning og dreifingu og í þriðja lagi eru það opinber gjöld. Samkvæmt samantekt Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, er kostnaður við raforkuna sjálfa um 30% af heildarreikningi heimila á Íslandi, kostnaður við flutning og dreifingu um 50% og opinber gjöld um 20%. Því ráðast einungis 30% af raforkuverði heimila af lögmálum framboðs og eftirspurnar á markaði. En hefur rafmagnsreikningurinn hækkað verulega á sl. árum? Meðal heimili á Íslandi greiddi um 2.700 kr. á mánuði fyrir rafmagnið sjálft í fyrra, um 4.400 kr. fyrir dreifingu og flutning og um 1.900 kr. í opinber gjöld. Milli áranna 2017 og 2023 lækkaði dreifingarkostnaður um 12% að raunvirði skv. greiningu EFLU á þróun raforkuverðs og lægsta verð sem heimilum bauðst að kaupa rafmagnið á lækkaði um 26% að raunvirði. Íslensk heimili búa við lægsta raforkukostnað heimila í Evrópu að teknu tilliti til verðlags. Dreifingarkostnaður er sá 5. lægsti meðal þeirra 35 ríkja sem gögn Eurostat ná til og skattar og opinber gjöld 8. lægst. Fyrirsjáanleikinn verndar heimilin Því hefur verið haldið fram að aukin samkeppni um raforku geti leitt til þess að raforkuverð til íslenskra heimila fjórfaldist. Til að það gerðist þyrfti verð á raforkunni sjálfri að ellefufaldast frá núverandi gildi. Öðrum kostnaðarliðum heimila við raforku, sem eru 70% af heildarreikningnum, er alfarið stjórnað af hinu opinbera í gegnum opinber gjöld og tekjumörk dreifiveitna og flutningsfyrirtækis. Stærstur hluti raforkuviðskipta á Íslandi er í formi framvirkra viðskipta þar sem raforkuverð fyrir heimili er tryggt mánuði og ár fram í tímann. Slíkur fyrirsjáanleiki er mikilvægur fyrir rekstur í lokuðu, 100% endurnýjanlegu raforkukerfi. Það hefur jafnframt þann kost að heimili á Íslandi eru vernduð frá skammtímasveiflum í raforkuverði. Þau búa við annan veruleika en t.d. heimili á Norðurlöndum þar sem verðsveiflur á gasi valda reglulega sveiflum á raforkuverði. Tilkoma raforkumarkaðar er framfaraskref og eykur gagnsæi í verðmyndun. Raforkuverð til heimila á Íslandi er lágt og stöðugt í alþjóðlegum samanburði og við höfum allar forsendur til að tryggja að svo verði áfram. Höfundur er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Raforkukostnaður heimila á Íslandi árið 2023 var sá lægsti í Evrópu að teknu tilliti til verðlags. Til þess að aukin samkeppni um raforku hafi þau áhrif að raforkuverð heimila fjórfaldist, líkt og varpað hefur verið fram í umræðu hér á landi, þyrfti raforkuverð í smásölu að ellefufaldast. Íslensk heimili, sem búa við lokað, 100% endurnýjanlegt raforkukerfi, njóta verndar frá skammtímasveiflum í raforkuverði, sem hafa valdið t.d. frændum okkar á hinum Norðurlöndunum vandræðum. Skipulagður viðskiptavettvangur raforku tók til starfa á vormánuðum 2024 og hafa niðurstöður markaðsviðskipta með raforku á Íslandi nú verið opinberar öllum í um hálft ár. Það er mikið framfaraskref að allir geti nú séð verð á raforku í heildsölu. Áhyggjur hafa vaknað um að raforkumarkaðir leiði til mikillar hækkunar á raforkuverði til heimila á Íslandi. Það eru eðlilegar áhyggjur, bæði út frá reynslu nágrannaþjóða og vegna þess að ekkert regluverk er í gildi sem verndar heimili frá verðsamkeppni við stórnotendur raforku. Því er möguleiki að samkeppni um raforku, sérstaklega þar sem nýtt framboð raforku er nú takmarkað, leiði til þess að raforkuverð hækki. Raforkan sjálf 30% af reikningnum Mikilvægt er þó að slíkar hækkanir séu skoðaðar í samhengi og að haft sé í huga að kostnaður heimila við raforku skiptist í þrjá flokka: Í fyrsta lagi er það kostnaður við raforkuna sjálfa, í öðru lagi kostnaður við flutning og dreifingu og í þriðja lagi eru það opinber gjöld. Samkvæmt samantekt Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, er kostnaður við raforkuna sjálfa um 30% af heildarreikningi heimila á Íslandi, kostnaður við flutning og dreifingu um 50% og opinber gjöld um 20%. Því ráðast einungis 30% af raforkuverði heimila af lögmálum framboðs og eftirspurnar á markaði. En hefur rafmagnsreikningurinn hækkað verulega á sl. árum? Meðal heimili á Íslandi greiddi um 2.700 kr. á mánuði fyrir rafmagnið sjálft í fyrra, um 4.400 kr. fyrir dreifingu og flutning og um 1.900 kr. í opinber gjöld. Milli áranna 2017 og 2023 lækkaði dreifingarkostnaður um 12% að raunvirði skv. greiningu EFLU á þróun raforkuverðs og lægsta verð sem heimilum bauðst að kaupa rafmagnið á lækkaði um 26% að raunvirði. Íslensk heimili búa við lægsta raforkukostnað heimila í Evrópu að teknu tilliti til verðlags. Dreifingarkostnaður er sá 5. lægsti meðal þeirra 35 ríkja sem gögn Eurostat ná til og skattar og opinber gjöld 8. lægst. Fyrirsjáanleikinn verndar heimilin Því hefur verið haldið fram að aukin samkeppni um raforku geti leitt til þess að raforkuverð til íslenskra heimila fjórfaldist. Til að það gerðist þyrfti verð á raforkunni sjálfri að ellefufaldast frá núverandi gildi. Öðrum kostnaðarliðum heimila við raforku, sem eru 70% af heildarreikningnum, er alfarið stjórnað af hinu opinbera í gegnum opinber gjöld og tekjumörk dreifiveitna og flutningsfyrirtækis. Stærstur hluti raforkuviðskipta á Íslandi er í formi framvirkra viðskipta þar sem raforkuverð fyrir heimili er tryggt mánuði og ár fram í tímann. Slíkur fyrirsjáanleiki er mikilvægur fyrir rekstur í lokuðu, 100% endurnýjanlegu raforkukerfi. Það hefur jafnframt þann kost að heimili á Íslandi eru vernduð frá skammtímasveiflum í raforkuverði. Þau búa við annan veruleika en t.d. heimili á Norðurlöndum þar sem verðsveiflur á gasi valda reglulega sveiflum á raforkuverði. Tilkoma raforkumarkaðar er framfaraskref og eykur gagnsæi í verðmyndun. Raforkuverð til heimila á Íslandi er lágt og stöðugt í alþjóðlegum samanburði og við höfum allar forsendur til að tryggja að svo verði áfram. Höfundur er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun