Það er töff að vera sauðfjárbóndi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. október 2024 20:05 Bikar og glæsileg verðlaun voru veitt í einstökum flokkum. Hér eru það gimbrarnar með eigendum sínum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íslenska sauðkindin er í mikilli sókn um þessar mundir ef marka má áhuga fólks á viðburðum þar sem hún er til sýnis eins og fjárlitasýningu í Rangárþingi ytra. Það er greinilega mikil stemming fyrir sauðfé og öllu í kringum sauðfjárbúskap ef marka má aðsókn gesta um síðustu helgi á opið hús á fjárlitasýningu á bænum Árbæjarhjáleigu í Rangárþingi ytra á vegum fjárræktarfélagsins Lits. Sérstakir dómarar sáu um að þukla féð og dæma það og voru að sjálfsögðu veitt verðlaun fyrir fallegustu lömbin og þau litfegurstu. „Þetta gefur lífinu gildi. Það er mikill áhugi fyrir íslensku sauðkindinni og gaman að vera í kringum skepnurnar með barnabörnum og öllu fólkinu, þetta er bara mjög gaman,” segir Magnea Bjarnadóttir sauðfjárbóndi í Ásamýri. „Þetta er alltaf jafn gaman og að halda í kindurnar og horfa á dómarana dæma,” segir Sumarliði Erlendsson frá Skarði í Landsveit. En er eitthvað töff við að vera sauðfjárbóndi? „Ég myndi segja það, það er töff, Já, mjög töff,” bætir Sumarliði við. Dómararnir og ritarinn að störfum á fjárlitasýningunni í Árbæjarhjáleigu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Kristinn Guðnason í Árbæjarhjáleigu var kynnir dagsins. Hver er upp á halds liturinn hans þegar íslenska sauðkindin er annars vegar? „Mér finnst voðalega fallegt vel grátt, já, svo eru svona alls lags afbrigði af þessu, sem eru falleg eins og móflekkótt, morbíldótt, mórautt, fallega mórautt fé er mjög fallegt,” segir Kristinn alsæll með daginn. „Þetta er orðið mjög fjölbreytt og svo hefur gerðin batnað rosalega mikið á mislita fénu þannig að fólk getur alveg orðið ræktað mislit fé til slátrunar alveg til samræmis við hvítt fé,” segir Guðlaugur H. Kristmundsson, formaður Fjárræktarfélagsins Lits. Ingvar Pétur Guðbjörnsson (t.v.) tók þátt í fjárlitasýningunni með fé frá sér en hann er hér ásamt Guðlaugi H. Kristmundssyni, formanni Fjárræktarfélagsins Lits.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er svakalega mikill áhugi á kindinni, maður sér það best á svona dögum hvað það eru margir, sem sýna þessu áhuga,” segir Jóhanna Hlöðversdóttir, sauðfjárbóndi á bænum Hellum. En hvað er það að gefa Jóhönnu að vera sauðfjárbóndi? „Það gefur mér tengingu við náttúruna, það gefur uppbyggingu á landi og þetta að getað ræktað, sem sagt ræktað landið mitt, ræktað jörðina mína og að geta kynnt börnunum mínum fyrir náttúrunni og fyrir því hvernig það er að alast upp í kringum dýr,” segir Jóhanna. Fjöldi fólks mætti á fjárlitasýninguna, sem sýnir hvað það er mikill áhugi á íslenska sauðkindinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Landbúnaður Sauðfé Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Sjá meira
Það er greinilega mikil stemming fyrir sauðfé og öllu í kringum sauðfjárbúskap ef marka má aðsókn gesta um síðustu helgi á opið hús á fjárlitasýningu á bænum Árbæjarhjáleigu í Rangárþingi ytra á vegum fjárræktarfélagsins Lits. Sérstakir dómarar sáu um að þukla féð og dæma það og voru að sjálfsögðu veitt verðlaun fyrir fallegustu lömbin og þau litfegurstu. „Þetta gefur lífinu gildi. Það er mikill áhugi fyrir íslensku sauðkindinni og gaman að vera í kringum skepnurnar með barnabörnum og öllu fólkinu, þetta er bara mjög gaman,” segir Magnea Bjarnadóttir sauðfjárbóndi í Ásamýri. „Þetta er alltaf jafn gaman og að halda í kindurnar og horfa á dómarana dæma,” segir Sumarliði Erlendsson frá Skarði í Landsveit. En er eitthvað töff við að vera sauðfjárbóndi? „Ég myndi segja það, það er töff, Já, mjög töff,” bætir Sumarliði við. Dómararnir og ritarinn að störfum á fjárlitasýningunni í Árbæjarhjáleigu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Kristinn Guðnason í Árbæjarhjáleigu var kynnir dagsins. Hver er upp á halds liturinn hans þegar íslenska sauðkindin er annars vegar? „Mér finnst voðalega fallegt vel grátt, já, svo eru svona alls lags afbrigði af þessu, sem eru falleg eins og móflekkótt, morbíldótt, mórautt, fallega mórautt fé er mjög fallegt,” segir Kristinn alsæll með daginn. „Þetta er orðið mjög fjölbreytt og svo hefur gerðin batnað rosalega mikið á mislita fénu þannig að fólk getur alveg orðið ræktað mislit fé til slátrunar alveg til samræmis við hvítt fé,” segir Guðlaugur H. Kristmundsson, formaður Fjárræktarfélagsins Lits. Ingvar Pétur Guðbjörnsson (t.v.) tók þátt í fjárlitasýningunni með fé frá sér en hann er hér ásamt Guðlaugi H. Kristmundssyni, formanni Fjárræktarfélagsins Lits.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er svakalega mikill áhugi á kindinni, maður sér það best á svona dögum hvað það eru margir, sem sýna þessu áhuga,” segir Jóhanna Hlöðversdóttir, sauðfjárbóndi á bænum Hellum. En hvað er það að gefa Jóhönnu að vera sauðfjárbóndi? „Það gefur mér tengingu við náttúruna, það gefur uppbyggingu á landi og þetta að getað ræktað, sem sagt ræktað landið mitt, ræktað jörðina mína og að geta kynnt börnunum mínum fyrir náttúrunni og fyrir því hvernig það er að alast upp í kringum dýr,” segir Jóhanna. Fjöldi fólks mætti á fjárlitasýninguna, sem sýnir hvað það er mikill áhugi á íslenska sauðkindinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Landbúnaður Sauðfé Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Sjá meira