Allt sem þú vilt vita um dánaraðstoð Bjarni Jónsson skrifar 1. október 2024 08:31 Dánaraðstoð hefur í mörgum löndum verið viðurkennd sem mannréttindaúrræði sem virðir vilja og sjálfsákvörðunarrétt einstaklingsins. Sviss leyfði dánaraðstoð árið 1937, Holland fylgdi árið 2002 og Kanada árið 2016. Þótt ofangreind lönd hafi mismunandi menningarlegan og samfélagslegan bakgrunn, er grundvallarhugmyndin alls staðar sú sama: virðing fyrir sjálfsákvörðunarrétti einstaklingsins og rétti hans til að deyja á eigin forsendum, að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Þegar rætt er um mögulega lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi vakna margar spurningar og vangaveltur. Hér eru nokkrar af þeim algengustu: Ef dánaraðstoð verður lögleidd á Íslandi… „… mun hún þá verða notuð sem úrræði fyrir aðstandendur til að komast undan umönnunarbyrði?” Þetta er óraunhæft áhyggjuefni. Í löndum eins og Sviss, Hollandi og Kanada er lögð sérstök áhersla á að dánaraðstoð sé aðeins veitt einstaklingi sem hefur sjálfur tekið sjálfstæða og upplýsta ákvörðun, án nokkurs þrýstings frá aðstandendum. „…er þá ekki hætta á að fatlað fólk verði undir þrýstingi til að óska eftir dánaraðstoð til að það sé ekki fyrir?” Í löndum þar sem dánaraðstoð er lögleidd er mikil áhersla lögð á að vernda réttindi fatlaðra einstaklinga. Dánaraðstoð er aðeins veitt fólki sem þjáist af ólæknandi sjúkdómum sem valda óbærilegum sársauka eða lífsgæðum sem eru með öllu óbærileg. Fatlaðir einstaklingar sem ekki búa við slíkt ástand hafa því ekki rétt á dánaraðstoð. Strangt eftirlit er til staðar til að tryggja að enginn verði undir þrýstingi. „…gæti eldra fólk orðið fyrir þrýstingi til að óska eftir dánaraðstoð til að spara opinbert fé?” Sumir óttast að dánaraðstoð verði misnotuð til að draga úr kostnaði í heilbrigðiskerfinu, sérstaklega þegar kemur að umönnun aldraðra. En rannsóknir frá löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð sýna að þessar áhyggjur eru ekki á rökum reistar. Hvergi hafa komið fram vísbendingar um kerfisbundinn þrýsting á aldraða einstaklinga til að spara kostnað. “…mun það þá leiða til þess að flýtt verði fyrir andláti veikra einstaklinga til að draga úr kostnaði í heilbrigðiskerfinu?” Dánaraðstoð er hugsuð sem mannúðarúrræði fyrir fólk sem þjáist af óbærilegum kvölum, og ekki sem tæki til að spara fjármuni í heilbrigðiskerfinu. Í öllum löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð eru í gildi ströng skilyrði, sem fela meðal annars í sér kröfur um ítarlegt mat frá fleiri en einum lækni til að tryggja að ákvörðunin sé bæði lögmæt og byggð á vilja einstaklingsins. Það þarf einnig að sýna fram á að þjáning viðkomandi sé óbærileg og ekki hægt að bæta með öðrum hætti. “…opnar það þá ekki á að hver sem er geti óskað eftir dánaraðstoð?” Dánaraðstoð er ekki lausn sem boðin er hverjum sem er. Það er ekki nægilegt að vilja deyja; einstaklingurinn þarf að uppfylla mjög ströng skilyrði. Í öllum löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð eru strangar reglur og eftirlit til að tryggja að aðeins þeir sem uppfylla þessi skilyrði fái úrræðið. Sem dæmi má nefna að í Hollandi hafa aðeins verið fimm dómsmál vegna gruns um misferli við framkvæmd dánaraðstoðar á síðustu 22 árum, af yfir 100.000 tilfellum. Engin þeirra mála leiddu í ljós brot á lögum eða reglum. Svarið við þessum spurningum er því einfaldlega: NEI. Það er mikilvægt að Íslendingar kynni sér reynslu annarra landa af dánaraðstoð, svo hægt sé að taka upplýsta ákvörðun um málið. Þeir munu fá tækifæri til þess á málþingi sem Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð, og Endurmenntun Háskóla Íslands standa fyrir 18. október næstkomandi. Þar munu frummælendur frá Sviss, Kanada og Hollandi svara spurningum sem vakna í umræðunni um þetta mikilvæga mál. Dagskráin er aðgengileg á https://endurmenntun.is/namskeid/16085/danaradstod-reynsla-annarra-landa/302374 Höfundur er stjórnarmaður í Lífsvirðingu, félagi um dánaraðstoð. Hægt er að kynna sér starf félagsins á www.lifsvirding.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dánaraðstoð Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Dánaraðstoð hefur í mörgum löndum verið viðurkennd sem mannréttindaúrræði sem virðir vilja og sjálfsákvörðunarrétt einstaklingsins. Sviss leyfði dánaraðstoð árið 1937, Holland fylgdi árið 2002 og Kanada árið 2016. Þótt ofangreind lönd hafi mismunandi menningarlegan og samfélagslegan bakgrunn, er grundvallarhugmyndin alls staðar sú sama: virðing fyrir sjálfsákvörðunarrétti einstaklingsins og rétti hans til að deyja á eigin forsendum, að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Þegar rætt er um mögulega lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi vakna margar spurningar og vangaveltur. Hér eru nokkrar af þeim algengustu: Ef dánaraðstoð verður lögleidd á Íslandi… „… mun hún þá verða notuð sem úrræði fyrir aðstandendur til að komast undan umönnunarbyrði?” Þetta er óraunhæft áhyggjuefni. Í löndum eins og Sviss, Hollandi og Kanada er lögð sérstök áhersla á að dánaraðstoð sé aðeins veitt einstaklingi sem hefur sjálfur tekið sjálfstæða og upplýsta ákvörðun, án nokkurs þrýstings frá aðstandendum. „…er þá ekki hætta á að fatlað fólk verði undir þrýstingi til að óska eftir dánaraðstoð til að það sé ekki fyrir?” Í löndum þar sem dánaraðstoð er lögleidd er mikil áhersla lögð á að vernda réttindi fatlaðra einstaklinga. Dánaraðstoð er aðeins veitt fólki sem þjáist af ólæknandi sjúkdómum sem valda óbærilegum sársauka eða lífsgæðum sem eru með öllu óbærileg. Fatlaðir einstaklingar sem ekki búa við slíkt ástand hafa því ekki rétt á dánaraðstoð. Strangt eftirlit er til staðar til að tryggja að enginn verði undir þrýstingi. „…gæti eldra fólk orðið fyrir þrýstingi til að óska eftir dánaraðstoð til að spara opinbert fé?” Sumir óttast að dánaraðstoð verði misnotuð til að draga úr kostnaði í heilbrigðiskerfinu, sérstaklega þegar kemur að umönnun aldraðra. En rannsóknir frá löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð sýna að þessar áhyggjur eru ekki á rökum reistar. Hvergi hafa komið fram vísbendingar um kerfisbundinn þrýsting á aldraða einstaklinga til að spara kostnað. “…mun það þá leiða til þess að flýtt verði fyrir andláti veikra einstaklinga til að draga úr kostnaði í heilbrigðiskerfinu?” Dánaraðstoð er hugsuð sem mannúðarúrræði fyrir fólk sem þjáist af óbærilegum kvölum, og ekki sem tæki til að spara fjármuni í heilbrigðiskerfinu. Í öllum löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð eru í gildi ströng skilyrði, sem fela meðal annars í sér kröfur um ítarlegt mat frá fleiri en einum lækni til að tryggja að ákvörðunin sé bæði lögmæt og byggð á vilja einstaklingsins. Það þarf einnig að sýna fram á að þjáning viðkomandi sé óbærileg og ekki hægt að bæta með öðrum hætti. “…opnar það þá ekki á að hver sem er geti óskað eftir dánaraðstoð?” Dánaraðstoð er ekki lausn sem boðin er hverjum sem er. Það er ekki nægilegt að vilja deyja; einstaklingurinn þarf að uppfylla mjög ströng skilyrði. Í öllum löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð eru strangar reglur og eftirlit til að tryggja að aðeins þeir sem uppfylla þessi skilyrði fái úrræðið. Sem dæmi má nefna að í Hollandi hafa aðeins verið fimm dómsmál vegna gruns um misferli við framkvæmd dánaraðstoðar á síðustu 22 árum, af yfir 100.000 tilfellum. Engin þeirra mála leiddu í ljós brot á lögum eða reglum. Svarið við þessum spurningum er því einfaldlega: NEI. Það er mikilvægt að Íslendingar kynni sér reynslu annarra landa af dánaraðstoð, svo hægt sé að taka upplýsta ákvörðun um málið. Þeir munu fá tækifæri til þess á málþingi sem Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð, og Endurmenntun Háskóla Íslands standa fyrir 18. október næstkomandi. Þar munu frummælendur frá Sviss, Kanada og Hollandi svara spurningum sem vakna í umræðunni um þetta mikilvæga mál. Dagskráin er aðgengileg á https://endurmenntun.is/namskeid/16085/danaradstod-reynsla-annarra-landa/302374 Höfundur er stjórnarmaður í Lífsvirðingu, félagi um dánaraðstoð. Hægt er að kynna sér starf félagsins á www.lifsvirding.is
Þetta er óraunhæft áhyggjuefni. Í löndum eins og Sviss, Hollandi og Kanada er lögð sérstök áhersla á að dánaraðstoð sé aðeins veitt einstaklingi sem hefur sjálfur tekið sjálfstæða og upplýsta ákvörðun, án nokkurs þrýstings frá aðstandendum.
Í löndum þar sem dánaraðstoð er lögleidd er mikil áhersla lögð á að vernda réttindi fatlaðra einstaklinga. Dánaraðstoð er aðeins veitt fólki sem þjáist af ólæknandi sjúkdómum sem valda óbærilegum sársauka eða lífsgæðum sem eru með öllu óbærileg. Fatlaðir einstaklingar sem ekki búa við slíkt ástand hafa því ekki rétt á dánaraðstoð. Strangt eftirlit er til staðar til að tryggja að enginn verði undir þrýstingi.
Sumir óttast að dánaraðstoð verði misnotuð til að draga úr kostnaði í heilbrigðiskerfinu, sérstaklega þegar kemur að umönnun aldraðra. En rannsóknir frá löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð sýna að þessar áhyggjur eru ekki á rökum reistar. Hvergi hafa komið fram vísbendingar um kerfisbundinn þrýsting á aldraða einstaklinga til að spara kostnað.
Dánaraðstoð er hugsuð sem mannúðarúrræði fyrir fólk sem þjáist af óbærilegum kvölum, og ekki sem tæki til að spara fjármuni í heilbrigðiskerfinu. Í öllum löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð eru í gildi ströng skilyrði, sem fela meðal annars í sér kröfur um ítarlegt mat frá fleiri en einum lækni til að tryggja að ákvörðunin sé bæði lögmæt og byggð á vilja einstaklingsins. Það þarf einnig að sýna fram á að þjáning viðkomandi sé óbærileg og ekki hægt að bæta með öðrum hætti.
Dánaraðstoð er ekki lausn sem boðin er hverjum sem er. Það er ekki nægilegt að vilja deyja; einstaklingurinn þarf að uppfylla mjög ströng skilyrði. Í öllum löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð eru strangar reglur og eftirlit til að tryggja að aðeins þeir sem uppfylla þessi skilyrði fái úrræðið. Sem dæmi má nefna að í Hollandi hafa aðeins verið fimm dómsmál vegna gruns um misferli við framkvæmd dánaraðstoðar á síðustu 22 árum, af yfir 100.000 tilfellum. Engin þeirra mála leiddu í ljós brot á lögum eða reglum.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun