Uppsagnir hjá ÁTVR Atli Ísleifsson skrifar 1. október 2024 10:30 Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir að áætlað sé að aðgerðirnar spari um 300 milljónir á ári. ÁTVR/Vísir/Vilhelm Sjö starfsmönnum á skrifstofu ÁTVR var sagt upp í gær. Staða verslunarstjóra í tveimur Vínbúðum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið lögð niður og þá hefur verið ráðist í fleiri aðgerðir til að bregðast við kröfum um hagræðingu í rekstri. Stöður aðstoðarverslunarstjóra hafa sömuleiðis verið lagðar niður í nokkrum verslunum. Þetta staðfestir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, í svari við fyrirspurn fréttastofu. Hún segir að uppsagnirnar í gær hafi náð til skrifstofu og fjögurra af fimmtíu Vínbúðum. Varðandi uppsagnirnar í verslunum þá hafi þær verið sex, en að í sumum tilvikum hafi starfsfólki verið boðið annað starf. Hún segir að tvær Vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu fari nú undir stjórn stærri Vínbúða á höfuðborgarsvæðinu og staða verslunarstjóra lögð niður. Ívar J. Arndal hefur verið forstjóri ÁTVR frá árinu 2005. Hann hafði þá starfað í fimmtán ár hjá fyrirtækinu. Hann hefur verið nefndur andlitslausi forstjórinn en hann veitir fjölmiðlum ekki viðtöl heldur lætur aðstoðarforstjórann alfarið um það. „Verslunarstjórnum í þeim Vínbúðum er boðið að taka stöðu verkstjóra. Slíkt fyrirkomulag hefur verið í Vínbúðinni Smáralind í nokkur ár en Vínbúðin á Dalveg fer með stjórn Vínbúðarinnar en verkstjóri hefur daglega umsjón. Stöður aðstoðarverslunarstjóra voru lagðar niður í fjórum Vínbúðum. Markmiðið er að auka samþættingu í stjórnun og mönnun Vínbúða. Aðgerðirnar eru liður í tilmælum stjórnvalda um áherslu á aukna hagræðingu í rekstri ríkisins og stofnana og til að takast á við breytingar í ytra umhverfi,“ segir Sigrún Ósk. 300 milljónir Aðstoðarforstjórinn segir að frekari uppsagnir séu ekki áformaðar og engin ákvörðun hafi verið tekin um lokun Vínbúða. Þá séu ekki áformaðar verulegar breytingar á opnunartíma. „Áætlað er að þessar og aðrar aðhaldsaðgerðir spari um 300 milljónir,“ segir Sigrún Ósk. Áfengi og tóbak Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Netverslun með áfengi Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Þetta staðfestir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, í svari við fyrirspurn fréttastofu. Hún segir að uppsagnirnar í gær hafi náð til skrifstofu og fjögurra af fimmtíu Vínbúðum. Varðandi uppsagnirnar í verslunum þá hafi þær verið sex, en að í sumum tilvikum hafi starfsfólki verið boðið annað starf. Hún segir að tvær Vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu fari nú undir stjórn stærri Vínbúða á höfuðborgarsvæðinu og staða verslunarstjóra lögð niður. Ívar J. Arndal hefur verið forstjóri ÁTVR frá árinu 2005. Hann hafði þá starfað í fimmtán ár hjá fyrirtækinu. Hann hefur verið nefndur andlitslausi forstjórinn en hann veitir fjölmiðlum ekki viðtöl heldur lætur aðstoðarforstjórann alfarið um það. „Verslunarstjórnum í þeim Vínbúðum er boðið að taka stöðu verkstjóra. Slíkt fyrirkomulag hefur verið í Vínbúðinni Smáralind í nokkur ár en Vínbúðin á Dalveg fer með stjórn Vínbúðarinnar en verkstjóri hefur daglega umsjón. Stöður aðstoðarverslunarstjóra voru lagðar niður í fjórum Vínbúðum. Markmiðið er að auka samþættingu í stjórnun og mönnun Vínbúða. Aðgerðirnar eru liður í tilmælum stjórnvalda um áherslu á aukna hagræðingu í rekstri ríkisins og stofnana og til að takast á við breytingar í ytra umhverfi,“ segir Sigrún Ósk. 300 milljónir Aðstoðarforstjórinn segir að frekari uppsagnir séu ekki áformaðar og engin ákvörðun hafi verið tekin um lokun Vínbúða. Þá séu ekki áformaðar verulegar breytingar á opnunartíma. „Áætlað er að þessar og aðrar aðhaldsaðgerðir spari um 300 milljónir,“ segir Sigrún Ósk.
Áfengi og tóbak Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Netverslun með áfengi Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira