Viðreisn er tilbúin Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 1. október 2024 12:31 „Viðreisn er ekki eins og eitthvað þriggja sekúndna TikTok myndband. Meira svona eins og… Spegillinn á RÚV“ sagði manneskja sem ég met mikils við mig um daginn. Svo brosti hún undurblítt. Þessi góða vinkona mín hefur að mörgu leyti rétt fyrir sér og þetta er eitthvað sem við tökum til okkar. Þó við séum ekki endilega mikið fyrir að troða flóknum úrlausnarefnum samfélagsins í einfaldar umbúðir og selja þær sem slíkar. Að ná tökum á vöxtum og verðbólgu, koma á stöðugleika á húsnæðismarkaði, finna lausnir á biðlistavanda innan heilbrigðiskerfisins, fjármagna innviðaskuldir (efnislegar og mannlegar), koma loftslagsaðgerðum í framkvæmd, efla menntamálin og tryggja öryggi í landinu okkar. Allt eru þetta dæmi um miklar áskoranir sem bíða stjórnmálanna. Góð stemning í Viðreisn Ég hef síðustu vikur fundið fyrir auknum áhuga á okkur í Viðreisn. Sífellt fleiri koma að máli við mig til að lýsa yfir stuðningi við flokkinn eða til að hvetja okkur til dáða til að standa keik með okkar kjarnamálum. Í stað þess að hlaupast undan stefnu eða sópa henni undir teppið. Mér þykir vænt um þá hvatningu. Þessi meðbyr kristallaðist svo í flottu Haustþingi Viðreisnar um síðastliðna helgi sem haldið var í Hlégarði í Mosfellsbæ. Það voru ekki nægilega margir stólar í salnum til að rúma allt það kraftmikla fólk sem flykktist á fundinn. Einhver frumkraftur leystist úr læðingi sem var áþreifanlegur. Bjartsýni, einlægni og framsýni einkenndi fundarmenn. Sóknarhugur til að gera betur fyrir venjulegt fólk. Innkoma nýs Viðreisnarfólks er síðan mikill styrkur fyrir flokkinn. Það eru spennandi tímar fram undan. Tími frjálslyndis runninn upp Ég ætla að leyfa mér að binda vonir við það að næstu kosningar muni hafa í för með sér frjálslyndissveiflu. Þar sem almenningur hafnar þeirri skautun jaðranna sem felast í íhaldssömum hægri eða vinstri flokkum. Með Viðreisn höfum við frjálslyndan valkost þar sem við tryggjum þéttofið velferðarnet á sama tíma og við stundum framsýna og ábyrga hagstjórn. Við þurfum skynsemi í stjórnmálin. Við þurfum mennsku í stjórnmálin. Við þurfum langtímasýn og ákvarðanir. Og kjark til að fylgja þeim eftir. Við verðum að þokast áfram og horfa til framtíðar. Við ætlum okkur áfram og frá þessari meinlegu kyrrstöðu sem einkennt hefur stjórnarheimilið á liðnum árum. Og við ætlum ekki til baka eins og Kamala Harris, okkar kona fyrir vestan hefur sagt í sinni baráttu. Haustþingið var gott veganesti fyrir okkur í Viðreisn. Við skerptum á málefnum og þéttum raðirnar. Næsta verkefni innan flokks er að drífa sem fyrst í að halda prófkjör, ef svæðisráðin kjósa svo. Kosningabaráttan er hafin. Það er verk að vinna fyrir fólkið okkar í landinu. Viðreisn er tilbúin. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
„Viðreisn er ekki eins og eitthvað þriggja sekúndna TikTok myndband. Meira svona eins og… Spegillinn á RÚV“ sagði manneskja sem ég met mikils við mig um daginn. Svo brosti hún undurblítt. Þessi góða vinkona mín hefur að mörgu leyti rétt fyrir sér og þetta er eitthvað sem við tökum til okkar. Þó við séum ekki endilega mikið fyrir að troða flóknum úrlausnarefnum samfélagsins í einfaldar umbúðir og selja þær sem slíkar. Að ná tökum á vöxtum og verðbólgu, koma á stöðugleika á húsnæðismarkaði, finna lausnir á biðlistavanda innan heilbrigðiskerfisins, fjármagna innviðaskuldir (efnislegar og mannlegar), koma loftslagsaðgerðum í framkvæmd, efla menntamálin og tryggja öryggi í landinu okkar. Allt eru þetta dæmi um miklar áskoranir sem bíða stjórnmálanna. Góð stemning í Viðreisn Ég hef síðustu vikur fundið fyrir auknum áhuga á okkur í Viðreisn. Sífellt fleiri koma að máli við mig til að lýsa yfir stuðningi við flokkinn eða til að hvetja okkur til dáða til að standa keik með okkar kjarnamálum. Í stað þess að hlaupast undan stefnu eða sópa henni undir teppið. Mér þykir vænt um þá hvatningu. Þessi meðbyr kristallaðist svo í flottu Haustþingi Viðreisnar um síðastliðna helgi sem haldið var í Hlégarði í Mosfellsbæ. Það voru ekki nægilega margir stólar í salnum til að rúma allt það kraftmikla fólk sem flykktist á fundinn. Einhver frumkraftur leystist úr læðingi sem var áþreifanlegur. Bjartsýni, einlægni og framsýni einkenndi fundarmenn. Sóknarhugur til að gera betur fyrir venjulegt fólk. Innkoma nýs Viðreisnarfólks er síðan mikill styrkur fyrir flokkinn. Það eru spennandi tímar fram undan. Tími frjálslyndis runninn upp Ég ætla að leyfa mér að binda vonir við það að næstu kosningar muni hafa í för með sér frjálslyndissveiflu. Þar sem almenningur hafnar þeirri skautun jaðranna sem felast í íhaldssömum hægri eða vinstri flokkum. Með Viðreisn höfum við frjálslyndan valkost þar sem við tryggjum þéttofið velferðarnet á sama tíma og við stundum framsýna og ábyrga hagstjórn. Við þurfum skynsemi í stjórnmálin. Við þurfum mennsku í stjórnmálin. Við þurfum langtímasýn og ákvarðanir. Og kjark til að fylgja þeim eftir. Við verðum að þokast áfram og horfa til framtíðar. Við ætlum okkur áfram og frá þessari meinlegu kyrrstöðu sem einkennt hefur stjórnarheimilið á liðnum árum. Og við ætlum ekki til baka eins og Kamala Harris, okkar kona fyrir vestan hefur sagt í sinni baráttu. Haustþingið var gott veganesti fyrir okkur í Viðreisn. Við skerptum á málefnum og þéttum raðirnar. Næsta verkefni innan flokks er að drífa sem fyrst í að halda prófkjör, ef svæðisráðin kjósa svo. Kosningabaráttan er hafin. Það er verk að vinna fyrir fólkið okkar í landinu. Viðreisn er tilbúin. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar