Stofna félag utan um Origo og þrettán önnur rekstrarfélög Árni Sæberg skrifar 1. október 2024 14:35 Ari Daníelsson er forstjóri Origo. Origo Frá og með 1. nóvember mun Skyggnir eignarhaldsfélag taka til starfa og þar með flyst starfsemi Origo sem snýr að rekstrarþjónustu, innviðum og hugbúnaði í aðskilið dótturfélag, Origo ehf. Skyggnir mun fara með hluti í fjórtán rekstrarfélögum. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að tilgangur Origo verði sá sami og hingað til, að skapa betri tækni sem bætir lífið og hjálpa fyrirtækjum og stofnunum að ná betri árangri með tækninni. Haft er eftir Ara Daníelssyni, forstjóra Origo, að breytingin muni skerpa á hlutverki Origo og efla þjónustu gagnvart viðskiptavinum. Ari verður áfram forstjóri Origo og Skyggni verður alfarið stýrt af þriggja manna stjórn sem skipuð er af eiganda félagsins, framtakssjóðnum Umbreyting II slhf. í rekstri Alfa framtaks. Engin eiginleg starfsemi verður innan Skyggnis heldur verður það aðeins eignarhaldsfélag.Skyggnir Stjórnarmenn verða Gunnar Páll Tryggvason, Árni Jón Pálsson og Sigurður Valtýsson. Betur skilgreint hlutverk Síðan árið 2018 hafi vörumerki Origo gegnt tveimur hlutverkum. Annars vegar sem móðurfélag fjölda dótturfélaga og sem rekstrarfélag með fjölbreytt framboð á sviði upplýsingatækni. Tilgangurinn með skipulagsbreytingunni sé að skilja að starfsemi eignarhaldsfélags og rekstrar. Annars vegar sé þetta gert til að skapa meiri áherslu á vöruþróun og afhendingu lausna og þjónustu hjá Origo. Hins vegar, til að skilgreina betur hlutverk eignarhaldsfélagsins gagnvart rekstrarfélögum þess, samstarfsaðilum og fjárfestum. Tímamót hjá Origo „Þessi breyting eru tímamót hjá Origo og öllum rekstrarfélögum í eigu Skyggnis. Með nýju skipulagi náum við að skerpa betur á hlutverki Origo og hafa rekstur og þjónustu þar í forgrunni. Við einsetjum okkur að vera traustur samstarfsaðili fyrirtækja og stofnana og að skapa framúrskarandi tæknilausnir sem hjálpa viðskiptavinum okkar að ná árangri,“ er haft eftir Ara. Loks er haft eftir honum að Skyggnir fari með eignarhluti í fjórtán rekstrarfélögum á sviði upplýsingatækni og hafi það hlutverk að koma auga á tækifæri og styðja fyrirtæki í eignasafni sínu til árangurs. Skyggnir mun fara með eignarhluti í fjórtán fyrirtækjum.Skyggnir Sjálfstæð rekstrarfélög í eigu Skyggnis, þar sem Origo ehf. sé stærst, einbeiti sér þannig að viðskiptavinum sínum, vörum og rekstri. Upplýsingatækni Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að tilgangur Origo verði sá sami og hingað til, að skapa betri tækni sem bætir lífið og hjálpa fyrirtækjum og stofnunum að ná betri árangri með tækninni. Haft er eftir Ara Daníelssyni, forstjóra Origo, að breytingin muni skerpa á hlutverki Origo og efla þjónustu gagnvart viðskiptavinum. Ari verður áfram forstjóri Origo og Skyggni verður alfarið stýrt af þriggja manna stjórn sem skipuð er af eiganda félagsins, framtakssjóðnum Umbreyting II slhf. í rekstri Alfa framtaks. Engin eiginleg starfsemi verður innan Skyggnis heldur verður það aðeins eignarhaldsfélag.Skyggnir Stjórnarmenn verða Gunnar Páll Tryggvason, Árni Jón Pálsson og Sigurður Valtýsson. Betur skilgreint hlutverk Síðan árið 2018 hafi vörumerki Origo gegnt tveimur hlutverkum. Annars vegar sem móðurfélag fjölda dótturfélaga og sem rekstrarfélag með fjölbreytt framboð á sviði upplýsingatækni. Tilgangurinn með skipulagsbreytingunni sé að skilja að starfsemi eignarhaldsfélags og rekstrar. Annars vegar sé þetta gert til að skapa meiri áherslu á vöruþróun og afhendingu lausna og þjónustu hjá Origo. Hins vegar, til að skilgreina betur hlutverk eignarhaldsfélagsins gagnvart rekstrarfélögum þess, samstarfsaðilum og fjárfestum. Tímamót hjá Origo „Þessi breyting eru tímamót hjá Origo og öllum rekstrarfélögum í eigu Skyggnis. Með nýju skipulagi náum við að skerpa betur á hlutverki Origo og hafa rekstur og þjónustu þar í forgrunni. Við einsetjum okkur að vera traustur samstarfsaðili fyrirtækja og stofnana og að skapa framúrskarandi tæknilausnir sem hjálpa viðskiptavinum okkar að ná árangri,“ er haft eftir Ara. Loks er haft eftir honum að Skyggnir fari með eignarhluti í fjórtán rekstrarfélögum á sviði upplýsingatækni og hafi það hlutverk að koma auga á tækifæri og styðja fyrirtæki í eignasafni sínu til árangurs. Skyggnir mun fara með eignarhluti í fjórtán fyrirtækjum.Skyggnir Sjálfstæð rekstrarfélög í eigu Skyggnis, þar sem Origo ehf. sé stærst, einbeiti sér þannig að viðskiptavinum sínum, vörum og rekstri.
Upplýsingatækni Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira