Ekki er vitað hversu hratt ökumaðurinn ók.
Þetta segir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu.
Slysið varð aðfaranótt síðastliðins sunnudags þar sem fólksbíl var ekið norður Sæbraut við Vogabyggð og á gangandi vegfaranda, íslenska konu á fertugsaldri, sem var á leið yfir götuna.
Íbúar í hverfinu tjáðu sig í fréttum Stöðvar 2 á sunnudagskvöld um áhyggjur sínar af börnum sínum sem ganga yfir gatnamótin á leið sinni í skóla.