Horfði á haförn og lax berjast fyrir lífi sínu út um stofugluggann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. október 2024 14:17 Haförninn þurfti að nýta allt sitt vænghaf til að hafa betur í baráttunni við laxinn, sem var í kringum sjö pund að sögn Símons. Það vantaði bara David Attenborough og kvikmyndatökulið á Skarðsströnd í Dölum í gær þar sem haförn og lax háðu baráttu fyrir lífi sínu. Kaupmaður myndaði herlegheitin út um stofugluggann hjá sér. „Þetta var alveg stórkostlegt,“ segir Símon S. Sigurpálsson sem var í húsi sínu fyrir vestan í gær. Út um stofugluggann er gott útsýni yfir laxveiðiána Krossá. Símon veitti haferni á flugi athygli í gær þó það heyri alls ekki til tíðinda að sjá sjaldgæfasta ránfugl landsins á flugi um svæðið. „Það er mikið um erni þarna. Við sáum einhverja sjö erni í kringum húsið okkar í gær,“ segir Símon. Einn var svangur og tók eftir laxi í ánni og lét til skarar skríða. Eins og sjá má á myndbandinu varð úr töluverð barátta. Símon segir þrengingu í hylnum sem hafi verið losuð í fyrradag. Helling vatni hafi því verið hleypt úr ánni sem hafi mögulega orðið lífsbjörg fyrir örninn. „Ef það hefði verið meira dýpi og fiskurinn örlítið sterkari þá hefði hann getað drekkt erninum.“ Símon útskýrir að örninn geti ekki losað klærnar sínar í fiskinum án þess að setjast. Laxinn bregðist við með því að kafa og þannig drekkja ránfuglinum. „Það hefur gerst að ernir hafa drukknað því þeir eru að taka of stóra fiska.“ Símon sér ekki á eftir laxinum úr ánni í hendur ránfugslins. „Ég vil miklu frekar að örninn fái hann. Það er bara æðislegt,“ segir Símon. Þau konan njóti þess að fylgjast með náttúrunni á Vesturlandi. „Við konan erum ægilega hrifin af þessu, að hafa þetta fuglalíf í kringum okkur.“ Eins og sést á myndbandinu var haförninn nokkurn tíma með laxinn á bakkanum. Nokkrir krummar hafi gert sig líklega til að trufla þreyttan haförninn en þá hafi annar örn, litlu stærri, mætt og rekið þá í burtu. Eftir að hafa kastað mæðinni flaug haförninn með bráð sína í átt til sjávar og naut hvers bita. Dýr Fuglar Lax Dalabyggð Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira
„Þetta var alveg stórkostlegt,“ segir Símon S. Sigurpálsson sem var í húsi sínu fyrir vestan í gær. Út um stofugluggann er gott útsýni yfir laxveiðiána Krossá. Símon veitti haferni á flugi athygli í gær þó það heyri alls ekki til tíðinda að sjá sjaldgæfasta ránfugl landsins á flugi um svæðið. „Það er mikið um erni þarna. Við sáum einhverja sjö erni í kringum húsið okkar í gær,“ segir Símon. Einn var svangur og tók eftir laxi í ánni og lét til skarar skríða. Eins og sjá má á myndbandinu varð úr töluverð barátta. Símon segir þrengingu í hylnum sem hafi verið losuð í fyrradag. Helling vatni hafi því verið hleypt úr ánni sem hafi mögulega orðið lífsbjörg fyrir örninn. „Ef það hefði verið meira dýpi og fiskurinn örlítið sterkari þá hefði hann getað drekkt erninum.“ Símon útskýrir að örninn geti ekki losað klærnar sínar í fiskinum án þess að setjast. Laxinn bregðist við með því að kafa og þannig drekkja ránfuglinum. „Það hefur gerst að ernir hafa drukknað því þeir eru að taka of stóra fiska.“ Símon sér ekki á eftir laxinum úr ánni í hendur ránfugslins. „Ég vil miklu frekar að örninn fái hann. Það er bara æðislegt,“ segir Símon. Þau konan njóti þess að fylgjast með náttúrunni á Vesturlandi. „Við konan erum ægilega hrifin af þessu, að hafa þetta fuglalíf í kringum okkur.“ Eins og sést á myndbandinu var haförninn nokkurn tíma með laxinn á bakkanum. Nokkrir krummar hafi gert sig líklega til að trufla þreyttan haförninn en þá hafi annar örn, litlu stærri, mætt og rekið þá í burtu. Eftir að hafa kastað mæðinni flaug haförninn með bráð sína í átt til sjávar og naut hvers bita.
Dýr Fuglar Lax Dalabyggð Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira