Kristian ekki spilað nóg en fer í U21 Sindri Sverrisson skrifar 2. október 2024 14:47 Kristian Nökkvi Hlynsson er miðjumaður hollenska stórliðsins Ajax og styrkir U21-landsliðið mikið ef hann er klár í slaginn. Getty/Peter Lous Kristian Nökkvi Hlynsson, miðjumaður Ajax, er í U21-landsliðshópnum fyrir komandi leiki í undankeppni EM eftir að hafa ekki verið valinn í A-landsliðið sem spilar á sama tíma. U21-hópinn, sem mætir Litáen og Danmörku 10. og 15. október, má sjá hér neðar í greininni. Åge Hareide, þjálfari A-landsliðsins, sagðist á blaðamannafundi í dag vilja að Kristian næði sér betur á strik með Ajax, eftir meiðsli, áður en hann yrði valinn í A-landsliðið að nýju. „Við erum alltaf með hann í huga. En við viljum líka að sambandið við félagsliðin sé gott og að við séum ekki að ofnota leikmenn eða valda þeim meiðslum. Það skapar vandamál fyrir Ajax og íslenska landsliðið,“ sagði Hareide. Þarf að spila meira áður en hann snýr aftur Hinn tvítugi Kristian kom inn á gegn Besiktas í Evrópudeildinni 26. september og er í hópnum sem mætir Slavia Prag í Tékklandi á morgun. „Kristian glímdi við minniháttar meiðsli í aðdraganda síðustu landsleikja. Hann hefur ekki verið að spila mikið með Ajax. Hann spilaði með varaliðinu en fór af velli eftir 55-60 mínútur, og svo kom hann inn á í Evrópuleik í síðustu umferð. Hann þarf að byggja sig upp aftur svo kannski væri best að hann spili með U21-landsliðinu, til að fá mínútur í lappirnar. Svo verðum við að sjá hvort hann ráði við það. Ég ræddi við hann í dag, á leið með Ajax í Evrópukeppni, og vonandi fær hann mínútur þar og leiki með U21-landsliðinu. Það er mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Hareide. Geta enn barist um sæti á EM Ólafur Ingi Skúlason valdi 21 leikmann í U21-landsliðið fyrir leikina við Litáen á Víkingsvelli 10. október, og við Danmörku á Vejle Stadion fimm dögum síðar. Átta þeirra spila hér á landi í Bestu deildinni. Ísland getur með sigri í leikjunum blandað sér af fullum þunga í baráttuna um sæti á EM. Fyrir leikina er Ísland í 3. sæti síns riðils með níu stig eftir sex leiki, en Danmörk og Wales eru með 14 stig eftir sjö leiki af tíu. U21-hópurinn gegn Litáen og Danmörku Adam Ingi Benediktsson - Östersund - 6 leikirLúkas J. Blöndal Petersson - Hoffenheim - 6 leikirAndri Fannar Baldursson - Elfsborg - 20 leikir,Kristall Máni Ingason - SönderjyskE - 19 leikir, 11 mörkÓlafur Guðmundsson - FH - 11 leikirValgeir Valgeirsson - Örebro - 10 leikirÍsak Andri Sigurgeirsson - IFK Norrköping - 10 leikirKristian Nökkvi Hlynsson - Ajax - 10 leikir, 6 mörkLogi Hrafn Róbertsson - FH - 10 leikirÓli Valur Ómarsson - Stjarnan - 7 leikir, 1 markDavíð Snær Jóhannsson - Álasund - 7 leikir, 2 mörkAri Sigurpálsson - Víkingur R. - 7 leikir, 2 mörkHlynur Freyr Karlsson - Brommapojkarna - 7 leikirAnton Logi Lúðvíksson - Haugasund - 6 leikirEggert Aron Guðmundsson - Elfsborg - 6 leikirHilmir Rafn Mikaelsson - Kristiansund - 6 leikirOliver Stefánsson - ÍA - 4 leikirBenoný Breki Andrésson - KR - 3 leikirDaníel Freyr Kristjánsson - FC Frederica - 3 leikirArnór Gauti Jónsson - Breiðablik - 1 leikurGísli Gottskálk Þórðarson - Víkingur R. - 1 leikur Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Þetta má ekki gerast í svona mikilvægum leik“ Fyrirliði íslenska U-21 árs landslið drengja, Andri Fannar Baldursson, var niðurlútur í leikslok eftir 2-1 tap á móti Wales. Leikurinn var hluti af undankeppni Evrópumótsins 2025 og situr íslenska liðið í þriðja sæti riðilsins eftir tapið. 10. september 2024 19:15 „Við náðum aldrei almennilegum tökum á leiknum“ Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landslið drengja í knattspyrnu, beið lægri hlut gegn liði Wales í Víkinni í dag. Leikurinn fór 2-1, gestunum í vil, og með sigrinum nær velska liðið að bæta stöðu sína í undanriðlinum. Wales og Danmörk sitja á toppi riðilsins með 14 stig á meðan Ísland er enn með 9 stig en á þó leik til góða. 10. september 2024 20:00 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
U21-hópinn, sem mætir Litáen og Danmörku 10. og 15. október, má sjá hér neðar í greininni. Åge Hareide, þjálfari A-landsliðsins, sagðist á blaðamannafundi í dag vilja að Kristian næði sér betur á strik með Ajax, eftir meiðsli, áður en hann yrði valinn í A-landsliðið að nýju. „Við erum alltaf með hann í huga. En við viljum líka að sambandið við félagsliðin sé gott og að við séum ekki að ofnota leikmenn eða valda þeim meiðslum. Það skapar vandamál fyrir Ajax og íslenska landsliðið,“ sagði Hareide. Þarf að spila meira áður en hann snýr aftur Hinn tvítugi Kristian kom inn á gegn Besiktas í Evrópudeildinni 26. september og er í hópnum sem mætir Slavia Prag í Tékklandi á morgun. „Kristian glímdi við minniháttar meiðsli í aðdraganda síðustu landsleikja. Hann hefur ekki verið að spila mikið með Ajax. Hann spilaði með varaliðinu en fór af velli eftir 55-60 mínútur, og svo kom hann inn á í Evrópuleik í síðustu umferð. Hann þarf að byggja sig upp aftur svo kannski væri best að hann spili með U21-landsliðinu, til að fá mínútur í lappirnar. Svo verðum við að sjá hvort hann ráði við það. Ég ræddi við hann í dag, á leið með Ajax í Evrópukeppni, og vonandi fær hann mínútur þar og leiki með U21-landsliðinu. Það er mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Hareide. Geta enn barist um sæti á EM Ólafur Ingi Skúlason valdi 21 leikmann í U21-landsliðið fyrir leikina við Litáen á Víkingsvelli 10. október, og við Danmörku á Vejle Stadion fimm dögum síðar. Átta þeirra spila hér á landi í Bestu deildinni. Ísland getur með sigri í leikjunum blandað sér af fullum þunga í baráttuna um sæti á EM. Fyrir leikina er Ísland í 3. sæti síns riðils með níu stig eftir sex leiki, en Danmörk og Wales eru með 14 stig eftir sjö leiki af tíu. U21-hópurinn gegn Litáen og Danmörku Adam Ingi Benediktsson - Östersund - 6 leikirLúkas J. Blöndal Petersson - Hoffenheim - 6 leikirAndri Fannar Baldursson - Elfsborg - 20 leikir,Kristall Máni Ingason - SönderjyskE - 19 leikir, 11 mörkÓlafur Guðmundsson - FH - 11 leikirValgeir Valgeirsson - Örebro - 10 leikirÍsak Andri Sigurgeirsson - IFK Norrköping - 10 leikirKristian Nökkvi Hlynsson - Ajax - 10 leikir, 6 mörkLogi Hrafn Róbertsson - FH - 10 leikirÓli Valur Ómarsson - Stjarnan - 7 leikir, 1 markDavíð Snær Jóhannsson - Álasund - 7 leikir, 2 mörkAri Sigurpálsson - Víkingur R. - 7 leikir, 2 mörkHlynur Freyr Karlsson - Brommapojkarna - 7 leikirAnton Logi Lúðvíksson - Haugasund - 6 leikirEggert Aron Guðmundsson - Elfsborg - 6 leikirHilmir Rafn Mikaelsson - Kristiansund - 6 leikirOliver Stefánsson - ÍA - 4 leikirBenoný Breki Andrésson - KR - 3 leikirDaníel Freyr Kristjánsson - FC Frederica - 3 leikirArnór Gauti Jónsson - Breiðablik - 1 leikurGísli Gottskálk Þórðarson - Víkingur R. - 1 leikur
U21-hópurinn gegn Litáen og Danmörku Adam Ingi Benediktsson - Östersund - 6 leikirLúkas J. Blöndal Petersson - Hoffenheim - 6 leikirAndri Fannar Baldursson - Elfsborg - 20 leikir,Kristall Máni Ingason - SönderjyskE - 19 leikir, 11 mörkÓlafur Guðmundsson - FH - 11 leikirValgeir Valgeirsson - Örebro - 10 leikirÍsak Andri Sigurgeirsson - IFK Norrköping - 10 leikirKristian Nökkvi Hlynsson - Ajax - 10 leikir, 6 mörkLogi Hrafn Róbertsson - FH - 10 leikirÓli Valur Ómarsson - Stjarnan - 7 leikir, 1 markDavíð Snær Jóhannsson - Álasund - 7 leikir, 2 mörkAri Sigurpálsson - Víkingur R. - 7 leikir, 2 mörkHlynur Freyr Karlsson - Brommapojkarna - 7 leikirAnton Logi Lúðvíksson - Haugasund - 6 leikirEggert Aron Guðmundsson - Elfsborg - 6 leikirHilmir Rafn Mikaelsson - Kristiansund - 6 leikirOliver Stefánsson - ÍA - 4 leikirBenoný Breki Andrésson - KR - 3 leikirDaníel Freyr Kristjánsson - FC Frederica - 3 leikirArnór Gauti Jónsson - Breiðablik - 1 leikurGísli Gottskálk Þórðarson - Víkingur R. - 1 leikur
Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Þetta má ekki gerast í svona mikilvægum leik“ Fyrirliði íslenska U-21 árs landslið drengja, Andri Fannar Baldursson, var niðurlútur í leikslok eftir 2-1 tap á móti Wales. Leikurinn var hluti af undankeppni Evrópumótsins 2025 og situr íslenska liðið í þriðja sæti riðilsins eftir tapið. 10. september 2024 19:15 „Við náðum aldrei almennilegum tökum á leiknum“ Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landslið drengja í knattspyrnu, beið lægri hlut gegn liði Wales í Víkinni í dag. Leikurinn fór 2-1, gestunum í vil, og með sigrinum nær velska liðið að bæta stöðu sína í undanriðlinum. Wales og Danmörk sitja á toppi riðilsins með 14 stig á meðan Ísland er enn með 9 stig en á þó leik til góða. 10. september 2024 20:00 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
„Þetta má ekki gerast í svona mikilvægum leik“ Fyrirliði íslenska U-21 árs landslið drengja, Andri Fannar Baldursson, var niðurlútur í leikslok eftir 2-1 tap á móti Wales. Leikurinn var hluti af undankeppni Evrópumótsins 2025 og situr íslenska liðið í þriðja sæti riðilsins eftir tapið. 10. september 2024 19:15
„Við náðum aldrei almennilegum tökum á leiknum“ Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landslið drengja í knattspyrnu, beið lægri hlut gegn liði Wales í Víkinni í dag. Leikurinn fór 2-1, gestunum í vil, og með sigrinum nær velska liðið að bæta stöðu sína í undanriðlinum. Wales og Danmörk sitja á toppi riðilsins með 14 stig á meðan Ísland er enn með 9 stig en á þó leik til góða. 10. september 2024 20:00
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn