Gerir óþægilegt samtal auðveldara Lovísa Arnardóttir skrifar 3. október 2024 08:46 Þorgerður Guðný Guðmundsdóttir, vörustjóri hjá Origo og Ísleifur Örn Guðmundsson, sölustjóri hugbúnaðarlausna. Samsett Ný launavakt, Rúna, gefur fyrirtækjum færi á að fá upplýsingar um laun starfsmanna mánaðarlega. Lausnin er hönnuð hjá Origo og er ætlað að auka gagnsæi í launum. Lausnin hefur verið í þróun í tvö ár og var opnuð fyrirtækjum síðasta föstudag. Þorgerður Guðný Guðmundsdóttir, vörustjóri hjá Origo og Ísleifur Örn Guðmundsson, sölustjóri hugbúnaðarlausna hjá Origo, ræddu Rúnu launavakt í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þorgerður segir Rúnu útvega fersk launagögn mánaðarlega og sé hugsuð til að auðvelda stjórnendum að taka launaákvarðanir. Gögnin eru tekin úr launakerfi Origo en markmiðið er að fá gögn úr fleiri launakerfum. Gögn gull Gögnunum er skipt upp eftir ákveðinni flokkun og eru ópersónugreinanlegar. Miðað er við starfaflokkun Hagstofunnar. Ísleifur segir fyrirtæki skorta oft upplýsingar til að geta tekið ákvarðanir um laun. Lausninni sé því einnig ætlað að tryggja réttlæti. „Launasýnileiki hefur á Íslandi alltaf verið dálítið tabú,“ segir Ísleifur. Með því að greina alvöru gögn geti launaviðtalið verið auðveldara og betra. „Gögn eru gull í nútímasamfélagi.“ Ísleifur segir yfirmenn geta leitað í kerfinu eftir ýmsum bakgrunnsbreytum eins og mannaforráði, aldri, starfsaldri og titli. Miðað við þær upplýsingar sem birtast geti hann svo séð hvaða laun þessi ákveðni starfsmaður ætti að vera með. Það gagnist líka starfsmanninum því ólíklegra sé að á honum sé svindlað. Þorgerður segir þetta ekki endilega til að fyrirtækin þurfi ekki að greiða hærri laun. Fyrirtækin vilji vanda sig og borga samkeppnishæf laun. Hingað til hafi þau ekki haft nægilega góð gögn því gögnin sem liggi fyrir séu of gömul. Eins og úr launakönnunum og öðru. Þessi gögn séu tekin í rauntíma og því betri. Ísleifur segir samtalið um launavæntingar miklu auðveldari þegar þessar upplýsingar séu á borðinu. Mörgum þyki þessi umræða afar óþægileg en þetta auðveldi hana. „Þetta er einhver menning sem þarf að snúa,“ segir Þorgerður um það af hverju laun séu feimnismál. Störf verði auglýst með launabili Hún segir til að byrja með sé lausnin aðeins aðgengileg fyrirtækjum og yfirmönnum en ekki starfsmönnum. Þau segja endurgjöfina frá fyrirtækjum hafa verið góða. „Ég reikna með því að einn daginn verði öll störf auglýst með einhverju launabili,“ segir Ísleifur. Á vef Origo kemur fram að hægt sé að fá aðgang að launavaktinni fyrir 29.900 krónur á mánuði fyrir 50 stöðugildi. Séu þau fleiri er greitt 150 krónur fyrir hvert stöðugildi. Bítið Tækni Jafnréttismál Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Sjá meira
Þorgerður Guðný Guðmundsdóttir, vörustjóri hjá Origo og Ísleifur Örn Guðmundsson, sölustjóri hugbúnaðarlausna hjá Origo, ræddu Rúnu launavakt í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þorgerður segir Rúnu útvega fersk launagögn mánaðarlega og sé hugsuð til að auðvelda stjórnendum að taka launaákvarðanir. Gögnin eru tekin úr launakerfi Origo en markmiðið er að fá gögn úr fleiri launakerfum. Gögn gull Gögnunum er skipt upp eftir ákveðinni flokkun og eru ópersónugreinanlegar. Miðað er við starfaflokkun Hagstofunnar. Ísleifur segir fyrirtæki skorta oft upplýsingar til að geta tekið ákvarðanir um laun. Lausninni sé því einnig ætlað að tryggja réttlæti. „Launasýnileiki hefur á Íslandi alltaf verið dálítið tabú,“ segir Ísleifur. Með því að greina alvöru gögn geti launaviðtalið verið auðveldara og betra. „Gögn eru gull í nútímasamfélagi.“ Ísleifur segir yfirmenn geta leitað í kerfinu eftir ýmsum bakgrunnsbreytum eins og mannaforráði, aldri, starfsaldri og titli. Miðað við þær upplýsingar sem birtast geti hann svo séð hvaða laun þessi ákveðni starfsmaður ætti að vera með. Það gagnist líka starfsmanninum því ólíklegra sé að á honum sé svindlað. Þorgerður segir þetta ekki endilega til að fyrirtækin þurfi ekki að greiða hærri laun. Fyrirtækin vilji vanda sig og borga samkeppnishæf laun. Hingað til hafi þau ekki haft nægilega góð gögn því gögnin sem liggi fyrir séu of gömul. Eins og úr launakönnunum og öðru. Þessi gögn séu tekin í rauntíma og því betri. Ísleifur segir samtalið um launavæntingar miklu auðveldari þegar þessar upplýsingar séu á borðinu. Mörgum þyki þessi umræða afar óþægileg en þetta auðveldi hana. „Þetta er einhver menning sem þarf að snúa,“ segir Þorgerður um það af hverju laun séu feimnismál. Störf verði auglýst með launabili Hún segir til að byrja með sé lausnin aðeins aðgengileg fyrirtækjum og yfirmönnum en ekki starfsmönnum. Þau segja endurgjöfina frá fyrirtækjum hafa verið góða. „Ég reikna með því að einn daginn verði öll störf auglýst með einhverju launabili,“ segir Ísleifur. Á vef Origo kemur fram að hægt sé að fá aðgang að launavaktinni fyrir 29.900 krónur á mánuði fyrir 50 stöðugildi. Séu þau fleiri er greitt 150 krónur fyrir hvert stöðugildi.
Bítið Tækni Jafnréttismál Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Sjá meira