Gerir óþægilegt samtal auðveldara Lovísa Arnardóttir skrifar 3. október 2024 08:46 Þorgerður Guðný Guðmundsdóttir, vörustjóri hjá Origo og Ísleifur Örn Guðmundsson, sölustjóri hugbúnaðarlausna. Samsett Ný launavakt, Rúna, gefur fyrirtækjum færi á að fá upplýsingar um laun starfsmanna mánaðarlega. Lausnin er hönnuð hjá Origo og er ætlað að auka gagnsæi í launum. Lausnin hefur verið í þróun í tvö ár og var opnuð fyrirtækjum síðasta föstudag. Þorgerður Guðný Guðmundsdóttir, vörustjóri hjá Origo og Ísleifur Örn Guðmundsson, sölustjóri hugbúnaðarlausna hjá Origo, ræddu Rúnu launavakt í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þorgerður segir Rúnu útvega fersk launagögn mánaðarlega og sé hugsuð til að auðvelda stjórnendum að taka launaákvarðanir. Gögnin eru tekin úr launakerfi Origo en markmiðið er að fá gögn úr fleiri launakerfum. Gögn gull Gögnunum er skipt upp eftir ákveðinni flokkun og eru ópersónugreinanlegar. Miðað er við starfaflokkun Hagstofunnar. Ísleifur segir fyrirtæki skorta oft upplýsingar til að geta tekið ákvarðanir um laun. Lausninni sé því einnig ætlað að tryggja réttlæti. „Launasýnileiki hefur á Íslandi alltaf verið dálítið tabú,“ segir Ísleifur. Með því að greina alvöru gögn geti launaviðtalið verið auðveldara og betra. „Gögn eru gull í nútímasamfélagi.“ Ísleifur segir yfirmenn geta leitað í kerfinu eftir ýmsum bakgrunnsbreytum eins og mannaforráði, aldri, starfsaldri og titli. Miðað við þær upplýsingar sem birtast geti hann svo séð hvaða laun þessi ákveðni starfsmaður ætti að vera með. Það gagnist líka starfsmanninum því ólíklegra sé að á honum sé svindlað. Þorgerður segir þetta ekki endilega til að fyrirtækin þurfi ekki að greiða hærri laun. Fyrirtækin vilji vanda sig og borga samkeppnishæf laun. Hingað til hafi þau ekki haft nægilega góð gögn því gögnin sem liggi fyrir séu of gömul. Eins og úr launakönnunum og öðru. Þessi gögn séu tekin í rauntíma og því betri. Ísleifur segir samtalið um launavæntingar miklu auðveldari þegar þessar upplýsingar séu á borðinu. Mörgum þyki þessi umræða afar óþægileg en þetta auðveldi hana. „Þetta er einhver menning sem þarf að snúa,“ segir Þorgerður um það af hverju laun séu feimnismál. Störf verði auglýst með launabili Hún segir til að byrja með sé lausnin aðeins aðgengileg fyrirtækjum og yfirmönnum en ekki starfsmönnum. Þau segja endurgjöfina frá fyrirtækjum hafa verið góða. „Ég reikna með því að einn daginn verði öll störf auglýst með einhverju launabili,“ segir Ísleifur. Á vef Origo kemur fram að hægt sé að fá aðgang að launavaktinni fyrir 29.900 krónur á mánuði fyrir 50 stöðugildi. Séu þau fleiri er greitt 150 krónur fyrir hvert stöðugildi. Bítið Tækni Jafnréttismál Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Þorgerður Guðný Guðmundsdóttir, vörustjóri hjá Origo og Ísleifur Örn Guðmundsson, sölustjóri hugbúnaðarlausna hjá Origo, ræddu Rúnu launavakt í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þorgerður segir Rúnu útvega fersk launagögn mánaðarlega og sé hugsuð til að auðvelda stjórnendum að taka launaákvarðanir. Gögnin eru tekin úr launakerfi Origo en markmiðið er að fá gögn úr fleiri launakerfum. Gögn gull Gögnunum er skipt upp eftir ákveðinni flokkun og eru ópersónugreinanlegar. Miðað er við starfaflokkun Hagstofunnar. Ísleifur segir fyrirtæki skorta oft upplýsingar til að geta tekið ákvarðanir um laun. Lausninni sé því einnig ætlað að tryggja réttlæti. „Launasýnileiki hefur á Íslandi alltaf verið dálítið tabú,“ segir Ísleifur. Með því að greina alvöru gögn geti launaviðtalið verið auðveldara og betra. „Gögn eru gull í nútímasamfélagi.“ Ísleifur segir yfirmenn geta leitað í kerfinu eftir ýmsum bakgrunnsbreytum eins og mannaforráði, aldri, starfsaldri og titli. Miðað við þær upplýsingar sem birtast geti hann svo séð hvaða laun þessi ákveðni starfsmaður ætti að vera með. Það gagnist líka starfsmanninum því ólíklegra sé að á honum sé svindlað. Þorgerður segir þetta ekki endilega til að fyrirtækin þurfi ekki að greiða hærri laun. Fyrirtækin vilji vanda sig og borga samkeppnishæf laun. Hingað til hafi þau ekki haft nægilega góð gögn því gögnin sem liggi fyrir séu of gömul. Eins og úr launakönnunum og öðru. Þessi gögn séu tekin í rauntíma og því betri. Ísleifur segir samtalið um launavæntingar miklu auðveldari þegar þessar upplýsingar séu á borðinu. Mörgum þyki þessi umræða afar óþægileg en þetta auðveldi hana. „Þetta er einhver menning sem þarf að snúa,“ segir Þorgerður um það af hverju laun séu feimnismál. Störf verði auglýst með launabili Hún segir til að byrja með sé lausnin aðeins aðgengileg fyrirtækjum og yfirmönnum en ekki starfsmönnum. Þau segja endurgjöfina frá fyrirtækjum hafa verið góða. „Ég reikna með því að einn daginn verði öll störf auglýst með einhverju launabili,“ segir Ísleifur. Á vef Origo kemur fram að hægt sé að fá aðgang að launavaktinni fyrir 29.900 krónur á mánuði fyrir 50 stöðugildi. Séu þau fleiri er greitt 150 krónur fyrir hvert stöðugildi.
Bítið Tækni Jafnréttismál Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira