Dæmdur í fjögurra leikja bann vegna árásar á ólétta konu Valur Páll Eiríksson skrifar 3. október 2024 11:00 Miller verður ekki ákærður vegna málsins en er farinn í leikbann. Bryan M. Bennett/Getty Images Von Miller, varnarmaður Buffalo Bills í NFL-deildinni, hefur verið dæmdur í fjögurra leikja bann af forráðamönnum deildarinnar vegna ofbeldis í garð óléttrar kærustu hans. Engin ákæra hefur verið gefin út á hendur leikmanninum. Miller er dæmdur í bannið vegna brota á hegðunarreglum deildarinnar en NFL-deildin stóð að sjálfstæðri rannsókn á máli hans. NFL-deildin hefur ekki gefið skýringar á banninu en ljóst þykir að það sé vegna meintrar árásar á ólétta kærustu. Handtökuskipun var gefin út á hendur Miller í desember í fyrra eftir að lögregla var kölluð að heimili hans. Í bandarískum miðlum segir að Miller hafi verið að reka hana út af heimili þeirra í Dallas og byrjað að hrinda henni. Hann hafi þá þrýst á háls hennar áður en hann sjálfur gekk á dyr. Konan hringdi í kjölfarið í lögregluna og sáu lögregluþjónar mar á hálsi konunnar og höndum. Handtökuskipun var gefin út og Miller gaf sig fram á lögreglustöð skömmu síðar. Miller hefur sagt ásakanirnar „100 prósent rangar og ýktar“. Bandaríski miðilinn WFAA hafði síðar eftir konunni að málið hafi verið „tekið út úr samhengi, byggt á misskilningi“ og að um „munnlegan ágreining“ hafi verið að ræða. Engin ákæra hefur verið gefin út í málinu og Miller laus allra mála gagnvart dómskerfinu. Hann hefur haldið áfram að spila fyrir Bills í NFL-deildinni eftir að málið kom upp en nú hefur NFL-deildin hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að hann skuli sæta fjögurra leikja banni. Miller vann Ofurskálina með Denver Broncos árið 2015 og með Los Angeles Rams árið 2021. Hann er talinn á meðal betri varnarmanna síðasta áratugar og skrifaði undir 120 milljón dala, fimm ára samning, við Bills árið 2022. Miller fór áður í sex leikja bann árið 2013 fyrir notkun frammistöðubætandi lyfja. Miller missir af leik helgarinnar hjá Bills við Houston Texans og í kjölfarið leikjum við New York Jets, Tennessee Titans og Seattle Seahawks. Lið Buffalo Bills hefur unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins. NFL Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjörutíu mínútna hlé eftir að pening var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sjá meira
Miller er dæmdur í bannið vegna brota á hegðunarreglum deildarinnar en NFL-deildin stóð að sjálfstæðri rannsókn á máli hans. NFL-deildin hefur ekki gefið skýringar á banninu en ljóst þykir að það sé vegna meintrar árásar á ólétta kærustu. Handtökuskipun var gefin út á hendur Miller í desember í fyrra eftir að lögregla var kölluð að heimili hans. Í bandarískum miðlum segir að Miller hafi verið að reka hana út af heimili þeirra í Dallas og byrjað að hrinda henni. Hann hafi þá þrýst á háls hennar áður en hann sjálfur gekk á dyr. Konan hringdi í kjölfarið í lögregluna og sáu lögregluþjónar mar á hálsi konunnar og höndum. Handtökuskipun var gefin út og Miller gaf sig fram á lögreglustöð skömmu síðar. Miller hefur sagt ásakanirnar „100 prósent rangar og ýktar“. Bandaríski miðilinn WFAA hafði síðar eftir konunni að málið hafi verið „tekið út úr samhengi, byggt á misskilningi“ og að um „munnlegan ágreining“ hafi verið að ræða. Engin ákæra hefur verið gefin út í málinu og Miller laus allra mála gagnvart dómskerfinu. Hann hefur haldið áfram að spila fyrir Bills í NFL-deildinni eftir að málið kom upp en nú hefur NFL-deildin hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að hann skuli sæta fjögurra leikja banni. Miller vann Ofurskálina með Denver Broncos árið 2015 og með Los Angeles Rams árið 2021. Hann er talinn á meðal betri varnarmanna síðasta áratugar og skrifaði undir 120 milljón dala, fimm ára samning, við Bills árið 2022. Miller fór áður í sex leikja bann árið 2013 fyrir notkun frammistöðubætandi lyfja. Miller missir af leik helgarinnar hjá Bills við Houston Texans og í kjölfarið leikjum við New York Jets, Tennessee Titans og Seattle Seahawks. Lið Buffalo Bills hefur unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins.
NFL Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjörutíu mínútna hlé eftir að pening var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sjá meira