Nýjar lausnir gegn ofbeldi Drífa Snædal skrifar 4. október 2024 09:03 Til að vinna gegn ofbeldi þarf að trúa þeim sem verður fyrir ofbeldi og það þarf að hafa afleiðingar fyrir þá sem beita því. Að auki þarf öflugt forvarnarstarf. Svo einfalt er það og þó kannski ekki nógu einfalt. Fólk (aðallega konur af hendi karla) sem hefur verið beitt kynferðislegu eða kynbundnu ofbeldi streyma til Stígamóta, Kvennaathvarfsins, Aflsins, Sigurhæða, Bjarkarhlíðar og Bjarmahlíðar sem aldrei fyrr. Biðlistar hafa myndast og við sem vinnum fyrir brotaþola getum borið vitni um skelfilega vanlíðan og alvarlegar afleiðingar. Við erum að tala um hundruð einstaklinga á ári. Þetta er svo algeng og nánast viðtekið í samfélaginu að þegar hið opinbera kynnir aðgerðir gegn ofbeldi meðal barna og gagnvart börnum er ekki minnst á kynferðislegt eða kynbundið ofbeldi. Það er eins og það sé eitthvað náttúrulögmál sem óþarfi sé að minnast á. Samt hafa 15% stelpna í 10. bekk orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hendi annars unglings og 6% stráka samkvæmt íslensku æskulýðsrannsókninni 2023. Við skulum ekki láta það gerast að algengasta ofbeldið sem stelpur verða fyrir sé gert ósýnilegt í aðgerðum gegn ofbeldi! Einungis 11% brotaþola nauðgunar sem koma til Stígamóta hafa kært verknaðinn. Fyrir því geta verið ýmsar ástæður en algengasta ástæðan er sennilega sú að konum allra tíma hefur sjálfum verið kennt um ofbeldið og hafa sjálfar tekið skömmina og ábyrgðina á sig. Það er gömul saga og ný. Við það má bæta að opinbert ferli er sársaukafullt, tekur langan tíma og getur gengið mjög nærri brotaþolum og alls óvíst um sakfellingu. Reyndar er líklegra að málin séu látin niður falla. Þá hefur það færst í aukana að konum sem segja frá sé hótað ærumissi. Enn ein skýringin getur svo verið sú að brotaþolar vilja réttlæti eftir öðrum leiðum en þeim opinberu. Vilja að gerandi axli ábyrgð án þess að fá refsidóm. Eitt er ljóst að refsiréttarkerfið býður ekki uppá réttlæti, forvarnir eða lausnir, við þurfum að leita annarra leiða. Stígamót hafa leitað fanga til að finna nýjar leiðir í baráttunni gegn ofbeldi og fyrir réttlæti og mun halda ráðstefnuna „Réttlæti eftir ofbeldi“ hinn 21. október næstkomandi. Þar mun Elizabeth Clemens stofnandi Hidden waters kynna rannsóknir sínar og vinnu við félagslegar lausnir eftir ofbeldi. Hún hefur aðstoðað brotaþola, ofbeldismenn og aðstandendur til að ná einhverskonar bata og koma i veg fyrir áframhaldandi ofbeldi. Hún hefur einbeitt sér að þörfum þeirra sem verða fyrir ofbeldi, viðbrögðum umhverfisins og stuðningsnetsins og hvernig megi aðstoða ofbeldismenn til að axla ábyrgð. Að auki verður dregið fram í dagsljósið það sem vel er gert hér á landi í félagslegum lausnum á vinnustöðum, innan fjölskyldna, sveitarfélaga og meðal ungs fólks. Hægt er að skrá sig á heimasíðu Stígamóta. Því miður er fátt sem bendir til þess að kynbundið og kynferðislegt ofbeldi fari minnkandi en við megum ekki gefast upp og verðum að halda áfram að finna lausnir. Við skulum muna að nauðganir eru ekki náttúruhamfarir og þaðan af síður náttúrulögmál. Höfundur er talskona Stígamóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samfélagsþjónusta á röngum forsendum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Stækkum Skógarlund! Elsa María Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað eru strandveiðar? Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson skrifar Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Sjá meira
Til að vinna gegn ofbeldi þarf að trúa þeim sem verður fyrir ofbeldi og það þarf að hafa afleiðingar fyrir þá sem beita því. Að auki þarf öflugt forvarnarstarf. Svo einfalt er það og þó kannski ekki nógu einfalt. Fólk (aðallega konur af hendi karla) sem hefur verið beitt kynferðislegu eða kynbundnu ofbeldi streyma til Stígamóta, Kvennaathvarfsins, Aflsins, Sigurhæða, Bjarkarhlíðar og Bjarmahlíðar sem aldrei fyrr. Biðlistar hafa myndast og við sem vinnum fyrir brotaþola getum borið vitni um skelfilega vanlíðan og alvarlegar afleiðingar. Við erum að tala um hundruð einstaklinga á ári. Þetta er svo algeng og nánast viðtekið í samfélaginu að þegar hið opinbera kynnir aðgerðir gegn ofbeldi meðal barna og gagnvart börnum er ekki minnst á kynferðislegt eða kynbundið ofbeldi. Það er eins og það sé eitthvað náttúrulögmál sem óþarfi sé að minnast á. Samt hafa 15% stelpna í 10. bekk orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hendi annars unglings og 6% stráka samkvæmt íslensku æskulýðsrannsókninni 2023. Við skulum ekki láta það gerast að algengasta ofbeldið sem stelpur verða fyrir sé gert ósýnilegt í aðgerðum gegn ofbeldi! Einungis 11% brotaþola nauðgunar sem koma til Stígamóta hafa kært verknaðinn. Fyrir því geta verið ýmsar ástæður en algengasta ástæðan er sennilega sú að konum allra tíma hefur sjálfum verið kennt um ofbeldið og hafa sjálfar tekið skömmina og ábyrgðina á sig. Það er gömul saga og ný. Við það má bæta að opinbert ferli er sársaukafullt, tekur langan tíma og getur gengið mjög nærri brotaþolum og alls óvíst um sakfellingu. Reyndar er líklegra að málin séu látin niður falla. Þá hefur það færst í aukana að konum sem segja frá sé hótað ærumissi. Enn ein skýringin getur svo verið sú að brotaþolar vilja réttlæti eftir öðrum leiðum en þeim opinberu. Vilja að gerandi axli ábyrgð án þess að fá refsidóm. Eitt er ljóst að refsiréttarkerfið býður ekki uppá réttlæti, forvarnir eða lausnir, við þurfum að leita annarra leiða. Stígamót hafa leitað fanga til að finna nýjar leiðir í baráttunni gegn ofbeldi og fyrir réttlæti og mun halda ráðstefnuna „Réttlæti eftir ofbeldi“ hinn 21. október næstkomandi. Þar mun Elizabeth Clemens stofnandi Hidden waters kynna rannsóknir sínar og vinnu við félagslegar lausnir eftir ofbeldi. Hún hefur aðstoðað brotaþola, ofbeldismenn og aðstandendur til að ná einhverskonar bata og koma i veg fyrir áframhaldandi ofbeldi. Hún hefur einbeitt sér að þörfum þeirra sem verða fyrir ofbeldi, viðbrögðum umhverfisins og stuðningsnetsins og hvernig megi aðstoða ofbeldismenn til að axla ábyrgð. Að auki verður dregið fram í dagsljósið það sem vel er gert hér á landi í félagslegum lausnum á vinnustöðum, innan fjölskyldna, sveitarfélaga og meðal ungs fólks. Hægt er að skrá sig á heimasíðu Stígamóta. Því miður er fátt sem bendir til þess að kynbundið og kynferðislegt ofbeldi fari minnkandi en við megum ekki gefast upp og verðum að halda áfram að finna lausnir. Við skulum muna að nauðganir eru ekki náttúruhamfarir og þaðan af síður náttúrulögmál. Höfundur er talskona Stígamóta.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar
Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar
Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar
Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun