Í tilkynningu á vef Landsbankans segir að ný vaxtatafla taki gildi miðvikudaginn 9. október næstkomandi. Helstu breytingar séu eftirfarandi:
Útlánsvextir
- Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum lækka um 0,25 prósentustig og verða 10,50%.
- Kjörvextir á óverðtryggðum lánum lækka um 0,25 prósentustig.
- Yfirdráttarvextir lækka um 0,25 prósentustig.
Innlánsvextir
- Vextir á óverðtryggðum veltureikningum lækka um 0,10-0,25 prósentustig.
- Vextir á óverðtryggðum sparireikningum lækka um 0,10-0,25 prósentustig.
- Vextir á reikningum í erlendri mynt taka breytingum í samræmi við breytingar á stýrivöxtum og markaðsvöxtum í viðkomandi mynt.
Þá segir að auk stýrivaxtalækkunarinnar taki breytingarnar einnig mið af vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum Landsbankans.
Breytingar á vöxtum útlána sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taki gildi í samræmi við tilkynningar þar að lútandi sem sendar verði viðskiptavinum í netbanka.
Breytingar á vöxtum greiðslureikninga sem falla undir lög um greiðsluþjónustu taki gildi að tveimur mánuðum liðnum í samræmi við skilmála sem gilda um þá reikninga.