„Ein versta nóttin“ í Beirút frá upphafi átaka Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. október 2024 10:23 Beirút í morgun. AP Ísraelsher gerði umgangsmiklar loftárásir á Beirút snemma í morgun. Árásirnar eru samkvæmt líbönskum miðlum þær umfangsmestu á svæðinu frá upphafi átakanna. Þá létu minnst nítján lífið í loftárásum Ísraela á mosku í Gasa í nótt. Samkvæmt heimildum Reuters féll sprengjuregn yfir borgina í þrjátíu mínútur. Þá hefur miðillinn eftir Ísraelsher að skotunum hafi verið beint að vopnageymslum Hezbollah-samtakanna í Beirút. Ráðstafanir hafi verið gerðar til að draga úr hættu á að almennum borgurum yrði meint af. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum í Líbanon létust 23 í loftárásum Ísraela í landinu í gær. Þá hafi nærri tvö þúsund Líbanar látið lífið í átökunum síðustu daga. Sem fyrr segir segja líbanskir miðlar árásir næturinnar þær umfangsmestu frá upphafi átakanna. Blaðamaður BBC í Beirút segir nóttina eina þá verstu frá upphafi átakanna. Í umfjöllun Guardian segir að árásir hafi verið gerðar í grennd við alþjóðaflugvöllinn í Beirút, en þaðan hefur fjöldi fólks flúið land undanfarna daga. Í tæpa viku hefur Ísraelsher gert loftárásir á úthverfi Beirút. Ísraelsher hóf áhlaup á nokkra staði Líbanon á þriðjudaginn og hefur beint skotum sínum að vígamönnum Hezbollah-samtakanna. Minnst 23 létu lífið í loftárás Ísraela á mosku og skóla á Gasa í nótt, samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Ísraelsher sagði skotum beggja árása hafa verið beint að Hamasliðum en í frétt AP segir að ekki hafi fengist sönnun fyrir því. Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Einn af leiðtogum Hamas lést í loftárás á Líbanon Saeed Atallah Ali einn leiðtoga Hamas og fjölskylda hans létu lífið í loftárásum Ísraelshers á flóttamannabúðir í norðurhluta Líbanon í morgun. 5. október 2024 10:45 Gerðu árás á landamærastöð þar sem tugir þúsunda hafa flúið Ísraelar vörpuðu í morgun sprengjum á landamærastöð milli Líbanon og Sýrlands. Tugir þúsunda hafa flúið yfir landamærin þar á undanförnum dögum en yfirvöld í Líbanon segja um 1,2 milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín. 4. október 2024 11:00 Segja íbúum tuttugu og fimm þorpa að flýja Ísraelski herinn sagði íbúum 25 bæja og þorpa í sunnanverðu Líbanon í dag að yfirgefa heimili sín. Byggðirnar eru norður af Litani-á en hún markar svæði sem átti að vera nokkurs konar hlífðarsvæði samkvæmt ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá 2006 og þykir yfirlýsingin til marks um mögulega útvíkkun innrásar Ísraela í Líbanon. 3. október 2024 16:18 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Sjá meira
Samkvæmt heimildum Reuters féll sprengjuregn yfir borgina í þrjátíu mínútur. Þá hefur miðillinn eftir Ísraelsher að skotunum hafi verið beint að vopnageymslum Hezbollah-samtakanna í Beirút. Ráðstafanir hafi verið gerðar til að draga úr hættu á að almennum borgurum yrði meint af. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum í Líbanon létust 23 í loftárásum Ísraela í landinu í gær. Þá hafi nærri tvö þúsund Líbanar látið lífið í átökunum síðustu daga. Sem fyrr segir segja líbanskir miðlar árásir næturinnar þær umfangsmestu frá upphafi átakanna. Blaðamaður BBC í Beirút segir nóttina eina þá verstu frá upphafi átakanna. Í umfjöllun Guardian segir að árásir hafi verið gerðar í grennd við alþjóðaflugvöllinn í Beirút, en þaðan hefur fjöldi fólks flúið land undanfarna daga. Í tæpa viku hefur Ísraelsher gert loftárásir á úthverfi Beirút. Ísraelsher hóf áhlaup á nokkra staði Líbanon á þriðjudaginn og hefur beint skotum sínum að vígamönnum Hezbollah-samtakanna. Minnst 23 létu lífið í loftárás Ísraela á mosku og skóla á Gasa í nótt, samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Ísraelsher sagði skotum beggja árása hafa verið beint að Hamasliðum en í frétt AP segir að ekki hafi fengist sönnun fyrir því.
Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Einn af leiðtogum Hamas lést í loftárás á Líbanon Saeed Atallah Ali einn leiðtoga Hamas og fjölskylda hans létu lífið í loftárásum Ísraelshers á flóttamannabúðir í norðurhluta Líbanon í morgun. 5. október 2024 10:45 Gerðu árás á landamærastöð þar sem tugir þúsunda hafa flúið Ísraelar vörpuðu í morgun sprengjum á landamærastöð milli Líbanon og Sýrlands. Tugir þúsunda hafa flúið yfir landamærin þar á undanförnum dögum en yfirvöld í Líbanon segja um 1,2 milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín. 4. október 2024 11:00 Segja íbúum tuttugu og fimm þorpa að flýja Ísraelski herinn sagði íbúum 25 bæja og þorpa í sunnanverðu Líbanon í dag að yfirgefa heimili sín. Byggðirnar eru norður af Litani-á en hún markar svæði sem átti að vera nokkurs konar hlífðarsvæði samkvæmt ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá 2006 og þykir yfirlýsingin til marks um mögulega útvíkkun innrásar Ísraela í Líbanon. 3. október 2024 16:18 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Sjá meira
Einn af leiðtogum Hamas lést í loftárás á Líbanon Saeed Atallah Ali einn leiðtoga Hamas og fjölskylda hans létu lífið í loftárásum Ísraelshers á flóttamannabúðir í norðurhluta Líbanon í morgun. 5. október 2024 10:45
Gerðu árás á landamærastöð þar sem tugir þúsunda hafa flúið Ísraelar vörpuðu í morgun sprengjum á landamærastöð milli Líbanon og Sýrlands. Tugir þúsunda hafa flúið yfir landamærin þar á undanförnum dögum en yfirvöld í Líbanon segja um 1,2 milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín. 4. október 2024 11:00
Segja íbúum tuttugu og fimm þorpa að flýja Ísraelski herinn sagði íbúum 25 bæja og þorpa í sunnanverðu Líbanon í dag að yfirgefa heimili sín. Byggðirnar eru norður af Litani-á en hún markar svæði sem átti að vera nokkurs konar hlífðarsvæði samkvæmt ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá 2006 og þykir yfirlýsingin til marks um mögulega útvíkkun innrásar Ísraela í Líbanon. 3. október 2024 16:18