Það er þetta með þorpið Dagný Gísladóttir skrifar 6. október 2024 15:32 Hugleiðingar kennara á Alþjóðadegi kennara Ef þú bara vissir hvað mér þykir gaman að mæta í vinnuna. Nýjar áskoranir á hverjum degi. Ótal tækifæri til að byggja upp einstaklinga framtíðarinnar og hvetja þá til góðra verka. Læra meira en í gær, kenna allt milli himins og jarðar og jafnvel skoða hluti sem maður vissi ekki að væru til. Sjá framfarir nemenda, litlu hlutirnir og stóru sigrarnir. Upplifa gleði og sorg, taka þátt í lífi einstaklega sem skipta mig miklu máli, okkur öll, alla sem starfa í skóla. Finna námsefni við hæfi, huga að áhugasviði hvers og eins og reyni eftir bestu getu að nálgast alla á þeirra forsendum á eins fjölbreyttan hátt og hugsast getur. Vinna eftir Aðalnámskrá grunnskóla, skólanámskrá, Barnasáttmálanum, Heimsmarkmiðunum og hinum ýmsu lögum og reglum. Enn um leið sinna samfélagslegri skildu ef þurfa þykir, ásamt því að skella einum og einum plástri á bæði sýnileg og ósýnileg sár. Á sama tíma styð ég fullorðna fólkið, forráðamenn, sem koma að nemendum, hlusta og sýni skilning. Styð alla saman í gegnum veturinn, í gegnum lífið, við að byggja upp börnin þeirra, efla þau og fylgi þeim styðjandi í gegnum þann þroska barnsins sem við mannkynið förum í gegnum. Þetta gerum við allt saman. Ég tilheyri nefnilega frábærri starfsstétt, ég er kennari og er svo heppin að hlutverk mitt er fjölbreytt. Ég vinn með frábæru samstarfsfólki og síðast en ekki síst tel ég mig vera fyrirmynd! Líðan og félagsleg staða einstaklinga er í dag þáttur sem spilar veigamikið hlutverk í samfélaginu okkar. Ég tel að skólasamfélagið í heild hafi gífurlega miklar áhyggjur af þessum vanda sem virðist stækka. Þessir þættir hafa verið rannsakaðir töluvert í gegnum tíðina. Niðurstaða margra kannanna sýna að nú er staðan verri en oft áður. Í grunnin tel ég málþroska og orðaskilning vera einn þátt í þessum vanda. Ef við náum ekki að tjá okkur þá getum við ekki sagt hvernig okkur líður og þá förum við oft að haga okkur illa. Þá eru einnig margir þættir sem spila inn í heildarmyndina eins og lítil samvera, samfélagsmiðlar, netnotkun og fleira. En markmið mitt hér er ekki að fjalla um rannsóknir og ástæður heldur frekar hugmyndir og hugleiðingar af lausnum á þessari stöðu. Ég hef nefnilega líka áhyggjur, því þó við kennarar séum sérfræðingar á okkar sviði, lausnamiðaðir og séum góðir í að laga okkur að aðstæðum þá getum við ekki einir og sér leyst þann vanda sem hér um ræðir. Skólasamfélagið þarf sérfræðinga sem vinna saman að því markmiði að styðja við börnin okkar, framtíðinni. Að börnunum okkar líði sem allra allra best og þá tel ég að í framhaldi muni allt ganga mikið betur eins og til dæmis nám þeirra. Skólasamfélagið er oftast fljótt að koma auga á og vinna með hvern og einn einstakling, en okkur vantar oft bjargir, aðra sérfræðinga sem styðja við barnið, fjölskyldur þess og okkur í skólasamfélaginu. Þessir sérfræðingar verða að vera hluti af okkur í skólasamfélaginu, hluti af þorpinu, ekki standa fyrir utan það, vera á staðnum. Á þann hátt myndum við saman grípa fyrr inn í aðstæður og standa þannig saman í að hlúa að því mikilvægasta sem við eigum, börnunum. Hver skóli þarf sérfræðinga sem eru til taks, alltaf, teymi sérfræðinga innan skólanna. Já ótrúlegt en satt þá getum við ekki sett á stopp og beðið í mánuði og ár, við viljum ekki bíða í röð með nemendur eða setja þau á lista. Hjálpin þarf að berast mikið fyrr. Það er ekki nóg að fagna öllum eins og þeir eru heldur þarf líka að vera mannskapur til að grípa alla aðila strax þegar á þarf að halda. Trúið mér, allt starfsfólk grunnskólans er tilbúið að gefa allt sem það getur. Það væri óskandi að skólakerfið væri ekki tengt við pólitík og ákvarðanir ættu ekki að vera geðþóttaákvörðun þeirra sem stjórna hverju sinni. Eru sveitafélögin að ráða við þessa ábyrgð eða ættu þau ekki að bera hana? Er ábyrgð ríkisins ekki nein eða finnst þeim sem þar stjórna eðlilegt að börnum sé oft mismunað eftir til dæmis búsetu? Börn eiga rétt og þann rétt er auðvelt að setja á blað en oft á tíðum erfitt að framfylgja eða hvað? Draumur minn sem kennara er að starfi mínu og skólaumhverfinu væri sýnd virðing af öllum í samfélaginu okkar. Ég ætla að halda áfram vera kennari sem hef trú á nemendum mínum og trúa því að þeim séu allir vegir færir. En að því sögðu vona ég sannarlega að þeir sem stjórna sjái til þess að ég og aðrir í skólasamfélaginu getum unnið vinnuna okkar. Það er nefnilega þannig að í þorpinu þurfum við öll að standa saman. Tíminn er dýrmætur. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Hugleiðingar kennara á Alþjóðadegi kennara Ef þú bara vissir hvað mér þykir gaman að mæta í vinnuna. Nýjar áskoranir á hverjum degi. Ótal tækifæri til að byggja upp einstaklinga framtíðarinnar og hvetja þá til góðra verka. Læra meira en í gær, kenna allt milli himins og jarðar og jafnvel skoða hluti sem maður vissi ekki að væru til. Sjá framfarir nemenda, litlu hlutirnir og stóru sigrarnir. Upplifa gleði og sorg, taka þátt í lífi einstaklega sem skipta mig miklu máli, okkur öll, alla sem starfa í skóla. Finna námsefni við hæfi, huga að áhugasviði hvers og eins og reyni eftir bestu getu að nálgast alla á þeirra forsendum á eins fjölbreyttan hátt og hugsast getur. Vinna eftir Aðalnámskrá grunnskóla, skólanámskrá, Barnasáttmálanum, Heimsmarkmiðunum og hinum ýmsu lögum og reglum. Enn um leið sinna samfélagslegri skildu ef þurfa þykir, ásamt því að skella einum og einum plástri á bæði sýnileg og ósýnileg sár. Á sama tíma styð ég fullorðna fólkið, forráðamenn, sem koma að nemendum, hlusta og sýni skilning. Styð alla saman í gegnum veturinn, í gegnum lífið, við að byggja upp börnin þeirra, efla þau og fylgi þeim styðjandi í gegnum þann þroska barnsins sem við mannkynið förum í gegnum. Þetta gerum við allt saman. Ég tilheyri nefnilega frábærri starfsstétt, ég er kennari og er svo heppin að hlutverk mitt er fjölbreytt. Ég vinn með frábæru samstarfsfólki og síðast en ekki síst tel ég mig vera fyrirmynd! Líðan og félagsleg staða einstaklinga er í dag þáttur sem spilar veigamikið hlutverk í samfélaginu okkar. Ég tel að skólasamfélagið í heild hafi gífurlega miklar áhyggjur af þessum vanda sem virðist stækka. Þessir þættir hafa verið rannsakaðir töluvert í gegnum tíðina. Niðurstaða margra kannanna sýna að nú er staðan verri en oft áður. Í grunnin tel ég málþroska og orðaskilning vera einn þátt í þessum vanda. Ef við náum ekki að tjá okkur þá getum við ekki sagt hvernig okkur líður og þá förum við oft að haga okkur illa. Þá eru einnig margir þættir sem spila inn í heildarmyndina eins og lítil samvera, samfélagsmiðlar, netnotkun og fleira. En markmið mitt hér er ekki að fjalla um rannsóknir og ástæður heldur frekar hugmyndir og hugleiðingar af lausnum á þessari stöðu. Ég hef nefnilega líka áhyggjur, því þó við kennarar séum sérfræðingar á okkar sviði, lausnamiðaðir og séum góðir í að laga okkur að aðstæðum þá getum við ekki einir og sér leyst þann vanda sem hér um ræðir. Skólasamfélagið þarf sérfræðinga sem vinna saman að því markmiði að styðja við börnin okkar, framtíðinni. Að börnunum okkar líði sem allra allra best og þá tel ég að í framhaldi muni allt ganga mikið betur eins og til dæmis nám þeirra. Skólasamfélagið er oftast fljótt að koma auga á og vinna með hvern og einn einstakling, en okkur vantar oft bjargir, aðra sérfræðinga sem styðja við barnið, fjölskyldur þess og okkur í skólasamfélaginu. Þessir sérfræðingar verða að vera hluti af okkur í skólasamfélaginu, hluti af þorpinu, ekki standa fyrir utan það, vera á staðnum. Á þann hátt myndum við saman grípa fyrr inn í aðstæður og standa þannig saman í að hlúa að því mikilvægasta sem við eigum, börnunum. Hver skóli þarf sérfræðinga sem eru til taks, alltaf, teymi sérfræðinga innan skólanna. Já ótrúlegt en satt þá getum við ekki sett á stopp og beðið í mánuði og ár, við viljum ekki bíða í röð með nemendur eða setja þau á lista. Hjálpin þarf að berast mikið fyrr. Það er ekki nóg að fagna öllum eins og þeir eru heldur þarf líka að vera mannskapur til að grípa alla aðila strax þegar á þarf að halda. Trúið mér, allt starfsfólk grunnskólans er tilbúið að gefa allt sem það getur. Það væri óskandi að skólakerfið væri ekki tengt við pólitík og ákvarðanir ættu ekki að vera geðþóttaákvörðun þeirra sem stjórna hverju sinni. Eru sveitafélögin að ráða við þessa ábyrgð eða ættu þau ekki að bera hana? Er ábyrgð ríkisins ekki nein eða finnst þeim sem þar stjórna eðlilegt að börnum sé oft mismunað eftir til dæmis búsetu? Börn eiga rétt og þann rétt er auðvelt að setja á blað en oft á tíðum erfitt að framfylgja eða hvað? Draumur minn sem kennara er að starfi mínu og skólaumhverfinu væri sýnd virðing af öllum í samfélaginu okkar. Ég ætla að halda áfram vera kennari sem hef trú á nemendum mínum og trúa því að þeim séu allir vegir færir. En að því sögðu vona ég sannarlega að þeir sem stjórna sjái til þess að ég og aðrir í skólasamfélaginu getum unnið vinnuna okkar. Það er nefnilega þannig að í þorpinu þurfum við öll að standa saman. Tíminn er dýrmætur. Höfundur er kennari.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun