Tími er ekki óþrjótandi auðlind Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 7. október 2024 10:30 Genfaryfirlýsingin, Salamancayfirlýsingin, samningar Sameinuðu þjóðanna, íslensk lög og stjórnvaldsfyrirmæli eru allt vegvísar í íslensku skólakerfi ásamt mörgu öðru. Skýr menntastefna og allt það sem hér að framan hefur verið talið upp virðist ekki vera nóg því regluverkinu er ekki fylgt eftir. Fjárframlög sem áttu að fylgja Skóla án aðgreiningar komu aldrei í þeirri mynd sem þurfti til að framfylgja stefnunni. Þetta gap sem hefur myndast hefur aldrei verið fylgt. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir nefnir í nýlegri grein sinni í Morgunblaðinu að menntun sé blessunarlega komin á dagskrá eftir allt of langa kyrrstöðu. Menntun hefur alltaf verið á dagskrá en greinilega ekki hjá þeim aðilum sem halda um stjórnartaumana. Kennarar hafa alla tíð verið tilbúnir til samtals um menntamál og bent á leiðir til úrbóta. Kennarar hafa reynt að hrópa af hæstu hæðum til að ná til eyrna þeirra sem stjórna landinu og bent á hvert stefnir í menntamálum. Hlutirnir hafa raungerst eins og kennarar óttuðust en það hefði verið hægt að grípa til aðgerða fyrr ef hlustað hefði verið á kennara. Við eigum flotta krakka og metnaðarfulla kennarastétt. Við viljum gera vel. Hvers vegna eru þá þessar brotalamir í íslensku menntakerfi ? Vandinn er margþættur og búinn að fá að gerjast lengi en ef ég á að nefna eitthvað eitt þá er það virðingarleysi. Við horfum oft til finnska menntakerfisins því það hefur verið talið skara fram úr. Kennsluhættir þeirra eru sambærilegir okkar en það sem er ólíkt er sú virðing sem borin er fyrir skólakerfinu í löndunum. Finnskir kollegar okkar hafa nefnt það þegar þeir hafa heimsótt okkur að þeir greini þetta agaleysi. Agaleysið er ekki búið til í skólunum, það kemur frá heimilunum og inn í skólana. Því miður þá fer stór hluti tíma íslenskra kennara í það að leiðbeina börnum sem kunna ekki að hegða sér innan um aðra og ganga ítrekað á rétt annarra til náms. Flóknustu nemendurnir eiga oft flóknustu foreldrana. Þessir foreldrar eru oft gamlir nemendur sem fengu ekki þjónustu við hæfi því hún var ekki til staðar í kerfinu og boltinn heldur áfram að rúlla. Snemmtæk íhlutun er töfrasprotinn sem hefur verið laskaður of lengi. Við þurfum heildræna nálgun sem tekur til alls samfélagsins. Tími er ekki óþrjótandi auðlind og hver dagur er mikilvægur í lífi einstaklings. Ég hef verið spurð að því af nemanda hvort ég eigi ríkan mann. Þessi nemandi í grunnskóla taldi að ég gæti eflaust ekki lifað af launum mínum nema eiga ríkan mann. Nemendur hafa einnig sagt við mig þegar ég hef rætt mikilvægi menntunar að það skipti ekki máli að mennta sig því þeir geti alveg fengið hærri laun en ég ómenntaðir. 5. október er Alþjóðlegur dagur kennara og ég er stolt af því að tilheyra stétt fólks sem brennur fyrir starfi sínu. Flestir kennarar hafa fagmennskuna að leiðarljósi. Er ekki kominn tími til að Íslendingar girði sig í brók svo að íslenskt menntakerfi hrynji ekki. Kennarar eru samningslausir og löngu orðið tímabært að semja þannig við þá að þeir geti lifað af laununum sínum og það verði eftirsóknarvert að velja kennslu sem ævistarf. Eins er löngu orðið tímabært að kennarar fái þau verkfæri í hendur sem geta hjálpað þeim að halda uppi aga og uppfyllt réttindi barna til náms í stað þess að eyða stórum hluta tíma síns í að sinna agamálum. Æska barnanna er núna, tími kennara er núna. Höfundur er sérkennari í grunnskóla og stjórnarmeðlimur í Kennarafélagi Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Rakel Linda Kristjánsdóttir Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Leikskólavandinn? Hópur leikskólakennara og starfsfólks leikskóla í Reykjavík Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Genfaryfirlýsingin, Salamancayfirlýsingin, samningar Sameinuðu þjóðanna, íslensk lög og stjórnvaldsfyrirmæli eru allt vegvísar í íslensku skólakerfi ásamt mörgu öðru. Skýr menntastefna og allt það sem hér að framan hefur verið talið upp virðist ekki vera nóg því regluverkinu er ekki fylgt eftir. Fjárframlög sem áttu að fylgja Skóla án aðgreiningar komu aldrei í þeirri mynd sem þurfti til að framfylgja stefnunni. Þetta gap sem hefur myndast hefur aldrei verið fylgt. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir nefnir í nýlegri grein sinni í Morgunblaðinu að menntun sé blessunarlega komin á dagskrá eftir allt of langa kyrrstöðu. Menntun hefur alltaf verið á dagskrá en greinilega ekki hjá þeim aðilum sem halda um stjórnartaumana. Kennarar hafa alla tíð verið tilbúnir til samtals um menntamál og bent á leiðir til úrbóta. Kennarar hafa reynt að hrópa af hæstu hæðum til að ná til eyrna þeirra sem stjórna landinu og bent á hvert stefnir í menntamálum. Hlutirnir hafa raungerst eins og kennarar óttuðust en það hefði verið hægt að grípa til aðgerða fyrr ef hlustað hefði verið á kennara. Við eigum flotta krakka og metnaðarfulla kennarastétt. Við viljum gera vel. Hvers vegna eru þá þessar brotalamir í íslensku menntakerfi ? Vandinn er margþættur og búinn að fá að gerjast lengi en ef ég á að nefna eitthvað eitt þá er það virðingarleysi. Við horfum oft til finnska menntakerfisins því það hefur verið talið skara fram úr. Kennsluhættir þeirra eru sambærilegir okkar en það sem er ólíkt er sú virðing sem borin er fyrir skólakerfinu í löndunum. Finnskir kollegar okkar hafa nefnt það þegar þeir hafa heimsótt okkur að þeir greini þetta agaleysi. Agaleysið er ekki búið til í skólunum, það kemur frá heimilunum og inn í skólana. Því miður þá fer stór hluti tíma íslenskra kennara í það að leiðbeina börnum sem kunna ekki að hegða sér innan um aðra og ganga ítrekað á rétt annarra til náms. Flóknustu nemendurnir eiga oft flóknustu foreldrana. Þessir foreldrar eru oft gamlir nemendur sem fengu ekki þjónustu við hæfi því hún var ekki til staðar í kerfinu og boltinn heldur áfram að rúlla. Snemmtæk íhlutun er töfrasprotinn sem hefur verið laskaður of lengi. Við þurfum heildræna nálgun sem tekur til alls samfélagsins. Tími er ekki óþrjótandi auðlind og hver dagur er mikilvægur í lífi einstaklings. Ég hef verið spurð að því af nemanda hvort ég eigi ríkan mann. Þessi nemandi í grunnskóla taldi að ég gæti eflaust ekki lifað af launum mínum nema eiga ríkan mann. Nemendur hafa einnig sagt við mig þegar ég hef rætt mikilvægi menntunar að það skipti ekki máli að mennta sig því þeir geti alveg fengið hærri laun en ég ómenntaðir. 5. október er Alþjóðlegur dagur kennara og ég er stolt af því að tilheyra stétt fólks sem brennur fyrir starfi sínu. Flestir kennarar hafa fagmennskuna að leiðarljósi. Er ekki kominn tími til að Íslendingar girði sig í brók svo að íslenskt menntakerfi hrynji ekki. Kennarar eru samningslausir og löngu orðið tímabært að semja þannig við þá að þeir geti lifað af laununum sínum og það verði eftirsóknarvert að velja kennslu sem ævistarf. Eins er löngu orðið tímabært að kennarar fái þau verkfæri í hendur sem geta hjálpað þeim að halda uppi aga og uppfyllt réttindi barna til náms í stað þess að eyða stórum hluta tíma síns í að sinna agamálum. Æska barnanna er núna, tími kennara er núna. Höfundur er sérkennari í grunnskóla og stjórnarmeðlimur í Kennarafélagi Reykjavíkur.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun