Skutu niður eigin dróna yfir Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2024 21:33 Ukrainian servicemen examine fragments of a Russian military plane that was shot down, on the outskirts of Kostyantynivka, a near-front line city in the Donetsk region, Ukraine, Saturday, Oct. 5, 2024. (Iryna Rybakova via AP) Flugmaður rússneskrar herþotu skaut á laugardaginn niður sjaldgæfan rússneskan dróna yfir Úkraínu. Svo virðist sem að Rússar hafi verið að nota drónann, sem er búinn tækni svo hann sést verr á ratsjám, til að varpa svifsprengjum á Úkraínu þegar þeir misstu stjórn á honum. Myndefni sem birt var á samfélagsmiðlum um helgina sýndi þotunni flogið beint á eftir drónanum nærri Chasiv Yar í austurhluta Úkraínu, þegar flugskeyti var skotið úr þotunni af stuttu færi. Dróninn féll logandi til jarðar á yfirráðasvæði Úkraínumanna. Um er að ræða dróna af gerðinni S-70, eða Okhotnik, en talið er að örfáir slíkir hafi verið framleiddir. Rússar hafa um nokkuð skeið notað annars konar dróna, sem eru ekki búnir tækni sem gerir erfiðara að sjá þá á ratsjám og nota hefðbundna hreyfla í stað þotuhreyfla, til þess að varpa svifsprengjum á Úkraínu en Forbes segir Úkraínumenn hafa skotið að minnsta kosti sjö slíka niður. Vitað er til þess að tveir S-70 drónar hafi verið framleiddir en rússneskir herbloggarar segja þennan sem skotinn var niður vera nýjan. Það hefur ekki verið staðfest. So, this looks like Russians downing their newest Sukhoi S-70 Okhotnik heavy drone near Chasiv Yar. pic.twitter.com/haVf4aU6y4— Illia Ponomarenko 🇺🇦 (@IAPonomarenko) October 5, 2024 Áðurnefndar svifsprengjur Rússa hafa reynst Úkraínumönnum erfiðar. Svifsprengjur eru oftar en ekki gamlar og stórar hefðbundnar sprengjur sem Rússar setja vængi á og staðsetningarbúnað. Sprengjunum er svo varpað úr herþotum úr mikilli hæð og geta þær svifið allt að hundrað kílómetra eða lengra áður en þær lenda á skotmarki sínu, oft með mikilli nákvæmni. Sprengjurnar geta grandað heilu fjölbýlishúsunum í einni árás. Sjá einnig: Versnandi ástand í Pokrovsk Líkur hafa verið leiddar að því að um tilraunaflug hafi verið að ræða og að Rússar hafi misst stjórn á drónanum. Því hafi ákvörðun verið tekin um að skjóta hann niður og reyna að koma þannig í veg fyrir að viðkvæm og mögulega leynileg tækni lenti í höndum Úkraínumanna og bakhjarla þeirra á Vesturlöndum. Úkraínskir hermenn eru sagðir hafa farið hratt yfir brakið og flutt mikið af því á brott. Svifsprengjur fundust á brakinu, samkvæmt frétt TWZ. Russia’s S-70 Hunter Drone Was Armed When Shot Down By Friendly Fighter Over UkraineEvidence from the crash site points to the flying wing drone having flown a combat test mission with glide bombs.Story: https://t.co/7jZ9PMMwHu— Tyler Rogoway (@Aviation_Intel) October 7, 2024 Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir „Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Viktor Bout, alræmdur vopnasali sem gekk lengi undir nafninu „Sölumaður dauðans“ er aftur farinn að selja vopn, tæpum tveimur árum eftir að honum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum. Honum var sleppt í fangaskiptum en Rússar slepptu þá körfuboltakonunni Brittney Griner, sem hafði verið dæmd í níu ára fangelsi fyrir að vera með smávægilegt magn af hassolíu í farangri sínum. 7. október 2024 20:03 Segjast hafa ráðist á rússneskt ríkisútvarp á afmælisdegi Pútín Úkraínumenn eigna sér heiður af stórfelldri tölvuárás á stærsta ríkisfjölmiðil Rússlands á afmælisdegi Vladímírs Pútín forseta. Vefsíður stærstu ríkismiðla Rússlands liggja niðri og talsmaður ríkisstjórnarinnar segir árásina án fordæma. 7. október 2024 14:16 Fyrsta heimsókn Rutte til Úkraínu Mark Rutte, nýr framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins og fyrrverandi forsætisráðherra Hollands, er í heimsókn í Kænugarði í Úkraínu. Þetta er fyrsta opinbera ferð Rutte frá því hann tók við embættinu á þriðjudaginn en hún var ekki opinberuð fyrr en hann var kominn þangað í morgun. 3. október 2024 12:13 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Sjá meira
Myndefni sem birt var á samfélagsmiðlum um helgina sýndi þotunni flogið beint á eftir drónanum nærri Chasiv Yar í austurhluta Úkraínu, þegar flugskeyti var skotið úr þotunni af stuttu færi. Dróninn féll logandi til jarðar á yfirráðasvæði Úkraínumanna. Um er að ræða dróna af gerðinni S-70, eða Okhotnik, en talið er að örfáir slíkir hafi verið framleiddir. Rússar hafa um nokkuð skeið notað annars konar dróna, sem eru ekki búnir tækni sem gerir erfiðara að sjá þá á ratsjám og nota hefðbundna hreyfla í stað þotuhreyfla, til þess að varpa svifsprengjum á Úkraínu en Forbes segir Úkraínumenn hafa skotið að minnsta kosti sjö slíka niður. Vitað er til þess að tveir S-70 drónar hafi verið framleiddir en rússneskir herbloggarar segja þennan sem skotinn var niður vera nýjan. Það hefur ekki verið staðfest. So, this looks like Russians downing their newest Sukhoi S-70 Okhotnik heavy drone near Chasiv Yar. pic.twitter.com/haVf4aU6y4— Illia Ponomarenko 🇺🇦 (@IAPonomarenko) October 5, 2024 Áðurnefndar svifsprengjur Rússa hafa reynst Úkraínumönnum erfiðar. Svifsprengjur eru oftar en ekki gamlar og stórar hefðbundnar sprengjur sem Rússar setja vængi á og staðsetningarbúnað. Sprengjunum er svo varpað úr herþotum úr mikilli hæð og geta þær svifið allt að hundrað kílómetra eða lengra áður en þær lenda á skotmarki sínu, oft með mikilli nákvæmni. Sprengjurnar geta grandað heilu fjölbýlishúsunum í einni árás. Sjá einnig: Versnandi ástand í Pokrovsk Líkur hafa verið leiddar að því að um tilraunaflug hafi verið að ræða og að Rússar hafi misst stjórn á drónanum. Því hafi ákvörðun verið tekin um að skjóta hann niður og reyna að koma þannig í veg fyrir að viðkvæm og mögulega leynileg tækni lenti í höndum Úkraínumanna og bakhjarla þeirra á Vesturlöndum. Úkraínskir hermenn eru sagðir hafa farið hratt yfir brakið og flutt mikið af því á brott. Svifsprengjur fundust á brakinu, samkvæmt frétt TWZ. Russia’s S-70 Hunter Drone Was Armed When Shot Down By Friendly Fighter Over UkraineEvidence from the crash site points to the flying wing drone having flown a combat test mission with glide bombs.Story: https://t.co/7jZ9PMMwHu— Tyler Rogoway (@Aviation_Intel) October 7, 2024
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir „Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Viktor Bout, alræmdur vopnasali sem gekk lengi undir nafninu „Sölumaður dauðans“ er aftur farinn að selja vopn, tæpum tveimur árum eftir að honum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum. Honum var sleppt í fangaskiptum en Rússar slepptu þá körfuboltakonunni Brittney Griner, sem hafði verið dæmd í níu ára fangelsi fyrir að vera með smávægilegt magn af hassolíu í farangri sínum. 7. október 2024 20:03 Segjast hafa ráðist á rússneskt ríkisútvarp á afmælisdegi Pútín Úkraínumenn eigna sér heiður af stórfelldri tölvuárás á stærsta ríkisfjölmiðil Rússlands á afmælisdegi Vladímírs Pútín forseta. Vefsíður stærstu ríkismiðla Rússlands liggja niðri og talsmaður ríkisstjórnarinnar segir árásina án fordæma. 7. október 2024 14:16 Fyrsta heimsókn Rutte til Úkraínu Mark Rutte, nýr framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins og fyrrverandi forsætisráðherra Hollands, er í heimsókn í Kænugarði í Úkraínu. Þetta er fyrsta opinbera ferð Rutte frá því hann tók við embættinu á þriðjudaginn en hún var ekki opinberuð fyrr en hann var kominn þangað í morgun. 3. október 2024 12:13 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Sjá meira
„Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Viktor Bout, alræmdur vopnasali sem gekk lengi undir nafninu „Sölumaður dauðans“ er aftur farinn að selja vopn, tæpum tveimur árum eftir að honum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum. Honum var sleppt í fangaskiptum en Rússar slepptu þá körfuboltakonunni Brittney Griner, sem hafði verið dæmd í níu ára fangelsi fyrir að vera með smávægilegt magn af hassolíu í farangri sínum. 7. október 2024 20:03
Segjast hafa ráðist á rússneskt ríkisútvarp á afmælisdegi Pútín Úkraínumenn eigna sér heiður af stórfelldri tölvuárás á stærsta ríkisfjölmiðil Rússlands á afmælisdegi Vladímírs Pútín forseta. Vefsíður stærstu ríkismiðla Rússlands liggja niðri og talsmaður ríkisstjórnarinnar segir árásina án fordæma. 7. október 2024 14:16
Fyrsta heimsókn Rutte til Úkraínu Mark Rutte, nýr framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins og fyrrverandi forsætisráðherra Hollands, er í heimsókn í Kænugarði í Úkraínu. Þetta er fyrsta opinbera ferð Rutte frá því hann tók við embættinu á þriðjudaginn en hún var ekki opinberuð fyrr en hann var kominn þangað í morgun. 3. október 2024 12:13