Myndasyrpa: Hulin andlit en líka bros á blönduðu grasi FH-inga Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2024 13:51 Ibrahima Konaté hvað? Menn eru misvel dúðaðir á æfingum í íslenska haustinu. vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í fótbolta æfði á hybrid grasvelli FH í Kaplakrika í dag, í undirbúningi fyrir næstu tvo leiki í Þjóðadeild UEFA. Ísland vann Svartfjallaland í fyrsta leik keppninnar en tapaði svo fyrir Tyrklandi ytra. Liðið mætir svo fjórða liðinu í riðlinum, Wales, á Laugardalsvelli á föstudagskvöld og fær síðan Tyrkland í heimsókn á mánudagskvöld. Íslenska liðið kom saman til æfinga í gær, og í dag var æft á nýlegum velli FH-inga sem er með blöndu af grasi og gervigrasi, líkt og til stendur að leggja á Laugardalsvelli. Ljósmyndarinn Vilhelm Gunnarsson smellti af myndum sem sjá má í myndasyrpunni hér að neðan. Buffin geta komið sér vel og sérstaklega ef að kólnar enn frekar þegar líður á vikuna. Kolbeinn Birgir Finnsson huldi andlit sitt til hálfs á æfingu í dag.VÍSIR/VILHELM Gylfi Þór Sigurðsson var með á æfingu í dag, eftir að hafa glímt við bakmeiðsli og misst af síðustu tveimur leikjum Vals. Júlíus Magnússon, sem kallaður var inn sem 24. maður, var einnig mættur. Nær allir leikmenn voru með bleika KSÍ-húfu á kollinum og buff um hálsinn, eða jafnvel yfir nær öllu andlitinu, til að verjast kuldanum. Búast má við enn meiri kulda þegar líður á vikuna og þegar flautað verður til leiks gegn Wales á föstudagskvöld er spáð um eins stigs hita. Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson fara yfir málin, enn á ný sameinaðir á landsliðsæfingu.VÍSIR/VILHELM Åge Hareide brosir vonandi svona blítt eftir leikina við Wales og Tyrkland.VÍSIR/VILHELM VÍSIR/VILHELM Hjörtur Hermannsson teygir vel á löppunum í upphitun.vísir/Vilhelm Hákon Rafn Valdimarsson æfir vanalega með enska úrvalsdeildarliðinu Brentford.VÍSIR/VILHELM Mikilvægt að fara rólega af stað í upphitun.vísir/Vilhelm Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliðinu í báðum leikjum Íslands í síðasta mánuði, og skoraði gegn Svartfellingum á Laugardalsvelli.VÍSIR/VILHELM Ísland er með þrjá öfluga markmenn til taks.VÍSIR/VILHELM Valgeir Lunddal Friðriksson með hendur upp í loft og spurning hvort rassinn fari svo niður í gólf.VÍSIR/VILHELM Stefán Teitur Þórðarson kom frábærlega inn í íslenska liðið í leikjunum í september.VÍSIR/VILHELM Menn mættu í mismunandi skóbúnaði á æfinguna. Hybrid-grasið í Kaplakrika lítur vel út.VÍSIR/VILHELM VÍSIR/VILHELM Arnór Ingvi Traustason glímdi við meiðsli í aðdraganda síðustu landsleikja en hefur verið mikilvægur hlekkur í íslenska liðinu.VÍSIR/VILHELM Fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson kaus eins og aðrir að vera með bleika húfu á hausnum á æfingu í dag.VÍSIR/VILHELM Mikael Egill Ellertsson hefur byrjað fimm leiki fyrir Venezia í efstu deild Ítalíu það sem af er leiktíð.VÍSIR/VILHELM Arnór Snær Guðmundsson er styrktarþjálfari landsliðsins. Á bakvið Hjört Hermannsson má sjá Júlíus Magnússon sem kallaður var inn í hópinn sem 24. maður.VÍSIR/VILHELM Gylfi Þór Sigurðsson hefur glímt við bakmeiðsli og misst af síðustu leikjum Vals, en hann var á æfingunni í dag.VÍSIR/VILHELM Íslenska landsliðið mætir Wales á föstudag og svo Tyrklandi á mánudag, og þá þurfa menn að vera með augun opin.vísir/Vilhelm Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Ísland vann Svartfjallaland í fyrsta leik keppninnar en tapaði svo fyrir Tyrklandi ytra. Liðið mætir svo fjórða liðinu í riðlinum, Wales, á Laugardalsvelli á föstudagskvöld og fær síðan Tyrkland í heimsókn á mánudagskvöld. Íslenska liðið kom saman til æfinga í gær, og í dag var æft á nýlegum velli FH-inga sem er með blöndu af grasi og gervigrasi, líkt og til stendur að leggja á Laugardalsvelli. Ljósmyndarinn Vilhelm Gunnarsson smellti af myndum sem sjá má í myndasyrpunni hér að neðan. Buffin geta komið sér vel og sérstaklega ef að kólnar enn frekar þegar líður á vikuna. Kolbeinn Birgir Finnsson huldi andlit sitt til hálfs á æfingu í dag.VÍSIR/VILHELM Gylfi Þór Sigurðsson var með á æfingu í dag, eftir að hafa glímt við bakmeiðsli og misst af síðustu tveimur leikjum Vals. Júlíus Magnússon, sem kallaður var inn sem 24. maður, var einnig mættur. Nær allir leikmenn voru með bleika KSÍ-húfu á kollinum og buff um hálsinn, eða jafnvel yfir nær öllu andlitinu, til að verjast kuldanum. Búast má við enn meiri kulda þegar líður á vikuna og þegar flautað verður til leiks gegn Wales á föstudagskvöld er spáð um eins stigs hita. Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson fara yfir málin, enn á ný sameinaðir á landsliðsæfingu.VÍSIR/VILHELM Åge Hareide brosir vonandi svona blítt eftir leikina við Wales og Tyrkland.VÍSIR/VILHELM VÍSIR/VILHELM Hjörtur Hermannsson teygir vel á löppunum í upphitun.vísir/Vilhelm Hákon Rafn Valdimarsson æfir vanalega með enska úrvalsdeildarliðinu Brentford.VÍSIR/VILHELM Mikilvægt að fara rólega af stað í upphitun.vísir/Vilhelm Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliðinu í báðum leikjum Íslands í síðasta mánuði, og skoraði gegn Svartfellingum á Laugardalsvelli.VÍSIR/VILHELM Ísland er með þrjá öfluga markmenn til taks.VÍSIR/VILHELM Valgeir Lunddal Friðriksson með hendur upp í loft og spurning hvort rassinn fari svo niður í gólf.VÍSIR/VILHELM Stefán Teitur Þórðarson kom frábærlega inn í íslenska liðið í leikjunum í september.VÍSIR/VILHELM Menn mættu í mismunandi skóbúnaði á æfinguna. Hybrid-grasið í Kaplakrika lítur vel út.VÍSIR/VILHELM VÍSIR/VILHELM Arnór Ingvi Traustason glímdi við meiðsli í aðdraganda síðustu landsleikja en hefur verið mikilvægur hlekkur í íslenska liðinu.VÍSIR/VILHELM Fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson kaus eins og aðrir að vera með bleika húfu á hausnum á æfingu í dag.VÍSIR/VILHELM Mikael Egill Ellertsson hefur byrjað fimm leiki fyrir Venezia í efstu deild Ítalíu það sem af er leiktíð.VÍSIR/VILHELM Arnór Snær Guðmundsson er styrktarþjálfari landsliðsins. Á bakvið Hjört Hermannsson má sjá Júlíus Magnússon sem kallaður var inn í hópinn sem 24. maður.VÍSIR/VILHELM Gylfi Þór Sigurðsson hefur glímt við bakmeiðsli og misst af síðustu leikjum Vals, en hann var á æfingunni í dag.VÍSIR/VILHELM Íslenska landsliðið mætir Wales á föstudag og svo Tyrklandi á mánudag, og þá þurfa menn að vera með augun opin.vísir/Vilhelm
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira