Bannað að kveðja og fjarlægður af öryggisgæslu Valur Páll Eiríksson skrifar 9. október 2024 17:47 Öryggisverðir fjarlægðu Saleh af æfingasvæði Jets. Perry Knotts/Getty Images Robert Saleh var í gær vísað úr starfi yfirþjálfara hjá NFL-liðinu New York Jets. Brottvísunin þykir umdeild vestanhafs og ekki síður hvernig að henni var staðið. Jets hefur ekki gengið vel í upphafi leiktíðar og liðið tapaði fyrir Minnesota Vikings í leik helgarinnar sem fram fór í Lundúnum. Þar var liðið ekki sannfærandi, sér í lagi sóknarlega, en sóknarleikurinn hefur verið helsta vandamál liðsins undanfarin misseri. Stórstjarnan Aaron Rodgers kom til liðsins á síðustu leiktíð en meiddist strax í fyrsta leik og var frá út leiktíðina. Hann er kominn aftur á fullt en hefur ekki gengið vel, frekar en öðrum sóknarmönnum Jets. Borið hefur á ósætti milli hans og Saleh síðustu vikur og hafa bandarískir miðlar gert að því buxurnar að Rodgers hafi haft mikið um brottreksturinn að segja. Saleh er sagður hafa lækkað sóknarþjálfara sinn, Nathaniel Hackett, í tign í gærmorgun, skömmu áður en hann var sjálfur boðaður á fund og sagt upp störfum. Rodgers og Hackett eiga gott samband og er leikstjórnandinn sagður hafa brugðist ókvæða við þeim tíðindum. Saleh með líbanska fánann á erminni í leik helgarinnar.Bob Kupbens/Icon Sportswire via Getty Images Pólitísk uppsögn? Skömmu eftir það var Saleh sagt upp og Jeff Ulbrich ráðinn til bráðabirgða í hans stað. Það sem vakti athygli við brottreksturinn er að Saleh var meinað að kveðja leikmenn liðsins og gert að yfirgefa svæðið strax. Og það í fylgd öryggisvarða. Saleh var eini múslimski þjálfarinn í NFL-deildinni og á rætur að rekja til Líbanon sem hefur dregist inn að meiri þunga inn í átök Ísrael og Palestínu að undanförnu. Saleh bar fána Líbanon á erminni í leiknum við Vikings um helgina og er greint frá því í bandarískum miðlum að það hafi eitthvað með uppsögnina að gera einnig. Saleh hefur oft borið fánann en samhengið þykir vandasamara eftir aukna aðkomu Líbanon að deilunum við Ísrael og sprengjuárásir Hezbollah á Ísraelsríki. CAIR, réttindabaráttuhópur múslima vestanhafs, hefur krafið New York Jets svara í ljósi brottreksturs hans og að hann hafi verið fjarlægður af svæðinu með afli í ljósi líbanska fánans sem hann bar. NFL Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira
Jets hefur ekki gengið vel í upphafi leiktíðar og liðið tapaði fyrir Minnesota Vikings í leik helgarinnar sem fram fór í Lundúnum. Þar var liðið ekki sannfærandi, sér í lagi sóknarlega, en sóknarleikurinn hefur verið helsta vandamál liðsins undanfarin misseri. Stórstjarnan Aaron Rodgers kom til liðsins á síðustu leiktíð en meiddist strax í fyrsta leik og var frá út leiktíðina. Hann er kominn aftur á fullt en hefur ekki gengið vel, frekar en öðrum sóknarmönnum Jets. Borið hefur á ósætti milli hans og Saleh síðustu vikur og hafa bandarískir miðlar gert að því buxurnar að Rodgers hafi haft mikið um brottreksturinn að segja. Saleh er sagður hafa lækkað sóknarþjálfara sinn, Nathaniel Hackett, í tign í gærmorgun, skömmu áður en hann var sjálfur boðaður á fund og sagt upp störfum. Rodgers og Hackett eiga gott samband og er leikstjórnandinn sagður hafa brugðist ókvæða við þeim tíðindum. Saleh með líbanska fánann á erminni í leik helgarinnar.Bob Kupbens/Icon Sportswire via Getty Images Pólitísk uppsögn? Skömmu eftir það var Saleh sagt upp og Jeff Ulbrich ráðinn til bráðabirgða í hans stað. Það sem vakti athygli við brottreksturinn er að Saleh var meinað að kveðja leikmenn liðsins og gert að yfirgefa svæðið strax. Og það í fylgd öryggisvarða. Saleh var eini múslimski þjálfarinn í NFL-deildinni og á rætur að rekja til Líbanon sem hefur dregist inn að meiri þunga inn í átök Ísrael og Palestínu að undanförnu. Saleh bar fána Líbanon á erminni í leiknum við Vikings um helgina og er greint frá því í bandarískum miðlum að það hafi eitthvað með uppsögnina að gera einnig. Saleh hefur oft borið fánann en samhengið þykir vandasamara eftir aukna aðkomu Líbanon að deilunum við Ísrael og sprengjuárásir Hezbollah á Ísraelsríki. CAIR, réttindabaráttuhópur múslima vestanhafs, hefur krafið New York Jets svara í ljósi brottreksturs hans og að hann hafi verið fjarlægður af svæðinu með afli í ljósi líbanska fánans sem hann bar.
NFL Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira