Ísland mætir Bandaríkjunum í tveimur vináttulandsleikjum ytra síðar í þessum mánuði. Segja má að undirbúningurinn fyrir EM í Sviss á næsta ári sé hafinn. Fyrri leikurinn við Bandaríkin verður fimmtudagskvöldið 24. október í Austin í Texas, og seinni leikurinn sunnudaginn 27. október í Nashville í Tennessee.
Sædís Rún Heiðarsdóttir kemur aftur inn í landsliðshópinn frá síðasta verkefni, í stað Kristínar Dísar Árnadóttur.
