„Það er ekki hægt að lýsa því hversu þakklát ég er að alheimurinn sá til þess að við fyndum hvort annað. Leiðir okkar lágu saman á réttu augnabliki og tilveran breyttist að eilífu til hins betra.“ skrifaði Inga Tinna og birti fallegar myndir af þeim og börnum þeirra.
Í færslunni segir Inga Tinna hversu ótrúlegt lífið sé og lýsir þeim stóru vendingum sem hafa orðið á lífi sínu á aðeins einu ári.
„Ég hefði aldrei trúað því sem gerst hefur síðan við fögnuðum afmælinu þínu fyrir ári í Monaco. Síðan þá er lítil prinsessa komin í heiminn og þú svo æðislegur pabbi,“ skrifaði Inga Tinna.
Inga Tinna og Logi byrjuðu að stinga saman nefjum í upphafi ársins 2023. Þau eignuðust sitt fyrsta barn saman þann 25. júlí síðastliðinn, fyrir á Logi tvö börn.