Stofnun Félags Hafnarverkamanna: Ástæður og áhrif Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar 10. október 2024 16:01 Sumarið 2022 hófst undirbúningsvinna við stofnun Félags Hafnarverkamanna. Nokkrir vinnufélagar höfðu rætt þessi mál og reynt hafði verið að stofna deild hafnarverkamanna innan Eflingar, sem var stéttarfélag þeirra á þeim tíma, en það hafði ekki borið árangur. Hugmyndir um stofnun sérstaks félags eða deildar höfðu verið í umræðunni meðal hafnarverkamanna frá því að Dagsbrún sameinaðist öðrum stéttarfélögum í Eflingu árið 1998. Þessi sameining hafði leitt til þess að hafnarverkamenn fundu fyrir þörf á sérstakri hagsmunagæslu sem myndi einblína á þeirra sérstöku aðstæður og starfsskilyrði. Þegar farið var af stað, voru strax settar í gang viðræður við Sjómannafélag Íslands um að verða deild innan þeirra vébanda. Þær viðræður gengu afar vel, enda er Sjómannafélagið með fraktmenn skipafélaganna. Einnig sóttust stofnendur félagsins eftir tengingu við ITF, eða International Transport Workers' Federation, sem eru alþjóðleg samtök sem sameina verkalýðsfélög starfsmanna í flutningageiranum, þar á meðal hafnarverkamenn, sjómenn, flugfélagastarfsmenn, járnbrautarstarfsmenn og fleiri. ITF vinnur að því að bæta réttindi og starfsskilyrði flutningaverkamanna um allan heim með því að stuðla að alþjóðlegri samstöðu og hagsmunagæslu. Þrátt fyrir að félagið hafi orðið að deild innan Sjómannafélagsins í desember 2022, var baráttunni ekki lokið. Það þurfti að fara þrisvar sinnum fyrir félagsdóm. Hafnarverkamenn hafa lengi verið mikilvægur hluti af íslensku atvinnulífi, en starfsskilyrði þeirra hafa oft verið erfið og óstöðug. Á undanförnum árum hafa þeir staðið frammi fyrir auknum áskorunum, þar á meðal breytingum í skipulagi hafna, tækniframförum og aukinni samkeppni. Þessar breytingar hafa leitt til þess að hafnarverkamenn hafa þurft að berjast fyrir réttindum sínum og betri starfsskilyrðum. Félag Hafnarverkamanna setti sér skýr markmið og hlutverk við stofnunina:Bæta Starfsskilyrði: Félagið vinnur að því að bæta starfsskilyrði hafnarverkamanna, þar á meðal launakjör, vinnuumhverfi og öryggi.Fræðsla og Þjálfun: Félagið leggur áherslu á fræðslu og þjálfun hafnarverkamanna til að tryggja að þeir séu vel undirbúnir fyrir breytingar í starfsemi hafna.Hagsmunagæsla: Félagið stendur vörð um réttindi hafnarverkamanna og tryggir að þeir fái sanngjörn kjör og meðferð. Stofnun Félags Hafnarverkamanna var sett upp sem sameining hafnarverkamanna um allt land, ekki bara í Reykjavík. Verkefni næstu ára er að kynna félagið og baráttuna fyrir öðrum starfsmönnum hafna um allt land. Félagið hefur fengið hvatningu frá hafnarverkamönnum um allt land og er mikill áhugi á að taka þátt í baráttunni. Launamál, aðstaða og öryggi hafa verið aðal málin hjá hafnarverkamönnum um allt land, enda er þetta hættuleg vinna sem felur í sér stór tæki sem flytja þunga gáma og hættulegan varning eins og sprengiefni og ætandi sýrur. Slys á svæðunum skipafélagana eru sem betur fer ekki mörg, en því miður hafa orðið alvarleg slys undanfarin tvö ár, sem ég mun ræða í næstu skoðanagrein. Stofnun Félags Hafnarverkamanna árið 2022 mun marka tímamót í baráttunni fyrir betri starfsskilyrðum og réttindum hafnarverkamanna á Íslandi. Með skýrum markmiðum og sterkri hagsmunagæslu mun félagið hafa veruleg áhrif á starfsskilyrði og framtíð hafnarverkamanna. Næstu skref fyrir félagið felast í því að halda áfram að vinna að betri starfsskilyrðum og tryggja að hafnarverkamenn fái sanngjörn kjör og meðferð. SAMAN ERUM VIÐ STERK OG SAMSTAÐA SKILAR ÁRANGRI Höfundur er varaformaður Félags hafnarverkamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarmál Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Sjá meira
Sumarið 2022 hófst undirbúningsvinna við stofnun Félags Hafnarverkamanna. Nokkrir vinnufélagar höfðu rætt þessi mál og reynt hafði verið að stofna deild hafnarverkamanna innan Eflingar, sem var stéttarfélag þeirra á þeim tíma, en það hafði ekki borið árangur. Hugmyndir um stofnun sérstaks félags eða deildar höfðu verið í umræðunni meðal hafnarverkamanna frá því að Dagsbrún sameinaðist öðrum stéttarfélögum í Eflingu árið 1998. Þessi sameining hafði leitt til þess að hafnarverkamenn fundu fyrir þörf á sérstakri hagsmunagæslu sem myndi einblína á þeirra sérstöku aðstæður og starfsskilyrði. Þegar farið var af stað, voru strax settar í gang viðræður við Sjómannafélag Íslands um að verða deild innan þeirra vébanda. Þær viðræður gengu afar vel, enda er Sjómannafélagið með fraktmenn skipafélaganna. Einnig sóttust stofnendur félagsins eftir tengingu við ITF, eða International Transport Workers' Federation, sem eru alþjóðleg samtök sem sameina verkalýðsfélög starfsmanna í flutningageiranum, þar á meðal hafnarverkamenn, sjómenn, flugfélagastarfsmenn, járnbrautarstarfsmenn og fleiri. ITF vinnur að því að bæta réttindi og starfsskilyrði flutningaverkamanna um allan heim með því að stuðla að alþjóðlegri samstöðu og hagsmunagæslu. Þrátt fyrir að félagið hafi orðið að deild innan Sjómannafélagsins í desember 2022, var baráttunni ekki lokið. Það þurfti að fara þrisvar sinnum fyrir félagsdóm. Hafnarverkamenn hafa lengi verið mikilvægur hluti af íslensku atvinnulífi, en starfsskilyrði þeirra hafa oft verið erfið og óstöðug. Á undanförnum árum hafa þeir staðið frammi fyrir auknum áskorunum, þar á meðal breytingum í skipulagi hafna, tækniframförum og aukinni samkeppni. Þessar breytingar hafa leitt til þess að hafnarverkamenn hafa þurft að berjast fyrir réttindum sínum og betri starfsskilyrðum. Félag Hafnarverkamanna setti sér skýr markmið og hlutverk við stofnunina:Bæta Starfsskilyrði: Félagið vinnur að því að bæta starfsskilyrði hafnarverkamanna, þar á meðal launakjör, vinnuumhverfi og öryggi.Fræðsla og Þjálfun: Félagið leggur áherslu á fræðslu og þjálfun hafnarverkamanna til að tryggja að þeir séu vel undirbúnir fyrir breytingar í starfsemi hafna.Hagsmunagæsla: Félagið stendur vörð um réttindi hafnarverkamanna og tryggir að þeir fái sanngjörn kjör og meðferð. Stofnun Félags Hafnarverkamanna var sett upp sem sameining hafnarverkamanna um allt land, ekki bara í Reykjavík. Verkefni næstu ára er að kynna félagið og baráttuna fyrir öðrum starfsmönnum hafna um allt land. Félagið hefur fengið hvatningu frá hafnarverkamönnum um allt land og er mikill áhugi á að taka þátt í baráttunni. Launamál, aðstaða og öryggi hafa verið aðal málin hjá hafnarverkamönnum um allt land, enda er þetta hættuleg vinna sem felur í sér stór tæki sem flytja þunga gáma og hættulegan varning eins og sprengiefni og ætandi sýrur. Slys á svæðunum skipafélagana eru sem betur fer ekki mörg, en því miður hafa orðið alvarleg slys undanfarin tvö ár, sem ég mun ræða í næstu skoðanagrein. Stofnun Félags Hafnarverkamanna árið 2022 mun marka tímamót í baráttunni fyrir betri starfsskilyrðum og réttindum hafnarverkamanna á Íslandi. Með skýrum markmiðum og sterkri hagsmunagæslu mun félagið hafa veruleg áhrif á starfsskilyrði og framtíð hafnarverkamanna. Næstu skref fyrir félagið felast í því að halda áfram að vinna að betri starfsskilyrðum og tryggja að hafnarverkamenn fái sanngjörn kjör og meðferð. SAMAN ERUM VIÐ STERK OG SAMSTAÐA SKILAR ÁRANGRI Höfundur er varaformaður Félags hafnarverkamanna.
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun