Fyrrverandi fréttastjóri og fleiri til Betri samgangna Árni Sæberg skrifar 10. október 2024 14:26 Þórey G. Guðmundsdóttir, Rakel Þorbergsdóttir og Atli Björn Levy. Betri samgöngur Betri samgöngur ohf., sem hafa umsjón með framkvæmdum á samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, hafa ráðið þrjá nýja starfsmenn og forstöðumaður þróunar hefur verið gerður að aðstoðarframkvæmdastjóri. Meðal nýrra starfsmanna er Rakel Þorbergsdóttir, fyrrverandi fréttastjóri Ríkisútvarpsins. Starfsmannafjöldi félagsins tvöfaldast. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að ráðningarnar séu gerðar í kjölfar breytinga sem urðu með uppfærslu Samgöngusáttmálans í ágúst síðastliðnum. Með uppfærslunni hafi verkefni verið færð til Betri samgangna og því sé að hluta um færslu á störfum að ræða, en ekki ný störf. Fjárfestingar og framkvæmdir sem Betri samgöngur hafa umsjón með séu Borgarlínan, stofnvegir á höfuðborgarsvæðinu, gerð hjóla- og göngustíga, umferðarstýring, aukið umferðarflæði og öryggisaðgerðir. Þekking og framlag nauðsynlegt „Það er okkur mikil ánægja að bjóða þessa þrjá reyndu sérfræðinga velkomna í starfsmannahópinn okkar og mikilvægt skref í að efla starfsemi félagins. Þekking þeirra og framlag er nauðsynlegt nú þegar uppfærður samgöngusáttmáli gerir okkur kleift að setja fullan þunga í framkvæmdir og halda áfram með undirbúning lykilverkefna sáttmálans. Markmið Betri samgangna er eftir sem áður að efla samgöngur og bæta allar samgönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu,“ er haft eftir Davíð Þorlákssyni, framkvæmdastjóra Betri samngangna. Fjármálastjóri frá Vaxa Í tilkynningu segir að Þórey G. Guðmundsdóttir viðskiptafræðingur hafi verið ráðin fjármálastjóri hjá Betri samgöngum. Hún eigi að baki fjölbreyttan feril í fjármála- og viðskiptageiranum. Þórey hafi nú síðast starfast sem fjármálastjóri hjá grænmetisframleiðandanum Vaxa, hafi um árabil verið framkvæmdastjóri fjármálasviðs Bláa lónsins, forstöðumaður hagdeildar Samskipa og forstöðumaður fjármálasviðs hjá Straumi-Burðarás fjárfestingarbanka. Þórey hafi útskrifast sem viðskiptafræðingur (cand.oecon) af reikningshalds- og endurskoðunarsviði Háskóla Íslands árið 1995. Verkefnastjórinn frá Orku náttúrunnar Atli Björn Levy samgönguverkfræðingur hafi verið ráðinn forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu. Hann búi yfir fjölbreyttri reynslu sem verkfræðingur og verkefnastjóri. Atli Björn komi til Betri samgangna frá Orku náttúrunnar, þar sem hann hafi verið verkefnastjóri fjárfestingaverkefna á verkefnastofu. Hann hafi áður starfað á skrifstofu samgöngustjóra og á verkefnastofu umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, sem verkefnastjóri hjá Isavia og verkfræðingur hjá Verkís. Atli Björn hafi útskrifast með MSCE gráðu í samgönguverkfræði frá University of Washington í Seattle árið 2007 og lokið B.Sc. námi í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2003. Var hjá NATO eftir langan feril á Rúv Rakel Þorbergsdóttir, fréttamaður og samskiptaráðgjafi, hafi verið ráðin samskiptastjóri hjá Betri samgöngum. Hún eigi að baki langan fjölmiðlaferil, hafi starfað í rúma tvo áratugi hjá Rúv sem fréttamaður, þáttastjórnandi, vaktstjóri og loks sem fréttastjóri frá 2014 til 2022. Rakel hafi nú síðast starfað sem samskiptaráðgjafi fyrir utanríkisráðuneytið hjá NATO Force Integration Unit í Litáen. Hún hafi lokið meistaranámi í fjölmiðlun frá Emerson College í Boston árið 1999 og útskrifast með BA-gráðu í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands árið 1996. Hækkaður í tign Loks segir að Þorsteinn R. Hermannsson, sem gegnt hafi stöðu forstöðumanns þróunar hjá Betri samgöngum frá árinu 2021, hafi verið gerður að aðstoðarframkvæmdastjóra. Hann hafi verið samgöngustjóri Reykjavíkurborgar frá 2016 til 2021. Þorsteinn hafi áður verið fagstjóri samgangna hjá Mannviti, verkfræðingur samgönguáætlunar í samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu, sviðsstjóri umferðar- og skipulagssviðs hjá Mannviti og samgönguverkfræðingur hjá Hönnun hf. Hann hafi útskrifast með MSCE gráðu í samgönguverkfræði frá University of Washington árið 2005 og lokið B.Sc. námi í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2001. Fyrir uppfærslu samgöngusáttmálans hafi starfsmenn Betri samgangna verið þrír, þeir Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri, Þorsteinn R. Hermannsson aðstoðarframkvæmdastjóri og Þröstur Guðmundsson, forstöðumaður verkefna og áætlana. Samgöngur Borgarlína Vistaskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að ráðningarnar séu gerðar í kjölfar breytinga sem urðu með uppfærslu Samgöngusáttmálans í ágúst síðastliðnum. Með uppfærslunni hafi verkefni verið færð til Betri samgangna og því sé að hluta um færslu á störfum að ræða, en ekki ný störf. Fjárfestingar og framkvæmdir sem Betri samgöngur hafa umsjón með séu Borgarlínan, stofnvegir á höfuðborgarsvæðinu, gerð hjóla- og göngustíga, umferðarstýring, aukið umferðarflæði og öryggisaðgerðir. Þekking og framlag nauðsynlegt „Það er okkur mikil ánægja að bjóða þessa þrjá reyndu sérfræðinga velkomna í starfsmannahópinn okkar og mikilvægt skref í að efla starfsemi félagins. Þekking þeirra og framlag er nauðsynlegt nú þegar uppfærður samgöngusáttmáli gerir okkur kleift að setja fullan þunga í framkvæmdir og halda áfram með undirbúning lykilverkefna sáttmálans. Markmið Betri samgangna er eftir sem áður að efla samgöngur og bæta allar samgönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu,“ er haft eftir Davíð Þorlákssyni, framkvæmdastjóra Betri samngangna. Fjármálastjóri frá Vaxa Í tilkynningu segir að Þórey G. Guðmundsdóttir viðskiptafræðingur hafi verið ráðin fjármálastjóri hjá Betri samgöngum. Hún eigi að baki fjölbreyttan feril í fjármála- og viðskiptageiranum. Þórey hafi nú síðast starfast sem fjármálastjóri hjá grænmetisframleiðandanum Vaxa, hafi um árabil verið framkvæmdastjóri fjármálasviðs Bláa lónsins, forstöðumaður hagdeildar Samskipa og forstöðumaður fjármálasviðs hjá Straumi-Burðarás fjárfestingarbanka. Þórey hafi útskrifast sem viðskiptafræðingur (cand.oecon) af reikningshalds- og endurskoðunarsviði Háskóla Íslands árið 1995. Verkefnastjórinn frá Orku náttúrunnar Atli Björn Levy samgönguverkfræðingur hafi verið ráðinn forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu. Hann búi yfir fjölbreyttri reynslu sem verkfræðingur og verkefnastjóri. Atli Björn komi til Betri samgangna frá Orku náttúrunnar, þar sem hann hafi verið verkefnastjóri fjárfestingaverkefna á verkefnastofu. Hann hafi áður starfað á skrifstofu samgöngustjóra og á verkefnastofu umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, sem verkefnastjóri hjá Isavia og verkfræðingur hjá Verkís. Atli Björn hafi útskrifast með MSCE gráðu í samgönguverkfræði frá University of Washington í Seattle árið 2007 og lokið B.Sc. námi í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2003. Var hjá NATO eftir langan feril á Rúv Rakel Þorbergsdóttir, fréttamaður og samskiptaráðgjafi, hafi verið ráðin samskiptastjóri hjá Betri samgöngum. Hún eigi að baki langan fjölmiðlaferil, hafi starfað í rúma tvo áratugi hjá Rúv sem fréttamaður, þáttastjórnandi, vaktstjóri og loks sem fréttastjóri frá 2014 til 2022. Rakel hafi nú síðast starfað sem samskiptaráðgjafi fyrir utanríkisráðuneytið hjá NATO Force Integration Unit í Litáen. Hún hafi lokið meistaranámi í fjölmiðlun frá Emerson College í Boston árið 1999 og útskrifast með BA-gráðu í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands árið 1996. Hækkaður í tign Loks segir að Þorsteinn R. Hermannsson, sem gegnt hafi stöðu forstöðumanns þróunar hjá Betri samgöngum frá árinu 2021, hafi verið gerður að aðstoðarframkvæmdastjóra. Hann hafi verið samgöngustjóri Reykjavíkurborgar frá 2016 til 2021. Þorsteinn hafi áður verið fagstjóri samgangna hjá Mannviti, verkfræðingur samgönguáætlunar í samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu, sviðsstjóri umferðar- og skipulagssviðs hjá Mannviti og samgönguverkfræðingur hjá Hönnun hf. Hann hafi útskrifast með MSCE gráðu í samgönguverkfræði frá University of Washington árið 2005 og lokið B.Sc. námi í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2001. Fyrir uppfærslu samgöngusáttmálans hafi starfsmenn Betri samgangna verið þrír, þeir Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri, Þorsteinn R. Hermannsson aðstoðarframkvæmdastjóri og Þröstur Guðmundsson, forstöðumaður verkefna og áætlana.
Samgöngur Borgarlína Vistaskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira