Er okur á leigumarkaði? Reynir Böðvarsson skrifar 10. október 2024 19:02 Leigjendur á Íslandi hafa glímt við alvarlegan húsnæðisvanda á síðustu árum, þar sem hækkanir á leiguverði hafa farið fram úr getu margra til að standa undir greiðslum. Veruleg skortur á leiguíbúðum hefur skapað mikla samkeppni á markaðnum, sem leiðir til hærra verðs og færri valkosta fyrir þá sem þurfa á leiguhúsnæði að halda. Þetta veldur því að leigjendur búa við óöryggi og óstöðugleika, þar sem það er erfitt að finna langtíma húsnæði á sanngjörnum kjörum. Það var einkum Sjálfstæðisflokkurinn sem stóð fyrir þeim kerfisbreytingum sem leiddu til niðurlagningar verkamannabústaðakerfisins og aukinnar markaðsvæðingar í húsnæðismálum. Flokkurinn lagði áherslu á frjálsan markað, minni þátttöku ríkisins í félagslegu húsnæði og aukna einkavæðingu. Undir forystu Sjálfstæðisflokksins, sérstaklega á tíunda áratugnum, var tekin stefna í átt að því að færa húsnæðismarkaðinn meira í hendur einstaklinga og markaðsafla. Markmiðið var að einstaklingar keyptu frekar eigið húsnæði í stað þess að treysta á opinberar lausnir eins og verkamannabústaði. Framsóknarflokkurinn, sem var oftast í stjórn með Sjálfstæðisflokknum á þessum tíma, studdi einnig þessar breytingar, þó með aðeins mildari áherslum á markaðsvæðingu. Hins vegar kom sú stefna um að Íbúðalánasjóður tæki við verkamannabústaðakerfinu frá báðum þessum flokkum. Ofan á allt þetta hefur innflutt vinnuafl hefur haft veruleg áhrif á húsnæðismarkaðinn og ekki sísta á vanda leigjenda. Stjórnvöld hafa með stefnu sinni aukið eftirspurn eftir vinnuafli í ferðaþjónustu og byggingariðnaði en á sama tíma lítið gert til þess að mæta þörfum þessa vinnuafls meðal annars húsnæðisþörfum. Þetta hefur aukið álag á húsnæðismarkaðinn, sérstaklega á leigumarkaði, þar sem flestir innflytjendur þurfa á leiguíbúðum að halda þegar þeir koma til landsins. Þar sem framboð á húsnæði hefur ekki aukist í samræmi við þessa fjölgun, hefur þetta ýtt undir húsnæðisskort og hækkun leiguverðs út yfir allt velsæmi. Vissulega gagnrýndu Vinstri hreyfingin – grænt framboð og Samfylkingin þessa þróun lengi vel og lögðu meiri áherslu á félagslegt húsnæði og réttindi leigjenda. Þessir flokkar kölluðu eftir sterkari inngripum ríkisins til að tryggja stöðugleika á húsnæðismarkaðnum og bæta kjör leigjenda, meðal annars með því að byggja fleiri leiguíbúðir á félagslegum forsendum. Þessar sögulegu áherslur hjá þessum flokkum virðast þó hafa dvínað hin síðari ár og það er engu líkara en að markaðslausnir séu þar líka að verða vinsælli, svo ólíklegt sem það lætur þegar litið er til sögu systurflokks þeirra víðast hvar í Evrópu. Nýfrjálshyggjan er í þessum málaflokki eins og öðrum komin út í skurð, markaðurinn er ófær um að sinna öðrum en fjármagnseigendum og alls ekki neinum félagslegum þörfum í þjóðfélaginu. Það þarf sem fyrst að losa þjóðfélagið úr fjötrum nýfrjálshyggjunnar og byrja aftur að byggja mannvænlegt þjóðfélag á félagslegum grunni. Sósíalistaflokkurinn virðist vera eini flokkurinn á Íslandi sem ber hagsmuni leigjenda fyrir brjósti og sem er tilbúinn til að afla þeirra tekna sem til þarf með réttlátri skattlagningu. Til þess að svo geti orðið þurfa kjósendur í næstu Alþingiskosningum að tryggja gott fylgi við Sósíalistaflokkinn. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Reynir Böðvarsson Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Sjá meira
Leigjendur á Íslandi hafa glímt við alvarlegan húsnæðisvanda á síðustu árum, þar sem hækkanir á leiguverði hafa farið fram úr getu margra til að standa undir greiðslum. Veruleg skortur á leiguíbúðum hefur skapað mikla samkeppni á markaðnum, sem leiðir til hærra verðs og færri valkosta fyrir þá sem þurfa á leiguhúsnæði að halda. Þetta veldur því að leigjendur búa við óöryggi og óstöðugleika, þar sem það er erfitt að finna langtíma húsnæði á sanngjörnum kjörum. Það var einkum Sjálfstæðisflokkurinn sem stóð fyrir þeim kerfisbreytingum sem leiddu til niðurlagningar verkamannabústaðakerfisins og aukinnar markaðsvæðingar í húsnæðismálum. Flokkurinn lagði áherslu á frjálsan markað, minni þátttöku ríkisins í félagslegu húsnæði og aukna einkavæðingu. Undir forystu Sjálfstæðisflokksins, sérstaklega á tíunda áratugnum, var tekin stefna í átt að því að færa húsnæðismarkaðinn meira í hendur einstaklinga og markaðsafla. Markmiðið var að einstaklingar keyptu frekar eigið húsnæði í stað þess að treysta á opinberar lausnir eins og verkamannabústaði. Framsóknarflokkurinn, sem var oftast í stjórn með Sjálfstæðisflokknum á þessum tíma, studdi einnig þessar breytingar, þó með aðeins mildari áherslum á markaðsvæðingu. Hins vegar kom sú stefna um að Íbúðalánasjóður tæki við verkamannabústaðakerfinu frá báðum þessum flokkum. Ofan á allt þetta hefur innflutt vinnuafl hefur haft veruleg áhrif á húsnæðismarkaðinn og ekki sísta á vanda leigjenda. Stjórnvöld hafa með stefnu sinni aukið eftirspurn eftir vinnuafli í ferðaþjónustu og byggingariðnaði en á sama tíma lítið gert til þess að mæta þörfum þessa vinnuafls meðal annars húsnæðisþörfum. Þetta hefur aukið álag á húsnæðismarkaðinn, sérstaklega á leigumarkaði, þar sem flestir innflytjendur þurfa á leiguíbúðum að halda þegar þeir koma til landsins. Þar sem framboð á húsnæði hefur ekki aukist í samræmi við þessa fjölgun, hefur þetta ýtt undir húsnæðisskort og hækkun leiguverðs út yfir allt velsæmi. Vissulega gagnrýndu Vinstri hreyfingin – grænt framboð og Samfylkingin þessa þróun lengi vel og lögðu meiri áherslu á félagslegt húsnæði og réttindi leigjenda. Þessir flokkar kölluðu eftir sterkari inngripum ríkisins til að tryggja stöðugleika á húsnæðismarkaðnum og bæta kjör leigjenda, meðal annars með því að byggja fleiri leiguíbúðir á félagslegum forsendum. Þessar sögulegu áherslur hjá þessum flokkum virðast þó hafa dvínað hin síðari ár og það er engu líkara en að markaðslausnir séu þar líka að verða vinsælli, svo ólíklegt sem það lætur þegar litið er til sögu systurflokks þeirra víðast hvar í Evrópu. Nýfrjálshyggjan er í þessum málaflokki eins og öðrum komin út í skurð, markaðurinn er ófær um að sinna öðrum en fjármagnseigendum og alls ekki neinum félagslegum þörfum í þjóðfélaginu. Það þarf sem fyrst að losa þjóðfélagið úr fjötrum nýfrjálshyggjunnar og byrja aftur að byggja mannvænlegt þjóðfélag á félagslegum grunni. Sósíalistaflokkurinn virðist vera eini flokkurinn á Íslandi sem ber hagsmuni leigjenda fyrir brjósti og sem er tilbúinn til að afla þeirra tekna sem til þarf með réttlátri skattlagningu. Til þess að svo geti orðið þurfa kjósendur í næstu Alþingiskosningum að tryggja gott fylgi við Sósíalistaflokkinn. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun