Klemmdar rasskinnar Brynjars Níelssonar Einar Baldvin Árnason skrifar 11. október 2024 15:01 Ég skrifaði greinilega sannleikann um Áslaugu Örnu og Sjálfstæðisflokkinn um daginn því það leið ekki á löngu fyrr en sjálfur Brynjar Níelsson var ræstur úr Valhöll og gerður út á stúfana til að vinna skítverk drottnara sinna. Líkt og önnur gömul Sjálfstæðisvélmenni hefur hann ekki hugarflug í annað en að sletta rauðri málningu og skapa sér algjörlega ímyndaðan óvin: einhverskonar misheppnaðan marxískan listamann með Berlínarmúrsblæti. Ég viðurkenni að skrif Brynjars hreyfðu við mér. Höfðu Sovétmenn kannski sitthvað til síns máls? Mér þætti amk ekki verra að geta bara sent Brynjar í vinnu- og endurhæfingarbúðir í stað þess að neyðast til að eiga við hann orðastað í frjálsu samfélagi. En að öllu gamni slepptu, þá er reyndar ekki svo að allir þeir sem gagnrýni Sjálfstæðisflokkinn, græðgi hans, vanhæfni og spillingu, séu marxistar. Því fer fjarri, enda er gagnrýni á græðgi og efnishyggju, að ekki sé talað um spillingu, töluvert eldri og göfugri hefð. En það er auðvelt að mála Marx-skrattann á vegginn og Sjálfstæðismenn hafa komist upp með þann einfeldningslega málfutning mjög lengi sem eini hægriflokkurinn á Íslandi. Þeim tíma er þó lokið, og þegar Sjálfstæðisflokkurinn dettur loksins af þingi er ekki ólíklegt það skapist rúm fyrir eitthvað töluvert áhugaverðara. Það sem stendur þó mest í mér úr skrifum Brynjars er þó ekkert af þessu, heldur sú staðreynd að hann skyldi ætla að ég hefði skrifað greinina mína með klemmdar rasskinnar. Hví ætli hann haldi það? Á því er bara ein sálfræðileg skýring - Brynjar er vanur að klemma þær sjálfur, daginn út og inn - í þeirri veiku von að hans eigin flokkur hætti að ríða honum í rassgatið. Brynjar er nefnilega í óþægilegri stöðu, eins og allir aðrir íhaldsmenn í flokknum. Forystan, sem er fyrst og fremst í kapphlaupi við tíðarandann, og að skara eld að eigin köku, hatar hann og hugmyndir hans og niðurlægir hann stöðugt, vitandi að hann hefur ekki kjark til að fara annað (þó margir aðrir sem hegða sér ekki eins og meðlimir í kommúnistaflokki hafi það). Það er raunar afar kaldhæðnislegt að Brynjar skuli rísa upp af hnjánum til að verja hæfni Áslaugar Örnu, þegar það var einmitt gengið fram hjá honum sjálfum þegar hún var skipuð sem dómsmálaráðherra. En menn þurfa jú auðvitað að verja hagsmuni sína, og þeir eru ríkir hjá Brynjari. Hann ætlar nefnilega að sjúga ríkisspenann til æviloka - nú í nýrri vinnu hjá mannréttindaráði vinstri grænna. Það er vinna við hæfi, því þetta er auðvitað Sjálfstæðisstefnan í hnotskurn: að nota ríkisvaldið til þess að skapa vinnu fyrir vini sína. Ég vil þó viðurkenna að lokum að ég hef oft haft gaman að Brynjari í gegnum tíðina, og jafnvel stundum þótt mikið til hans koma. Ég tók fyrst eftir honum í Icesave deilunni og dáðist að málflutningi og þekkingu hans þar. Ég taldi vera á ferð mikinn prinsippmann, sem væri óhræddur að standa með skoðunum sínum. En hafi sá Brynjar einhverntíman verið til, þá er hann löngu dauður, kæfður af flokki sem heldur honum í gíslingu sem nytsömum sakleysingja, bolabít sem fær stundum að fara út og gelta og góla sig hásan, svo fólk geti ekki heyrt það sem almenningur og jafnvel flokksmenn hvísla og hrópa nú hærra og hærra - að Sjálfstæðisflokkurinn vinni ekki fyrir fólkið í landinu. Höfundur er listamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Ég skrifaði greinilega sannleikann um Áslaugu Örnu og Sjálfstæðisflokkinn um daginn því það leið ekki á löngu fyrr en sjálfur Brynjar Níelsson var ræstur úr Valhöll og gerður út á stúfana til að vinna skítverk drottnara sinna. Líkt og önnur gömul Sjálfstæðisvélmenni hefur hann ekki hugarflug í annað en að sletta rauðri málningu og skapa sér algjörlega ímyndaðan óvin: einhverskonar misheppnaðan marxískan listamann með Berlínarmúrsblæti. Ég viðurkenni að skrif Brynjars hreyfðu við mér. Höfðu Sovétmenn kannski sitthvað til síns máls? Mér þætti amk ekki verra að geta bara sent Brynjar í vinnu- og endurhæfingarbúðir í stað þess að neyðast til að eiga við hann orðastað í frjálsu samfélagi. En að öllu gamni slepptu, þá er reyndar ekki svo að allir þeir sem gagnrýni Sjálfstæðisflokkinn, græðgi hans, vanhæfni og spillingu, séu marxistar. Því fer fjarri, enda er gagnrýni á græðgi og efnishyggju, að ekki sé talað um spillingu, töluvert eldri og göfugri hefð. En það er auðvelt að mála Marx-skrattann á vegginn og Sjálfstæðismenn hafa komist upp með þann einfeldningslega málfutning mjög lengi sem eini hægriflokkurinn á Íslandi. Þeim tíma er þó lokið, og þegar Sjálfstæðisflokkurinn dettur loksins af þingi er ekki ólíklegt það skapist rúm fyrir eitthvað töluvert áhugaverðara. Það sem stendur þó mest í mér úr skrifum Brynjars er þó ekkert af þessu, heldur sú staðreynd að hann skyldi ætla að ég hefði skrifað greinina mína með klemmdar rasskinnar. Hví ætli hann haldi það? Á því er bara ein sálfræðileg skýring - Brynjar er vanur að klemma þær sjálfur, daginn út og inn - í þeirri veiku von að hans eigin flokkur hætti að ríða honum í rassgatið. Brynjar er nefnilega í óþægilegri stöðu, eins og allir aðrir íhaldsmenn í flokknum. Forystan, sem er fyrst og fremst í kapphlaupi við tíðarandann, og að skara eld að eigin köku, hatar hann og hugmyndir hans og niðurlægir hann stöðugt, vitandi að hann hefur ekki kjark til að fara annað (þó margir aðrir sem hegða sér ekki eins og meðlimir í kommúnistaflokki hafi það). Það er raunar afar kaldhæðnislegt að Brynjar skuli rísa upp af hnjánum til að verja hæfni Áslaugar Örnu, þegar það var einmitt gengið fram hjá honum sjálfum þegar hún var skipuð sem dómsmálaráðherra. En menn þurfa jú auðvitað að verja hagsmuni sína, og þeir eru ríkir hjá Brynjari. Hann ætlar nefnilega að sjúga ríkisspenann til æviloka - nú í nýrri vinnu hjá mannréttindaráði vinstri grænna. Það er vinna við hæfi, því þetta er auðvitað Sjálfstæðisstefnan í hnotskurn: að nota ríkisvaldið til þess að skapa vinnu fyrir vini sína. Ég vil þó viðurkenna að lokum að ég hef oft haft gaman að Brynjari í gegnum tíðina, og jafnvel stundum þótt mikið til hans koma. Ég tók fyrst eftir honum í Icesave deilunni og dáðist að málflutningi og þekkingu hans þar. Ég taldi vera á ferð mikinn prinsippmann, sem væri óhræddur að standa með skoðunum sínum. En hafi sá Brynjar einhverntíman verið til, þá er hann löngu dauður, kæfður af flokki sem heldur honum í gíslingu sem nytsömum sakleysingja, bolabít sem fær stundum að fara út og gelta og góla sig hásan, svo fólk geti ekki heyrt það sem almenningur og jafnvel flokksmenn hvísla og hrópa nú hærra og hærra - að Sjálfstæðisflokkurinn vinni ekki fyrir fólkið í landinu. Höfundur er listamaður.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun