Hvers vegna ekki að kjósa strax? Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar 11. október 2024 19:03 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði fyrir síðustu kosningar að öllu máli skipti hvort eftir kosningar tæki við sundurlaus samtíningur margra flokka eða öflug ríkisstjórn sem gæti tekist á við stór verkefni og hefði burði til að leysa áskoranir til framtíðar. Í sömu grein sagði ráðherrann að yrði Sjálfstæðisflokkurinn ekki við völd myndi verðbólgan fara úr öllu valdi og afborganir á húsnæðislánum stóraukast. Eflaust hefur kjósendum Sjálfstæðisflokksins ekki grunað að ráðherrann færi með öfugmæli og að við tæki sundurlaus samtíningur margra flokka, Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna – þar sem verðbólga færi upp úr öllu valdi og húsnæðislánin líka. Hvers vegna að kjósa í vor? Að þessu spurði forsætisráðherra um daginn þegar vantraustsyfirlýsing Vinstri grænna í garð stjórnarsamstarfsins var borin undir hann. Þá sagði ráðherrann að hann hefði frekar einfalda sýn á málið. „Hún er sú að við höfum skyldu til þess að vinna að framgangi okkar mála, sem stjórnin hefur komið sér saman um.“ Hann sagði seinna í viðtalinu: „Hitt er miklu meiri spurning, hvort að ríkisstjórn hefur burði til þess að klára verkefnin sín og vinna í þágu þjóðarinnar.“ Nefndi ráðherrann í því samhengi að framgangur í efnahagsmálum, útlendingamálum og orkumálum ætti að ráða úrslitum um það hvenær kosið yrði. Vandinn við orð forsætisráðherra er sá að þjóðin setur hvorki útlendinga né orkumál í forgang. Það er skýrt í öllum könnunum þar sem kjósendur eru beðnir um að forgangsraða málaflokkum. Þeir treysta augljóslega ekki ríkisstjórninni til að takast á við verðbólguna sem hún hefur leyft að grassera í að verða heilt kjörtímabil. Ég spurði forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær hvers vegna hann vildi ekki kjósa núna strax. Svar hans var að ef ríkisstjórn með eða án Sjálfstæðisflokksins, hvaða ríkisstjórn sem væri, sem ekki næði árangri í þeim stefnumálum sem brýnast brynnu á þjóðinni þá þyrfti hún að „fara til kjósenda og fá nýjan dóm og láta úthluta upp á nýtt“. Þarna er ég sammála ráðherranum. Það er ótækt að óvinsælasta ríkisstjórn í manna minnum sitji við völd þegar almenningur þarf á öflugri og samhentri ríkisstjórn að halda sem setur húsnæðismál, heilbrigðismál og baráttuna við verðbólguna í forgang. Stjórnarliðar vilja ekki þessa ríkisstjórn lengur og fólkið í landinu er komið með meira en nóg af henni. Eftir hverju er verið að bíða? Höfundur er þingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Píratar Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði fyrir síðustu kosningar að öllu máli skipti hvort eftir kosningar tæki við sundurlaus samtíningur margra flokka eða öflug ríkisstjórn sem gæti tekist á við stór verkefni og hefði burði til að leysa áskoranir til framtíðar. Í sömu grein sagði ráðherrann að yrði Sjálfstæðisflokkurinn ekki við völd myndi verðbólgan fara úr öllu valdi og afborganir á húsnæðislánum stóraukast. Eflaust hefur kjósendum Sjálfstæðisflokksins ekki grunað að ráðherrann færi með öfugmæli og að við tæki sundurlaus samtíningur margra flokka, Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna – þar sem verðbólga færi upp úr öllu valdi og húsnæðislánin líka. Hvers vegna að kjósa í vor? Að þessu spurði forsætisráðherra um daginn þegar vantraustsyfirlýsing Vinstri grænna í garð stjórnarsamstarfsins var borin undir hann. Þá sagði ráðherrann að hann hefði frekar einfalda sýn á málið. „Hún er sú að við höfum skyldu til þess að vinna að framgangi okkar mála, sem stjórnin hefur komið sér saman um.“ Hann sagði seinna í viðtalinu: „Hitt er miklu meiri spurning, hvort að ríkisstjórn hefur burði til þess að klára verkefnin sín og vinna í þágu þjóðarinnar.“ Nefndi ráðherrann í því samhengi að framgangur í efnahagsmálum, útlendingamálum og orkumálum ætti að ráða úrslitum um það hvenær kosið yrði. Vandinn við orð forsætisráðherra er sá að þjóðin setur hvorki útlendinga né orkumál í forgang. Það er skýrt í öllum könnunum þar sem kjósendur eru beðnir um að forgangsraða málaflokkum. Þeir treysta augljóslega ekki ríkisstjórninni til að takast á við verðbólguna sem hún hefur leyft að grassera í að verða heilt kjörtímabil. Ég spurði forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær hvers vegna hann vildi ekki kjósa núna strax. Svar hans var að ef ríkisstjórn með eða án Sjálfstæðisflokksins, hvaða ríkisstjórn sem væri, sem ekki næði árangri í þeim stefnumálum sem brýnast brynnu á þjóðinni þá þyrfti hún að „fara til kjósenda og fá nýjan dóm og láta úthluta upp á nýtt“. Þarna er ég sammála ráðherranum. Það er ótækt að óvinsælasta ríkisstjórn í manna minnum sitji við völd þegar almenningur þarf á öflugri og samhentri ríkisstjórn að halda sem setur húsnæðismál, heilbrigðismál og baráttuna við verðbólguna í forgang. Stjórnarliðar vilja ekki þessa ríkisstjórn lengur og fólkið í landinu er komið með meira en nóg af henni. Eftir hverju er verið að bíða? Höfundur er þingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun