Kári sagði að Kolbeinn ætti að biðja um skiptingu í hálfleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2024 19:58 Kolbeinn Birgir Finnsson var tekinn af velli í hálfleik. Vísir/Anton Brink Íslenska landsliðið fékk á sig tvö mörk á fyrsta hálftímanum á móti Wales í Þjóðadeildinni í kvöld og fyrrum miðverðir íslenska landsliðsins voru allt annað en sáttir með varnarleikinn í mörkum Wales. Kjartan Atli Kjartansson spurði Kári Árnason út í fyrri hálfleikinn hjá íslenska landsliðinu. „Þetta er sama gamla sagan. Vörnin er bara sofandi og við erum í rauninni heppnir að vera ekki 3-0 undir miðað við dauðafærið sem þeir fengu þarna undir lokin,“ sagði Kári. Kjartan spurði Lárus Orra Sigurðsson út í hvað var að gerast þegar Wales skoraði fyrri markið sitt. „Ég held að við verðum að horfa svolítið á Kolbein [Birgi Finnsson] þarna. Ég held að Kolbeinn hafi farið inn í þennan leik með gríðarlegar áhyggjur af honum [Brennan] Johnson þarna úti á kanti. Hann er mjög utarlega, hann hefur áhyggjur af honum og tekur ekki hlaupið þarna inn,“ sagði Lárus Orri. „Við sjáum það enn betur á eftir þegar við sjáum mark tvö. Málið er það að hann er það utarlega hann Johnson að það er alveg nógur tími til að fara út ef fyrirgjöfin er á hann. Hann verður að taka þessi hlaup inn,“ sagði Lárus. Bæði mörkin komu eftir hlaup Harry Wilson af miðjunni og undirbúningur markanna var keimlíkur. Kári var einnig ósáttur með Kolbein. „Hann þarf bara að biðja um skiptingu. Þetta er ekki boðlegt,“ sagði Kári. „Í fyrra markinu hefði hann getað náð Brennan Johnson sem síðan skoraði markið en hann gefst bara upp þegar hann er sloppinn í gegn. Hákon gerir vel í markinu að verja en svo er Brennan Johnson bara kominn í frákastið,“ sagði Kári. Hvort sem að Kolbeinn hafi farið af ráðum Kára eða ekki þá var hann tekinn af velli í hálfleik. Hér fyrir neðan má sjá umræðuna í hálfleik. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus deild kvenna frá A til Ö Sport Fleiri fréttir Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara Sjá meira
Kjartan Atli Kjartansson spurði Kári Árnason út í fyrri hálfleikinn hjá íslenska landsliðinu. „Þetta er sama gamla sagan. Vörnin er bara sofandi og við erum í rauninni heppnir að vera ekki 3-0 undir miðað við dauðafærið sem þeir fengu þarna undir lokin,“ sagði Kári. Kjartan spurði Lárus Orra Sigurðsson út í hvað var að gerast þegar Wales skoraði fyrri markið sitt. „Ég held að við verðum að horfa svolítið á Kolbein [Birgi Finnsson] þarna. Ég held að Kolbeinn hafi farið inn í þennan leik með gríðarlegar áhyggjur af honum [Brennan] Johnson þarna úti á kanti. Hann er mjög utarlega, hann hefur áhyggjur af honum og tekur ekki hlaupið þarna inn,“ sagði Lárus Orri. „Við sjáum það enn betur á eftir þegar við sjáum mark tvö. Málið er það að hann er það utarlega hann Johnson að það er alveg nógur tími til að fara út ef fyrirgjöfin er á hann. Hann verður að taka þessi hlaup inn,“ sagði Lárus. Bæði mörkin komu eftir hlaup Harry Wilson af miðjunni og undirbúningur markanna var keimlíkur. Kári var einnig ósáttur með Kolbein. „Hann þarf bara að biðja um skiptingu. Þetta er ekki boðlegt,“ sagði Kári. „Í fyrra markinu hefði hann getað náð Brennan Johnson sem síðan skoraði markið en hann gefst bara upp þegar hann er sloppinn í gegn. Hákon gerir vel í markinu að verja en svo er Brennan Johnson bara kominn í frákastið,“ sagði Kári. Hvort sem að Kolbeinn hafi farið af ráðum Kára eða ekki þá var hann tekinn af velli í hálfleik. Hér fyrir neðan má sjá umræðuna í hálfleik.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus deild kvenna frá A til Ö Sport Fleiri fréttir Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara Sjá meira