„Þá bilaðist allt og ég líka hérna á hliðarlínunni“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 12. október 2024 21:38 Rúnar Ingi er þjálfari Njarðvíkur. Vísir/Diego Njarðvíkingar vígðu nýjan heimavöll, IceMar-höllin í kvöld þegar Álftanes komu í heimsókn þegar 2. umferð Bónus deild karla. Bæði lið voru á eftir sínum fyrstu stigum í deildinni og var það Njarðvík sem hafði betur 89-80. Njarðvíkingar vígðu nýjan heimavöll, IceMar-höllin í kvöld þegar Álftanes komu í heimsókn þegar 2. umferð Bónus deild karla. Bæði lið voru á eftir sínum fyrstu stigum í deildinni og var það Njarðvík sem hafði betur 89-80. „Það var ótrúlega gaman að sjá hvað það mætti mikið af fólki hérna í kvöld. Þetta var rosalega mikilvæg hátíð fyrir félagið og það er ennþá skemmtilegra að geta gefið öllum þeim sem mættu hérna sigur í gjöf.“ Sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. „Varnarlega í seinni hálfleik þá skerpum við á nokkrum hlutum og vorum kannski ekki að breyta miklu. Gerðum smá aðlaganir hér og þar á enda action-inu í þeirra leikkerfum en heilt yfir þá vorum við bara aðeins grimmari og meira tilbúnir og við náðum að hvíla lykilmenn á réttum tíma.“ „Svo voru þetta svona litlu atriðin, fráköstuðum gríðarlega vel hérna síðustu fimm mínúturnar og fórum að gera eitthvað allt annað sóknarlega líka.“ „Að búa til sama vígi og sömu stemmningu verður áskorun“ Það kom smá hikst kafli hjá Njarðvíkingum í fjórða leikhluta sem hleypti Álftanes aftur inn í leikinn. „Það fór ekkert um mig, bara leiðinlegt að gera þetta svona erfitt. Við vorum búnir að gera virkilega vel varnarlega í þriðja leikhluta og höldum þeim í sextán stigum. Við köstum því eiginlega bara frá okkur og auðvitað er það bæði sóknarleikur og ekki nógu fljótir til baka. Við tókum leikhlé og slökuðum aðeins á og fórum að láta boltann flæða aðeins meira. Þetta var orðið svolítið mikið hnoð og svolítið mikið erfitt.“ Njarðvík náði aftur takti undir lok leiks og Mario Matasovic kveikti í húsinu með frábærri troðslu undir lokin og fékk alla áhorfendur með sér. „Þegar Mario fer hérna endalínuna og treður honum hinu megin við í snúning þá bilaðist allt og ég bilaðist líka hérna á hliðarlínunni. Þetta er bara ótrúlega skemmtilegt og ég vona að allt þetta fólk mæti aftur.“ „Við erum að koma úr Ljónagryfjunni sem er minnsta íþróttahús á Íslandi þar sem þú finnur fyrir andardrættinum í áhorfendum. Þannig að búa til í þessu húsi einhvern veginn sama vígi, sömu stemningu verður áskorun fyrir okkur en það er líka það sem ég legg áherslu á við mína leikmenn að þeir hafi gaman af hlutunum og við séum með jákvæða líkamstjáningu og við séum að gera eitthvað sem lætur fólkið vilja koma aftur og spila skemmtilegan körfubolta. Ég vona að við höfum náð því í kvöld.“ Bónus-deild karla UMF Njarðvík UMF Álftanes Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ Sjá meira
Njarðvíkingar vígðu nýjan heimavöll, IceMar-höllin í kvöld þegar Álftanes komu í heimsókn þegar 2. umferð Bónus deild karla. Bæði lið voru á eftir sínum fyrstu stigum í deildinni og var það Njarðvík sem hafði betur 89-80. „Það var ótrúlega gaman að sjá hvað það mætti mikið af fólki hérna í kvöld. Þetta var rosalega mikilvæg hátíð fyrir félagið og það er ennþá skemmtilegra að geta gefið öllum þeim sem mættu hérna sigur í gjöf.“ Sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. „Varnarlega í seinni hálfleik þá skerpum við á nokkrum hlutum og vorum kannski ekki að breyta miklu. Gerðum smá aðlaganir hér og þar á enda action-inu í þeirra leikkerfum en heilt yfir þá vorum við bara aðeins grimmari og meira tilbúnir og við náðum að hvíla lykilmenn á réttum tíma.“ „Svo voru þetta svona litlu atriðin, fráköstuðum gríðarlega vel hérna síðustu fimm mínúturnar og fórum að gera eitthvað allt annað sóknarlega líka.“ „Að búa til sama vígi og sömu stemmningu verður áskorun“ Það kom smá hikst kafli hjá Njarðvíkingum í fjórða leikhluta sem hleypti Álftanes aftur inn í leikinn. „Það fór ekkert um mig, bara leiðinlegt að gera þetta svona erfitt. Við vorum búnir að gera virkilega vel varnarlega í þriðja leikhluta og höldum þeim í sextán stigum. Við köstum því eiginlega bara frá okkur og auðvitað er það bæði sóknarleikur og ekki nógu fljótir til baka. Við tókum leikhlé og slökuðum aðeins á og fórum að láta boltann flæða aðeins meira. Þetta var orðið svolítið mikið hnoð og svolítið mikið erfitt.“ Njarðvík náði aftur takti undir lok leiks og Mario Matasovic kveikti í húsinu með frábærri troðslu undir lokin og fékk alla áhorfendur með sér. „Þegar Mario fer hérna endalínuna og treður honum hinu megin við í snúning þá bilaðist allt og ég bilaðist líka hérna á hliðarlínunni. Þetta er bara ótrúlega skemmtilegt og ég vona að allt þetta fólk mæti aftur.“ „Við erum að koma úr Ljónagryfjunni sem er minnsta íþróttahús á Íslandi þar sem þú finnur fyrir andardrættinum í áhorfendum. Þannig að búa til í þessu húsi einhvern veginn sama vígi, sömu stemningu verður áskorun fyrir okkur en það er líka það sem ég legg áherslu á við mína leikmenn að þeir hafi gaman af hlutunum og við séum með jákvæða líkamstjáningu og við séum að gera eitthvað sem lætur fólkið vilja koma aftur og spila skemmtilegan körfubolta. Ég vona að við höfum náð því í kvöld.“
Bónus-deild karla UMF Njarðvík UMF Álftanes Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ Sjá meira