Eiður var óviss um Andra: „Hann var lítill og feitlaginn strákur“ Sindri Sverrisson skrifar 14. október 2024 07:02 Andri Lucas Guðjohnsen er ekki lengur lítill og alls ekki feitlaginn. Hann var í byrjunarliði Íslands gegn Wales á föstudaginn og spilar væntanlega gegn Tyrkjum í kvöld. vísir/Anton Eiður Smári Guðjohnsen segir að sonur sinn, Andri Lucas, sé hreinræktaður framherji sem eigi bjarta framtíð fyrir höndum og sé föðurbetrungur á ákveðnum sviðum. Hann hafi þó ekki verið alveg viss í byrjun um að það yrði atvinnumaður í fótbolta úr honum. Eiður var í stúkunni á sínum gamla heimavelli Stamford Bridge í byrjun mánaðarins þegar hann fylgdist með Andra spila með Gent gegn Chelsea í Sambandsdeild Evrópu. Andri lagði upp annað marka Gent í 4-2 tapi. Andri er einn þriggja sona Eiðs sem allir hafa orðið atvinnumenn í fótbolta. Hann blómstraði með Lyngby og raðaði inn mörkum í dönsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, er nú mættur til Gent og hefur verið að festa sig í sessi í íslenska landsliðinu sem mætir Tyrklandi í kvöld. Andri er fæddur árið 2002 og man því ekki eftir árunum í London þegar pabbi hans fór á kostum með Chelsea og fagnaði meðal annars tveimur Englandsmeistaratitlum, áður en Barcelona keypti hann árið 2006 Chelsea great Eidur Gudjohnsen backing 'complete striker' son for Blues move after audition | @MullockSMirror https://t.co/JYbhqLuHzP pic.twitter.com/uMwhFZ9LR9— Mirror Football (@MirrorFootball) October 12, 2024 „Ég gat ekki séð fyrir mér hvernig Andri yrði að leikmanni þegar hann var krakki. Ég er ekki með einhverja neikvæðni en hann var lítill og feitlaginn strákur sem labbaði um með bolta undir handleggnum. Það var svo bara þegar hann var orðinn sjö eða átta ára sem ég sá að hann gæti orðið atvinnumaður. Hann tók stór skref í akademíunni hjá Espanyol eftir að ég færði mig yfir til Barcelona,“ segir Eiður Smári í grein sem birtist í enska miðlinum Mirror um helgina. Andri Lucas Guðjohnsen með skalla gegn Wales á föstudagskvöld. Eiður pabbi hans segir Andra betri skallamann en hann hafi sjálfur verið.vísir/Anton Eiður er ekki í vafa um að Andri geti náð enn lengra á sínum ferli og Mirror segir að Eiður vonist til þess að sjá strákinn jafnvel í Chelsea-búningi í framtíðinni: „Andri hefur getuna til að vera hreinræktaður framherji. Ég leit aldrei þannig á sjálfan mig því ég þurfti alltaf mann fyrir framan mig. Andri þarf þess ekki. Hann er algjör framherji og treystir á aðstoð frá miðjumönnum og kantmönnum. Andri er sterkur í loftinu – miklu betri en pabbi sinn. Hann er leikinn, þökk sé árunum í akademíu á Spáni, og hann les leikinn vel. Hann er með þetta allt saman. Ég sé hann bara fara í eina átt og það er upp á við. Þetta segi ég ekki sem pabbi hans heldur sem sérfræðingur. Ég sé alveg að hann hefur allt sem þarf til að vaxa, komast á hærra stig og taka fleiri skref á ferlinum,“ segir Eiður og bendir á að Andri sé í raun rétt að byrja. „Ekki gleyma því að þetta er aðeins annað árið hans í fullorðinsbolta. Hann átti erfiðan tíma í Svíþjóð [hjá Norrköping] því einhverra hluta vegna var þjálfarinn ekki mikið að nýta hann. Hjá næsta félagi hans, Lyngby, vissu þeir eftir þrjár æfingar að þessi strákur yrði fullkominn framherji fyrir þá. Og núna er hann kominn til Gent í Belgíu.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus deild kvenna frá A til Ö Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Fleiri fréttir Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara Sjá meira
Eiður var í stúkunni á sínum gamla heimavelli Stamford Bridge í byrjun mánaðarins þegar hann fylgdist með Andra spila með Gent gegn Chelsea í Sambandsdeild Evrópu. Andri lagði upp annað marka Gent í 4-2 tapi. Andri er einn þriggja sona Eiðs sem allir hafa orðið atvinnumenn í fótbolta. Hann blómstraði með Lyngby og raðaði inn mörkum í dönsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, er nú mættur til Gent og hefur verið að festa sig í sessi í íslenska landsliðinu sem mætir Tyrklandi í kvöld. Andri er fæddur árið 2002 og man því ekki eftir árunum í London þegar pabbi hans fór á kostum með Chelsea og fagnaði meðal annars tveimur Englandsmeistaratitlum, áður en Barcelona keypti hann árið 2006 Chelsea great Eidur Gudjohnsen backing 'complete striker' son for Blues move after audition | @MullockSMirror https://t.co/JYbhqLuHzP pic.twitter.com/uMwhFZ9LR9— Mirror Football (@MirrorFootball) October 12, 2024 „Ég gat ekki séð fyrir mér hvernig Andri yrði að leikmanni þegar hann var krakki. Ég er ekki með einhverja neikvæðni en hann var lítill og feitlaginn strákur sem labbaði um með bolta undir handleggnum. Það var svo bara þegar hann var orðinn sjö eða átta ára sem ég sá að hann gæti orðið atvinnumaður. Hann tók stór skref í akademíunni hjá Espanyol eftir að ég færði mig yfir til Barcelona,“ segir Eiður Smári í grein sem birtist í enska miðlinum Mirror um helgina. Andri Lucas Guðjohnsen með skalla gegn Wales á föstudagskvöld. Eiður pabbi hans segir Andra betri skallamann en hann hafi sjálfur verið.vísir/Anton Eiður er ekki í vafa um að Andri geti náð enn lengra á sínum ferli og Mirror segir að Eiður vonist til þess að sjá strákinn jafnvel í Chelsea-búningi í framtíðinni: „Andri hefur getuna til að vera hreinræktaður framherji. Ég leit aldrei þannig á sjálfan mig því ég þurfti alltaf mann fyrir framan mig. Andri þarf þess ekki. Hann er algjör framherji og treystir á aðstoð frá miðjumönnum og kantmönnum. Andri er sterkur í loftinu – miklu betri en pabbi sinn. Hann er leikinn, þökk sé árunum í akademíu á Spáni, og hann les leikinn vel. Hann er með þetta allt saman. Ég sé hann bara fara í eina átt og það er upp á við. Þetta segi ég ekki sem pabbi hans heldur sem sérfræðingur. Ég sé alveg að hann hefur allt sem þarf til að vaxa, komast á hærra stig og taka fleiri skref á ferlinum,“ segir Eiður og bendir á að Andri sé í raun rétt að byrja. „Ekki gleyma því að þetta er aðeins annað árið hans í fullorðinsbolta. Hann átti erfiðan tíma í Svíþjóð [hjá Norrköping] því einhverra hluta vegna var þjálfarinn ekki mikið að nýta hann. Hjá næsta félagi hans, Lyngby, vissu þeir eftir þrjár æfingar að þessi strákur yrði fullkominn framherji fyrir þá. Og núna er hann kominn til Gent í Belgíu.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus deild kvenna frá A til Ö Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Fleiri fréttir Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara Sjá meira