Starfslýsing kennarans Davíð Már Sigurðsson skrifar 17. október 2024 07:02 Hvað þýðir það að vera kennari? Þýðir það að vera kennari það sama og það gerði um aldamótin, hvað þá hálfa öld aftur í tímann. Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að svo er ekki. Einhvern tímann í grárri forneskju voru kennara víst með sambærileg laun og alþingismenn svo það hefur að minnsta kosti breyst. Þessar breyttu aðstæður er eitthvað sem mér hefur ekki fundist fá vægi í umræðunni um skólamál. Þó hæstvirtur borgarstjóri láti það hljóma eins og að vilji kennara sé að verja minni tíma með nemendum sínum eða vera alltaf í veikindaleyfi, þá skautar hann framhjá ákveðnum lykilatriðum. Þegar umræddur kennari var í grunnskóla var öldin önnur, eða svo til. Þá voru færri foreldraviðtöl og foreldrafundir. Nemendur hófu nám í september og luku í maí, skóladagurinn var styttri, aðgengi foreldra að kennurum var minna. Einnig voru nemendahópar einsleitari og getuskipting var en til staðar. Tækninni hafði ekki ennþá fleygt fram af sama hraða og nú á dögum. Þá voru engir samfélgasmiðlar eða snjalltæki til að keppast við kennara um athygli í kennslustundum. Og engir tæknirisar með beinan hag af því að höggva niður athyglisgetu barna og unglinga, svo ekki sé minnst á foreldra þeirra. Ekki var búið að innleiða Skóla án aðgreiningar og það hafði ekkert fjármálahrun átt sér stað. Þessi listi er þó engan veginn tæmandi um þær breytingar sem hafa orðið í samfélaginu. Kennarastarfið hefur því þurft að breytast all nokkuð á þessum tíma. En með þessum breytingum koma líka aukin verkefni inn í starfslýsingu kennara. Það þýðir þó ekki að verkefnin sem áður lágu fyrir hverfi út í buskann. Þeim þarf áfram að sinna. Það liggur í augum uppi að ekki er hægt að hlaða og hlaða verkefnum og halda að það hafi engin áhrif. Þá þurfa þeir sem halda utan um krónurnar einfaldlega að spyrja sig. Hverju á að fórna og hverju á að viðhalda? Er það ekki þokkalega einföld hagfræði? Höfundur er grunnskólakennari og þjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Grunnskólar Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Hvað þýðir það að vera kennari? Þýðir það að vera kennari það sama og það gerði um aldamótin, hvað þá hálfa öld aftur í tímann. Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að svo er ekki. Einhvern tímann í grárri forneskju voru kennara víst með sambærileg laun og alþingismenn svo það hefur að minnsta kosti breyst. Þessar breyttu aðstæður er eitthvað sem mér hefur ekki fundist fá vægi í umræðunni um skólamál. Þó hæstvirtur borgarstjóri láti það hljóma eins og að vilji kennara sé að verja minni tíma með nemendum sínum eða vera alltaf í veikindaleyfi, þá skautar hann framhjá ákveðnum lykilatriðum. Þegar umræddur kennari var í grunnskóla var öldin önnur, eða svo til. Þá voru færri foreldraviðtöl og foreldrafundir. Nemendur hófu nám í september og luku í maí, skóladagurinn var styttri, aðgengi foreldra að kennurum var minna. Einnig voru nemendahópar einsleitari og getuskipting var en til staðar. Tækninni hafði ekki ennþá fleygt fram af sama hraða og nú á dögum. Þá voru engir samfélgasmiðlar eða snjalltæki til að keppast við kennara um athygli í kennslustundum. Og engir tæknirisar með beinan hag af því að höggva niður athyglisgetu barna og unglinga, svo ekki sé minnst á foreldra þeirra. Ekki var búið að innleiða Skóla án aðgreiningar og það hafði ekkert fjármálahrun átt sér stað. Þessi listi er þó engan veginn tæmandi um þær breytingar sem hafa orðið í samfélaginu. Kennarastarfið hefur því þurft að breytast all nokkuð á þessum tíma. En með þessum breytingum koma líka aukin verkefni inn í starfslýsingu kennara. Það þýðir þó ekki að verkefnin sem áður lágu fyrir hverfi út í buskann. Þeim þarf áfram að sinna. Það liggur í augum uppi að ekki er hægt að hlaða og hlaða verkefnum og halda að það hafi engin áhrif. Þá þurfa þeir sem halda utan um krónurnar einfaldlega að spyrja sig. Hverju á að fórna og hverju á að viðhalda? Er það ekki þokkalega einföld hagfræði? Höfundur er grunnskólakennari og þjálfari.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun