Hægrilaus ríkisstjórn fram á vor Sóley Tómasdóttir skrifar 14. október 2024 23:29 Nú þegar Bjarni Benediktsson hefur klúðrað enn einu ríkisstjórnarsamstarfinu er ástæða til að hugsa næstu skref og mögulega önnur en þau sem hann leggur til. Það eru til fleiri og vænlegri valkostir en kosningar með örstuttum fyrirvara. Margar góðar ástæður eru fyrir myndun bráðabirgðastjórnar miðju- og vinstriflokka um fá og afmörkuð verkefni fram á vorið. Lýðræðið Ef kosið verður 30. nóvember þurfa framboð að vera komin fram og auglýst fyrir mánaðamót. Eftir 18 daga. Þá þurfa stefnuskrár að liggja fyrir svo hægt sé að kynna fólk og málefni fyrir kjósendum. Þetta er algerlega óraunhæft fyrir ný framboð og annmarkarnir eru fjölmargir fyrir rótgróna flokka. Einstaklingar hafa örfáa daga til að ákveða framboð, en það mun að sjálfsögðu draga úr líkunum á endurnýjun, sér í lagi meðal kvenna, kvára og jaðarsetts fólks sem oft þarf lengri aðdraganda en sitjandi þingfólk. Kosningar með stuttum fyrirvara munu þannig skila kjósendum færri framboðum, vanbúnum stefnuskrám og einsleitum framboðslistum. Sem er ekki mjög lýðræðislegt. Hægrið Nú þegar uppgangur hægriöfgaafla er að eiga sér stað um allan heim er breitt og sterkt andsvar nauðsynlegt. Það þarf að svara útlendingaandúð Miðflokksins fullum hálsi og standa vörð um velferð, samvinnu og samkennd. Þessi gildi eru í kjarna gömlu mið- og vinstriflokkanna, þó sumir þeirra hafi gert meiri málamiðlanir en mörg okkar hefðu kosið upp á síðkastið. Nú er lag að rétta kúrsinn. Leita í ræturnar og mynda bandalög flokka með líkar áherslur. Útiloka öfgahægri og endurheimta félagslegt réttlæti. Vinstrið Mýtan um að vinstrafólk geti ekki unnið saman er gömul og úr sér gengin. Þó á ýmsu hafi gengið á þinginu að undanförnu hafa mið- og vinstriflokkar átt langt og farsælt samstarf í sveitarfélögum víða um land. Þó fylgi þessara flokka mælist nú mishátt, myndi það þjóna tilgangi þerira allra að staldra við og vinna saman að afmörkuðum verkefnum fram á vor. Framsóknarflokkur og Vinstri græn þurfa löngu tímabæran frið frá Sjálfstæðisflokknum til að sýna hvað í þeim býr. Hvor flokkur um sig gæti endurnýjað traust og aukið fylgi og Píratar fengju tækifæri til að sýna ábyrgð sem stjórnarflokkur. Þó Samfylkingin mælist með mikið fylgi núna, væri það skammgóður vermir ef ekki verður hægt að mynda ríkisstjórn án hægrisins eftir þessar kosningar. Tímabundin ríkisstjórn Framsóknar, Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og mögulega Viðreisnar gæti orðið fyrsta útspilið í kosningabaráttu vorsins. Þannig gætu flokkarnir lokið mikilvægum verkefnum og veitt okkur öllum svigrúm til að ákveða hvort við viljum stofna flokk, bjóða okkur fram, hafa áhrif á stefnuskrár og hvað við viljum kjósa. Umfram allt, þá gætu þessir flokkar boðið okkur upp á raunverulegan valkost við hægrið, jafnt fyrir og eftir kosningar. Höfundur er kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar Bjarni Benediktsson hefur klúðrað enn einu ríkisstjórnarsamstarfinu er ástæða til að hugsa næstu skref og mögulega önnur en þau sem hann leggur til. Það eru til fleiri og vænlegri valkostir en kosningar með örstuttum fyrirvara. Margar góðar ástæður eru fyrir myndun bráðabirgðastjórnar miðju- og vinstriflokka um fá og afmörkuð verkefni fram á vorið. Lýðræðið Ef kosið verður 30. nóvember þurfa framboð að vera komin fram og auglýst fyrir mánaðamót. Eftir 18 daga. Þá þurfa stefnuskrár að liggja fyrir svo hægt sé að kynna fólk og málefni fyrir kjósendum. Þetta er algerlega óraunhæft fyrir ný framboð og annmarkarnir eru fjölmargir fyrir rótgróna flokka. Einstaklingar hafa örfáa daga til að ákveða framboð, en það mun að sjálfsögðu draga úr líkunum á endurnýjun, sér í lagi meðal kvenna, kvára og jaðarsetts fólks sem oft þarf lengri aðdraganda en sitjandi þingfólk. Kosningar með stuttum fyrirvara munu þannig skila kjósendum færri framboðum, vanbúnum stefnuskrám og einsleitum framboðslistum. Sem er ekki mjög lýðræðislegt. Hægrið Nú þegar uppgangur hægriöfgaafla er að eiga sér stað um allan heim er breitt og sterkt andsvar nauðsynlegt. Það þarf að svara útlendingaandúð Miðflokksins fullum hálsi og standa vörð um velferð, samvinnu og samkennd. Þessi gildi eru í kjarna gömlu mið- og vinstriflokkanna, þó sumir þeirra hafi gert meiri málamiðlanir en mörg okkar hefðu kosið upp á síðkastið. Nú er lag að rétta kúrsinn. Leita í ræturnar og mynda bandalög flokka með líkar áherslur. Útiloka öfgahægri og endurheimta félagslegt réttlæti. Vinstrið Mýtan um að vinstrafólk geti ekki unnið saman er gömul og úr sér gengin. Þó á ýmsu hafi gengið á þinginu að undanförnu hafa mið- og vinstriflokkar átt langt og farsælt samstarf í sveitarfélögum víða um land. Þó fylgi þessara flokka mælist nú mishátt, myndi það þjóna tilgangi þerira allra að staldra við og vinna saman að afmörkuðum verkefnum fram á vor. Framsóknarflokkur og Vinstri græn þurfa löngu tímabæran frið frá Sjálfstæðisflokknum til að sýna hvað í þeim býr. Hvor flokkur um sig gæti endurnýjað traust og aukið fylgi og Píratar fengju tækifæri til að sýna ábyrgð sem stjórnarflokkur. Þó Samfylkingin mælist með mikið fylgi núna, væri það skammgóður vermir ef ekki verður hægt að mynda ríkisstjórn án hægrisins eftir þessar kosningar. Tímabundin ríkisstjórn Framsóknar, Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og mögulega Viðreisnar gæti orðið fyrsta útspilið í kosningabaráttu vorsins. Þannig gætu flokkarnir lokið mikilvægum verkefnum og veitt okkur öllum svigrúm til að ákveða hvort við viljum stofna flokk, bjóða okkur fram, hafa áhrif á stefnuskrár og hvað við viljum kjósa. Umfram allt, þá gætu þessir flokkar boðið okkur upp á raunverulegan valkost við hægrið, jafnt fyrir og eftir kosningar. Höfundur er kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun