Forsvarsmenn fyrirtækisins tilkynntu árið 2019 að þeir væru hættir að skipuleggja sína árlegu tískusýningu. Tískusýningin átti þá æ minni vinsældum að fagna og auk þess voru forsvarsmenn fyrirtækisins harðlega gagnrýndir fyrir að ýta undir líkamsdýrkun. Í þetta skiptið segja þeir að tískusýningin sé hugsuð fyrir allar konur, á sama hvaða aldri þær eru og sama hvernig þær líta út.
Sýningin var sýnd í beinni á netinu og má sjá hana hér fyrir neðan í heild sinni. Myndir eru neðst í fréttinni.
Reynsluboltar í bland við nýliða
Meðal þeirra tónlistarmanna sem stigu á svið voru K-pop stjarnan Lisa, suður-afríska söngkonan Tyla og poppgoðsögnin Cher. Meðal ofurfyrirsæta sem stigu á svið í nærfötum Victoria's Secret voru systurnar Gigi og Bella Hadid og Adriana Lima.
Gamlir reynsluboltar úr fyrirsætuheiminum létu sig heldur ekki vanta. Þannig mætti Kate Moss á sviðið og líka Claudia Schiffer sem síðast kom fram á allra fyrstu tískusýningu fyrirtækisins árið 1997. Þá mætti fyrrverandi forsetafrú Frakklands Carla Bruni einnig á sýninguna.
Ashley Graham lét sig heldur ekki vanta og sagðist hafa ákveðið að slá til, til þessa að sýna fram á að allar konur mættu taka pláss á slíkum tískusýningum. Alex Consani skráði sig svo á spjöld sögunnar þegar hún var fyrsta trans konan til að koma fram á tískusýningunni. Þá lokaði sjálf Tyra Banks úr raunveruleikaþáttunum America's Next Top Model öllu saman svo athygli vakti.
Ef Instagram færslur birtast ekki er ráð að endurhlaða síðuna (e. refresh).







