Pallborðið: Rannsókn lögreglunnar á meintri byrlun og símastuldi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. október 2024 10:38 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir fréttamaður, Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Heimildinni, Þóra Arnórsdóttir fyrrverandi ritstjóri Kveiks, og Flóki Ásgeirsson, lögmaður Blaðamannafélagsins í málinu, koma í Pallborðið klukkan 14. Þrjár vikur eru síðan lögreglan á Norðurlandi eystra tilkynnti að hún hefði fellt niður rannsókn á meintri byrlun skipstjórans Páls Steingrímssonar, afritun gagna af síma hans og dreifingu á kynferðislegu efni. Páll undirbýr nú að kæra niðurfellinguna til ríkissaksóknara. Fyrrverandi eiginkona Páls hafði réttarstöðu sakbornings í málinu auk sex blaðamanna. Þóra Arnórsdóttir fyrrverandi ritstjóri Kveiks, Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Heimildinni og Flóki Ásgeirsson lögmaður Blaðamannfélagsins í málinu koma í Pallborðið á Vísi klukkan tvö til að fara yfir málið. Málið má rekja aftur til umfjöllunar Kveiks um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu. Í kjölfarið var fjallað um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja á Stundinni og Kjarnanum, nú Heimildinni, og störf hennar. Skæruliðadeildin var skipuð nokkrum starfsmönnum Samherja, þar á meðal Örnu Bryndísi McClure yfirlögfræðingi Samherja, Þorbirni Þórðarsyni almannatengslaráðgjafa, Páli Steingrímssyni þáverandi skipstjóra hjá Samherja og Jóni Óttari Ólafssyni rágjafa og fyrrverandi rannsóknarlögreglumanni. Fram kom í umfjöllun um samskiptin þeirra á milli að þau hafi meðal annars reynt að hafa áhrif á niðurstöður formannskjörs í Blaðamannafélagi Íslands og prófkjör fyrir Alþingiskosningar árið 2021 hjá Sjálfstæðisflokknum í Norðausturkjördæmi. Strax og Samherjamenn voru upplýstir um fyrirhugaða umfjöllun Kjarnans og Stundarinnar kærði Páll Steingrímsson málið til lögreglu þar sem hann fullyrti meðal annars að síma sínum hefði verið stolið þegar hann lá fárveikur á sjúkrahúsinu á Akureyri í maímánuði 2021. Pallborðið verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14. Pallborðið Samherjaskjölin Byrlunar- og símastuldarmálið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu sé lokið Sigurður G. Guðjónsson lögmaður segir afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu svokallaða sé lokið en embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra greindi frá því í síðustu viku að ákveðið hefði verið að hætta rannsókn málsins. 3. október 2024 06:52 Rannsókn á byrlunar- og símamáli Páls skipstjóra úr sögunni Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hefur tekið ákvörðun um að hætta rannsókn í máli er varðar meinta byrlun, afritun á upplýsingum af síma einstaklings og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Sex blaðamenn fengu réttarstöðu sakbornings í málinu auk fyrrverandi eiginkonu Páls. 26. september 2024 12:26 Páll skipstjóri hvergi nærri hættur Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls Steingrímssonar fyrrverandi skipstjóra hjá Samherja, er að leggja lokahönd á kæru á niðurfellingu rannsóknar lögreglunnar á Norðurlandi eystra á meintri byrlun til ríkissaksóknara. 15. október 2024 10:49 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Sjá meira
Páll undirbýr nú að kæra niðurfellinguna til ríkissaksóknara. Fyrrverandi eiginkona Páls hafði réttarstöðu sakbornings í málinu auk sex blaðamanna. Þóra Arnórsdóttir fyrrverandi ritstjóri Kveiks, Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Heimildinni og Flóki Ásgeirsson lögmaður Blaðamannfélagsins í málinu koma í Pallborðið á Vísi klukkan tvö til að fara yfir málið. Málið má rekja aftur til umfjöllunar Kveiks um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu. Í kjölfarið var fjallað um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja á Stundinni og Kjarnanum, nú Heimildinni, og störf hennar. Skæruliðadeildin var skipuð nokkrum starfsmönnum Samherja, þar á meðal Örnu Bryndísi McClure yfirlögfræðingi Samherja, Þorbirni Þórðarsyni almannatengslaráðgjafa, Páli Steingrímssyni þáverandi skipstjóra hjá Samherja og Jóni Óttari Ólafssyni rágjafa og fyrrverandi rannsóknarlögreglumanni. Fram kom í umfjöllun um samskiptin þeirra á milli að þau hafi meðal annars reynt að hafa áhrif á niðurstöður formannskjörs í Blaðamannafélagi Íslands og prófkjör fyrir Alþingiskosningar árið 2021 hjá Sjálfstæðisflokknum í Norðausturkjördæmi. Strax og Samherjamenn voru upplýstir um fyrirhugaða umfjöllun Kjarnans og Stundarinnar kærði Páll Steingrímsson málið til lögreglu þar sem hann fullyrti meðal annars að síma sínum hefði verið stolið þegar hann lá fárveikur á sjúkrahúsinu á Akureyri í maímánuði 2021. Pallborðið verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14.
Pallborðið Samherjaskjölin Byrlunar- og símastuldarmálið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu sé lokið Sigurður G. Guðjónsson lögmaður segir afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu svokallaða sé lokið en embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra greindi frá því í síðustu viku að ákveðið hefði verið að hætta rannsókn málsins. 3. október 2024 06:52 Rannsókn á byrlunar- og símamáli Páls skipstjóra úr sögunni Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hefur tekið ákvörðun um að hætta rannsókn í máli er varðar meinta byrlun, afritun á upplýsingum af síma einstaklings og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Sex blaðamenn fengu réttarstöðu sakbornings í málinu auk fyrrverandi eiginkonu Páls. 26. september 2024 12:26 Páll skipstjóri hvergi nærri hættur Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls Steingrímssonar fyrrverandi skipstjóra hjá Samherja, er að leggja lokahönd á kæru á niðurfellingu rannsóknar lögreglunnar á Norðurlandi eystra á meintri byrlun til ríkissaksóknara. 15. október 2024 10:49 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Sjá meira
Afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu sé lokið Sigurður G. Guðjónsson lögmaður segir afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu svokallaða sé lokið en embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra greindi frá því í síðustu viku að ákveðið hefði verið að hætta rannsókn málsins. 3. október 2024 06:52
Rannsókn á byrlunar- og símamáli Páls skipstjóra úr sögunni Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hefur tekið ákvörðun um að hætta rannsókn í máli er varðar meinta byrlun, afritun á upplýsingum af síma einstaklings og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Sex blaðamenn fengu réttarstöðu sakbornings í málinu auk fyrrverandi eiginkonu Páls. 26. september 2024 12:26
Páll skipstjóri hvergi nærri hættur Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls Steingrímssonar fyrrverandi skipstjóra hjá Samherja, er að leggja lokahönd á kæru á niðurfellingu rannsóknar lögreglunnar á Norðurlandi eystra á meintri byrlun til ríkissaksóknara. 15. október 2024 10:49