Barnafátækt á Íslandi Þorbera Fjölnisdóttir skrifar 17. október 2024 08:33 Hvað er barnafátækt? Barnafátækt er ein birtingarmynd ójöfnuðar í samfélaginu og vísar til aðstæðna sem börn búa við, þar sem skortir nauðsynleg úrræði til að þau njóti öruggrar og heilbrigðar æsku. Þetta getur falið í sér ófullnægjandi aðgang að þáttum sem eru nauðsynlegir fyrir vöxt og þroska barna, s.s. næringarríkum mat, öruggu húsnæði, menntun og fullnægjandi heilbrigðisþjónustu. Afleiðingar barnafátæktar Barnafátækt getur haft alvarleg, víðtæk og langvarandi áhrif á velferð, menntun, heilsu og framtíðarhorfur einstaklingsins. Börn sem alast upp við fátækt fá ekki sömu tækifæri og önnur börn til að taka þátt ýmsu í samfélaginu sem getur auðgað líf þeirra, s.s. skemmtunum, íþróttum og listnámi. Fátækt fylgir óhjákvæmilega félagsleg einangrun. Hvernig er hægt að draga úr barnafátækt? Barnafátækt er til komin vegna fátæktar foreldranna eða forráðamanna. Viðleitni til að draga úr barnafátækt krefst margþættrar nálgunar sem tekur á rótum fátæktarinnar og veitir fjölskyldum sem búa við fátækt alhliða stuðning. Fólk þarf að geta lifað mannsæmandi lífi af tekjum sínum, hvort sem þær eru laun eða örorkulífeyrir. Öll heilbrigðisþjónusta fyrir börn og skólamáltíðir eiga að vera án endurgjalds. Börn eiga að hafa jafnan aðgang að menntun til 18 ára aldurs, óháð efnahag foreldra eða forráðamanna. Það þarf að nota tæki barnabóta og húsnæðisstuðnings til jöfnunar. Staðan á Íslandi Í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem íslenska ríkið hefur lögfest, eiga öll börn rétt á heilsuvernd, menntun og að njóta hvíldar og tómstunda. Reyndin er þó að á Íslandi búa um 10 þúsund börn við fátækt, þar af 3 þúsund börn við sára fátækt. Ísland er eina norræna landið þar sem börn eiga frekar á hættu að búa við fátækt en fullorðnir. Með því að viðurkenna þær áskoranir sem þau börn sem búa við fátækt standa frammi fyrir og grípa tilsamstilltra aðgerða til að bregðast við rótum fátæktar barna, búum við öllum börnum tækifæri til að dafna. Við sem eitt ríkasta samfélag heims, hljótum að geta sammælst um að hvert barn eigi skilið tækifæri til að eiga bjarta framtíð á eigin forsendum, óháð félagslegum og efnahagslegum aðstæðum. Það fjármagn sem sett er í þjónustu við börn er fjárfesting til framtíðar, jafnt fyrir einstaklingana sem og samfélagið. Efst á blaði yfir heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna er að útrýma fátækt. Á Íslandi er hins vegar ekki til nein opinber áætlun eða stefna um að uppræta fátækt og væri það verðugt verkefni væntanlegrar nýrrar ríkisstjórnar að bæta úr því. 17. október er alþjóðlegur baráttudagur gegn fátækt. Höfundur er formaður EAPN á Íslandi, samtaka gegn fátækt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Hvað er barnafátækt? Barnafátækt er ein birtingarmynd ójöfnuðar í samfélaginu og vísar til aðstæðna sem börn búa við, þar sem skortir nauðsynleg úrræði til að þau njóti öruggrar og heilbrigðar æsku. Þetta getur falið í sér ófullnægjandi aðgang að þáttum sem eru nauðsynlegir fyrir vöxt og þroska barna, s.s. næringarríkum mat, öruggu húsnæði, menntun og fullnægjandi heilbrigðisþjónustu. Afleiðingar barnafátæktar Barnafátækt getur haft alvarleg, víðtæk og langvarandi áhrif á velferð, menntun, heilsu og framtíðarhorfur einstaklingsins. Börn sem alast upp við fátækt fá ekki sömu tækifæri og önnur börn til að taka þátt ýmsu í samfélaginu sem getur auðgað líf þeirra, s.s. skemmtunum, íþróttum og listnámi. Fátækt fylgir óhjákvæmilega félagsleg einangrun. Hvernig er hægt að draga úr barnafátækt? Barnafátækt er til komin vegna fátæktar foreldranna eða forráðamanna. Viðleitni til að draga úr barnafátækt krefst margþættrar nálgunar sem tekur á rótum fátæktarinnar og veitir fjölskyldum sem búa við fátækt alhliða stuðning. Fólk þarf að geta lifað mannsæmandi lífi af tekjum sínum, hvort sem þær eru laun eða örorkulífeyrir. Öll heilbrigðisþjónusta fyrir börn og skólamáltíðir eiga að vera án endurgjalds. Börn eiga að hafa jafnan aðgang að menntun til 18 ára aldurs, óháð efnahag foreldra eða forráðamanna. Það þarf að nota tæki barnabóta og húsnæðisstuðnings til jöfnunar. Staðan á Íslandi Í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem íslenska ríkið hefur lögfest, eiga öll börn rétt á heilsuvernd, menntun og að njóta hvíldar og tómstunda. Reyndin er þó að á Íslandi búa um 10 þúsund börn við fátækt, þar af 3 þúsund börn við sára fátækt. Ísland er eina norræna landið þar sem börn eiga frekar á hættu að búa við fátækt en fullorðnir. Með því að viðurkenna þær áskoranir sem þau börn sem búa við fátækt standa frammi fyrir og grípa tilsamstilltra aðgerða til að bregðast við rótum fátæktar barna, búum við öllum börnum tækifæri til að dafna. Við sem eitt ríkasta samfélag heims, hljótum að geta sammælst um að hvert barn eigi skilið tækifæri til að eiga bjarta framtíð á eigin forsendum, óháð félagslegum og efnahagslegum aðstæðum. Það fjármagn sem sett er í þjónustu við börn er fjárfesting til framtíðar, jafnt fyrir einstaklingana sem og samfélagið. Efst á blaði yfir heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna er að útrýma fátækt. Á Íslandi er hins vegar ekki til nein opinber áætlun eða stefna um að uppræta fátækt og væri það verðugt verkefni væntanlegrar nýrrar ríkisstjórnar að bæta úr því. 17. október er alþjóðlegur baráttudagur gegn fátækt. Höfundur er formaður EAPN á Íslandi, samtaka gegn fátækt.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun